Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGÞjóðhátíð FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson s. 512 5447, kkolbeins@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Við sögðum að sjálfsögðu já þegar við vorum spurð-ir í vetur hvort við vild- um spila á Þjóðhátíð. Þetta er al- gert óskagigg enda mörg þúsund manns á svæðinu,“ segir Jök- ull Júlíusson, söngvari Kaleo en sveitin spilar á Þjóðhátíð í fyrsta sinn í ár. Sjálfur hefur Jökull aldrei farið á Þjóðhátíð en hefur góða reynslu af Eyjamönnum. „Við höfum verið að spila dálít- ið í Eyjum að undanförnu og það er mikil stemning í Eyjamönnum sjálfum.“ Jökull hlakkar til að upplifa Þjóðhátíð. „Ég er að fá félaga minn frá Danmörku í heimsókn og hann ætlar með, enda er ég búinn að lofa honum miklu fjöri,“ segir Jök- ull sem gefst þó ekki mikill tími til að anda að sér stemningunni. „Við verðum í Eyjum á föstudagskvöld- inu, á Siglufirði á laugardag og á Akureyri á sunnudag.“ Heimsfrægir í Mosfellsbæ Frægðarsól Kaleo hefur risið hratt á rúmu ári. „Þetta fór hratt af stað þá og hefur undið upp á sig síðan. Í kjölfarið á Vor í Vaglaskógi fór fólk að hlusta á önnur lög eftir okkur, við fengum plötusamn- ing, platan kom út í nóvember og í síðustu viku fengum við af- henta gullplötu,“ segir Jökull og finnur ekkert neikvætt við frægð- ina. „Enda held ég að við séum nú bara heimsfrægir í Mosfellsbæ og þar þekktum við alla fyrir hvort eð er,“ segir Jökull glaðlega. Hann segir lítið um að hann sé beðinn um eiginhandaráritun á förnum vegi. Hugur Kaleo-strákanna stefn- ir þó hátt. Í það minnsta út fyrir landsteinana. „Við fórum í lítinn Evróputúr í maí. Þá fórum við til Danmerkur, Eistlands og Lett- lands. Svo erum við á leiðinni á G! Festival í Færeyjum 19. júlí og líklega förum við til London í haust,“ segir Jökull en sveitinni var einnig boðið að spila í Kanada um verslunarmannahelgina. „En við vorum spenntari fyrir að spila á Þjóðhátíð.“ Rokk og ról og ballöður En hver er draumurinn? „Bara að geta haldið áfram að gefa út tón- list og að næsta plata verði betri en sú síðasta,“ svarar Jökull af sinni alkunnu hógværð. Kaleo leggur nú grunn að næsta hljómdiski en nýtt lag verð- ur líklega gefið út í lok júlí. „Plat- an verður fjölbreytt eins og síð- asta plata. Við segjum stundum að við nennum ekki að vera ein- hæfir enda engin ástæða til, sama hvað tónlistargagnrýnendum og fleirum finnst um það.“ En hvað fá gestir Þjóðhátíðar að heyra? „Við ætlum að spila okkar þekktustu lög, kannski í bland við eitthvað nýtt. Við vonum að fólk syngi með og njóti.“ Nennum ekki að vera einhæfir Kaleo spilar í fyrsta sinn á Þjóðhátíð í ár. Sveitin skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rétt rúmu ári. Hún hefur fangað hug og hjörtu Íslendinga og stefnir nú út fyrir landsteinana. En fyrst er það Þjóðhátíð, og strákarnir hlakka til. Kaleo hlaut gullplötu á dögunum þegar 5.000 eintök höfðu selst af fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar. Þrátt fyrir mörg þúsund gesti á hverju ári er skipulag Þjóðhátíðar í nokkuð föst- um skorðum þar sem Þjóðhátíðarnefnd og mörg hundruð sjálfboðaliðar vinna saman að uppsetningu þessarar elstu útihátíð- ar landsins. Hörður Orri Grettisson, einn nefndarmanna Þjóðhátíðarnefndar, segir undirbúning Þjóðhátíðar hefjast strax eftir verslunarmannahelgi þótt eðlilega gangi mest á síðustu vikurnar fyrir Þjóðhá- tíð. „Nefndin hittist í byrjun október þar sem línurnar eru lagðar fyrir árið. Á loka- metrunum fer allt í gang inni í dal þar sem nokkur hundruð sjálfboðaliðar hjálpa til við að setja upp svæðið. Þeir hafa allir vel skilgreint hlutverk og því gengur allt eins og vel smurð vél.“ Tugir sjálfboðaliða frá ÍBV sjá um gæslu en um 100 manns starfa við hana milli kl. 21 til 5 um morguninn. „Á okkar vegum verða við gæslustörf í Herjólfsdal þrír bráðatæknar, þrír neyðarflutningamenn sem hafa til umráða tvo fullbúna sjúkra- bíla, fjöldi lögreglumanna, hjúkrunarfræð- ingar, læknir er á sólahringsvakt í daln- um auk þess sem yfirmaður sálgæslunn- ar er doktor í sálfræði. Einnig er mjög gott myndavélakerfi með níu eftirlitsmyndavél- um í dalnum til að tryggja sem mest öryggi þjóðhátíðargesta. Auk þess er sjúkrahúsið hér fullmannað þannig að allt í allt er þetta gríðarstór hópur fólks sem kemur að hátíð- inni með einum eða öðrum hætti.“ Þótt skipulag hátíðarinnar sé í föstum skorðum tekur hún þó breytingum milli ára að sögn Harðar. „Eyjamönnum þykir auðvitað vænt um Þjóðhátíð og hafa marg- ir sterkar skoðanir á henni. Við í Þjóðhá- tíðarnefnd þurfum alltaf að takast á við þá áskorun að hlusta á bæjarbúa og halda í gamlar hefðir en um leið að þróa hátíð- ina til nútímans, eins og við höfum reynd- ar gert með góðum árangri undanfarin ár að mínu mati.“ Skipulag í föstum skorðum M Y N D /Ú R EIN K A SA FN I „Gríðarstór hópur fólks kemur að hátíðinni með einum eða öðrum hætti,“ segir Hörður Orri Grettisson, einn nefndarmanna í Þjóðhátíðarnefnd. John Grant kemur fram á Þjóðhá- tíð í fyrsta skipti í ár. Grant stíg- ur á svið klukkan 23.15 laugar- daginn 2. ágúst en í kjölfarið hefst hin margrómaða flugeldasýning. Quarashi er svo á dagskrá 00.15 Grant hreifst sem kunnugt er af landi og þjóð við fyrstu komu til landsins á Iceland Airwaves árið 2011. Hann sneri aftur til að taka upp síðari sólóplötu sína, Pale Green Ghost, nokkrum mánuðum síðar og ákvað í kjölfarið að setj- ast hér að. Hann hefur hins vegar aldrei komið til Vestmannaeyja. Þegar ljóst var að hann myndi spila á Þjóðhátíð sagðist hann líta á það sem frábært tækifæri til að sækja eyjarnar heim. Grant hefur gaman af ljós- myndun og hefur tekið margar fallegar myndir af því sem fyrir augu hans ber hér á landi. Mörg- um þeirra deilir hann með aðdá- endum sínum á Facebook. Hann hlakkar mikið til að koma til Eyja og ljóst að þar er margt fyrir augað. Grant upplýsti í viðtali við Fréttablaðið í byrjun júní að hann komi mestmegnis til með að taka lög af Pale Green Ghosts, sem kom út í fyrra, en líka nokkur af fyrstu sólóplötunni Queen of Denmark sem kom út 2010. Grant var tilnefndur til Brit- verðlaunanna fyrr á þessu ári sem besti alþjóðlegi tónlistarmaður- inn og skipaði sér þar í flokk með ekki ómerkari mönnum en Just- in Timberlake, Eminem, Drake og Bruno Mars, en hinn síðast- nefndi hreppti hnossið. Hann var svo valinn söngvari og lagahöf- undur ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum í mars. John Grant kemur til Eyja í fyrsta skipti John Grant tók tilboði um að spila á Þjóðhátíð fagnandi, enda lítur hann á það sem kærkomið tækifæri til að heimsækja Vestmannaeyjar. John Grant tók ástfóstri við Ísland árið 2011 en hefur aldrei komið til Eyja. MYND/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.