Fréttablaðið - 17.07.2014, Síða 50
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34
TÓNLIST ★★★★★
Ást þvers og kruss
Margrét Hrafnsdóttir sópran og
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
TÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS
ÓLAFSSONAR ÞRIÐJUDAGINN 15. JÚLÍ.
Ástamál, bæði góð og slæm, hafa
verið mörgu tónskáldinu innblást-
ur. Þau hafa líka verið efni í mis-
góðar kvikmyndir, sú versta senni-
lega Immortal Beloved, sem fjallar
um Beethoven. Hún er byggð á ótta-
legri þvælu sem hér er óþarfi að
rekja. Það er þó staðreynd að hann
elskaði konu sem var gift öðrum og
sú ást í meinum hefur örugglega
verið kveikjan að einhverri tón-
list. Beethoven var reyndar ekki
á dagskránni á tónleikum í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar, en þeir
voru engu að síður helgaðir ástinni
og ástamálum nokkurra tónskálda.
Dagskráin var forvitnileg, því þar
voru m.a. flutt sjaldheyrð lög eftir
Ölmu Mahler, eiginkonu Gustavs.
Gustav tók Ölmu tali við upp-
haf sambands þeirra, en hún var
nítján árum yngri en hann og upp-
rennandi tónskáld. Honum fannst
ekki við hæfi að hún væri að fást
við tónsmíðar, því hann væri tón-
skáld! Það mætti ekki vera sam-
keppni á milli þeirra. Skilyrði fyrir
hjónabandi væri að hún léti tón-
smíðarnar eiga sig. En löngu síðar,
þegar hjónabandið hafði versnað til
muna, sá Gustav eftir karlrembu-
stælunum og lét gefa út fimm lög
eiginkonunnar. Þau voru m.a. flutt
á tónleikunum.
Lögin voru áhugaverð, en nutu
sín ekki alveg hér. Margrét Hrafns-
dóttir sópran söng þau við meðleik
Hrannar Þráinsdóttur píanóleik-
ara. Lögin voru snemma á dag-
skránni og söngkonan var ekki
komin á flugið sem hún var á síðar
á tónleiknum. Söngurinn var jú
hreinn en röddina skorti fágun.
Píanóleikurinn var líka dálítið lit-
laus, stuðningurinn við sönginn
hefði vel mátt vera meiri.
Svipaða sögu er að segja um
Rhenlegendchen eftir Gustav
Mahler, og einnig Enfant, si j’etais
rois eftir Franz Liszt. Þar var
píanóleikurinn óttalega linkulegur.
Töluverð breidd er í tónlistinni, allt
frá viðkvæmni og innhverfu upp í
magnaðar tilfinningasprengjur.
En þá verður píanóleikarinn líka
að sleppa sér.
Liszt var tengdafaðir Wagners,
og tónleikunum lauk með Wes-
endonk-ljóðunum eftir þann síðar-
nefnda. Matthilda Wesendonk var
ljóðskáld sem einhverjar vísbend-
ingar eru um að Wagner hafi átt
vingott við. Hann samdi forkunn-
arfagra tónlist við fimm ljóð henn-
ar og hér var Margrét í essinu sínu.
Hún náði fullkomlega mystíkinni í
tónlistinni, fangaði anda hennar og
miðlaði til áheyrenda. Röddin var
líka orðin mýkri og fágaðri, útkom-
an var frábær. Píanóleikur Hrann-
ar var jafnframt á margan hátt
góður, helst mátti finna að óþarfa
óróleika í Der Engel og óskýrleika
og kraftleysi í Stehe still. En dul-
úðin í Im Treibhaus var einstaklega
fallega útfærð hjá henni, og hin
lögin komu sömuleiðis prýðilega út.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Söngurinn var dálítið
hrár en sótti í sig veðrið. Píanóleikurinn
hefði mátt vera tilþrifameiri. Engu að
síður áhugaverð dagskrá.
Karlrembusvínið Mahler
TÓNLISTARKONURNAR „Söngurinn var dálítið hrár en sótti í sig veðrið.
Píanóleikurinn hefði mátt vera tilþrifameiri.“ MYND/ÚR EINKASAFNI
Sýningin Jump in Diorama verð-
ur opnuð í anddyri Norræna húss-
ins 25. júlí. Sýningin er ljós- og
hreyfimyndasýning finnsku lista-
mannanna Anniku Dahlsten og
Markku Laakso en þau hafa und-
anfarin ár sýnt ljósmyndir, fjöl-
miðlaverk og gjörninga víða um
lönd. Sýningin Jump in Diorama
leggur áherslu á heimildargildi
ljósmynda, sviðsetningu og spurn-
inguna um það hvað er ekta og
hvað óekta.
Listamennirnir sýna myndir og
myndbandsskot af mismunandi
náttúrulandslagi í Lapplandi,
Þýskalandi og Suður-Afríku og á
mörgum myndanna bregður fyrir
mönnum og dýrum sem hafa óvart
slæðst inn á þær. Þau Dahlsten
og Laakso klæðast á myndunum
Samaþjóðbúningum, sem þau hafa
fengið í arf, saumað sjálf eða eru
sérsaumaðir fyrir þau.
Verkefnið er innblásið af fjöl-
skyldusögu Markku Laakso. Árið
1930 ferðuðust föðurafi hans og
-amma til Þýskalands til þess að
verða sýningargripir sem Samar
í hinum ýmsu dýragörðum. Með
í för voru rúmlega þrjátíu manns
frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
sem ferðuðust í átta mánuði milli
dýragarða í Þýskalandi.
Finnskar ljósmyndir
í Norræna húsinu
Tveir fi nnskir listamenn, Annika Dahlsten og Markku
Laasko, opna sýningu í anddyri Norræna hússins.
SAMAR Í AFRÍKU Á myndunum klæðast Dahlsten og Laakso Samaþjóðbúningum,
sem þau hafa fengið í arf, saumað sjálf eða eru sérsaumaðir fyrir þau.
MYND/DAHLSTEN OG LAASKO
MENNING
RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is
VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM
Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili
FAGLEG RÁÐGJÖF OG
FRÍ LEGUGREINING
Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu
faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga!
· SUMARÚTSALA ·
30-50% AFSLÁT
TUR
Ítölsk hágæða sófasett
Rým
ing
ars
ala
65%
afs
látt
ur a
f sý
nin
gar
sófu
m