Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 56
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 40
Dawn of the Planet of the Apes
tekur upp söguna í kvikmyndinni
Rise of the Planet of the Apes frá
árinu 2011 en fyrsta myndin um
Apaplánetuna var sýnd árið 1968.
Í þessari nýju mynd leiðir Caes-
ar, afburðagáfaður api, ört stækk-
andi hóp erfðafræðilega þróaðra
apa. Þeim stafar ógn af eftirlifend-
um úr röðum manna sem stóðu af
sér skelfilegan vírus sem breiddi
úr sér um allan heim áratug fyrr.
Aparnir og mennirnir komast að
friðarsamkomulagi, sem er afar
brothætt. Þeir standa því á barmi
styrjaldar sem sker úr um hvor teg-
undin kemur til með að ráða ríkjum
á jörðinni.
Leikstjóri myndarinnar er Matt
Reeves sem er hvað þekktastur
fyrir að leikstýra kvikmyndinni
Cloverfield. Hann segir í viðtali
við Slashfilm að hann hafi leik-
stýrt nokkrum senum myndarinn-
ar í gegnum Skype. Hann breytti
meðal annars lokasenunni þannig.
„Þegar ég áttaði mig á að þetta
var ekki réttur endir fór ég til
[brellufyrirtækisins] Weta og
sagði: ókei, við þurfum að gera eitt-
hvað annað,“ segir Matt. Hann leik-
stýrði aðalleikaranum Andy Serkis
með því að tala við hann í gegnum
tölvu með hjálp Skype.
„Ég sagði honum hvað væri að
gerast í lokasenunni. Og við gerðum
þetta hreinlega í gegnum Skype.“
Þá segir Matt að hann hafi einnig
leikstýrt leikurunum Jason Clarke
og Keri Russell með forritinu.
„Það er brjálað það sem er hægt
að gera.“
Þetta er fyrsta myndin um Apa-
plánetuna sem er í þrívídd en hún
hefur hlotið einróma lof gagnrýn-
enda um heim allan.
liljakatrin@frettabladid.is
Leikstýrði lokasenu Apa-
plánetunnar í gegnum Skype
Stórmyndin Dawn of the Planet of the Apes var frumsýnd á Íslandi í gær en gagnrýnendur telja hana eina
af bestu myndum sumarsins. Leikstjórinn Matt Reeves fór óhefðbundnar leiðir við gerð myndarinnar.
Ég
sagði honum
hvað væri
að gerast í
loka senunni.
Og við gerð-
um þetta
hrein lega í gegnum Skype
Matt Reeves
Dawn of the Planet of the Apes þénaði um 73 milljónir dollara, rúma átta
milljarða króna, í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina. Þá halaði hún inn
31,1 milljón dollara, um þrjá og hálfan milljarð króna, á alþjóðlegum markaði
fyrstu frumsýningarhelgina. Þá var hún sýnd á 26 litlum svæðum ef undan-
skildar eru Ástralía og Suður-Kórea. Myndin skákar þannig Rise of the Planet
of the Apes sem þénaði 54,8 milljónir dollara, rúmlega sex milljarða króna,
um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum árið 2011.
Áhorfendur Dawn of the Planet of the Apes um frumsýningarhelgina í
Bandaríkjunum voru 58 prósent karlmenn og 65 prósent voru eldri en 25 ára.
Áætlaður kostnaður við myndina er 170 milljónir dollara, tæpir tuttugu
milljarðar króna.
SKÁKAÐI FYRIRRENNARANUM Í MIÐASÖLU
ILLSKEYTTIR APAR Apar og menn standa á barmi styrjaldar í myndinni.
8,5/10
79/100
91/100
Leikarinn Donald Sutherland er 79
ára í dag.
Helstu myndir: The Italian Job, Pride
& Prejudice, The Hunger Games:
Catching Fire
Afmælisbarn dagsins
Leikkonan Emmy Rossum deildi
mynd af sér á Twitter þar sem hún
sat samlestur fyrir fimmtu seríu af
sjónvarpsþáttunum Shameless. Á
myndinni sjást leikarar
seríunnar í hláturs-
kasti og skrifar
Emmy við mynd-
ina: „Þessi handrit
fá mig til að
hlæja upphátt.“
Þátturinn sem
leikararnir
voru að lesa
þegar myndin
er tekin er
þáttur tvö í
fimmtu seríu.
HANDRITIN
SPRENGHLÆGILEG
Hinn tíu ára gamli Neel Sethi var val-
inn úr þúsundum barna til að leika
Mowgli í kvikmyndinni The Jungle
Book sem Jon Favreau leikstýrir.
Áheyrnarprufur fóru fram í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Nýja-Sjálandi og
Kanada en Neel býr í New York. Er
þetta fyrsta hlutverk Neels og segir
Jon að hann sé afar hæfileikaríkur og
sjarmerandi.
LEIKUR Í THE JUNGLE
BOOK
Leikstjórinn Ron Howard, sem
hefur verið aðdáandi Bítlanna
mest allt sitt líf, leikstýrir og
framleiðir heimildarmynd um
tónleikaferðir hljómsveitarinn-
ar á árunum 1960 til 1966. Apple
Corps Ltd., White Horse Pict-
ures og fyrirtæki Rons, Imagine
Entertainment, framleiðir mynd-
ina í samvinnu við Bítlana Paul
McCartney og Ringo Starr sem
og Yoko Ono Lennon og Oliviu
Harrison, ekkjur Johns Lennon
og George Harrison.
„Ég er spenntur og það er mér
heiður að vinna með Apple og
White Horse-teyminu að þess-
ari mögnuðu sögu um þessa fjóra
ungu menn sem tóku heiminn
með trompi árið 1964. Það er ekki
hægt að ýkja áhrif þeirra á popp-
menningu og mannlega reynslu,“
segir Ron í samtali við Variety.
Hann stefnir á að klára myndina
og sýna hana í lok næsta árs.
Bítlarnir byrjuðu að spila sem
sveit í Liverpool árið 1960 og
spiluðu í kjölfarið á klúbbum í
Hamborg. Þeir fóru síðan á Evr-
óputúr síðari hluta árs 1963. Eftir
að þeir komu fram í þætti Eds
Sullivan árið 1964 sigruðu þeir
heiminn og þeir fóru í tónleika-
ferðalag sumarið sama ár.
„Eftir að ég sá Bítlana hjá Ed
Sullivan langaði mig bara í bítla-
hárkollu. Foreldrar mínir sögðu
nei en gáfu mér síðan eina slíka í
tíu ára afmælisgjöf,“ segir Ron.
- lkg
Leikstýrir
heimildarmynd
um Bítlana
HEIMSYFIRRÁÐ Bítlarnir eru ein vin-
sælasta sveit allra tíma.
Leikkonan Nicole Kidman er byrjuð
í tökum á nýjustu mynd
sinni, The Family Fang,
í New York. Myndin
fjallar um systkini
sem snúa aftur á
æskuslóðir til að
leita að heimsfrægum
foreldrum sínum
sem hafa horfið
sporlaust. Jason
Bateman leikur
bróður Nicole
í myndinni
en í öðrum
hlutverkum
eru Cristopher
Walken og
Grainger Hines.
BYRJUÐ Í TÖKUM
Leikkonurnar Katie Holmes og
Helen Mirren og leikarinn Ryan
Reynolds mættu í tökur á
kvikmyndinni Woman in Gold í
Culver City í Kaliforníu í vikunni.
Myndin fjallar um flóttamann-
inn Mariu Altmann, sem leikin
er af Helen, sem er af gyðinga-
ættum og ætlar sér að ná aftur
listaverkum sem hún telur að
séu eign fjölskyldu sinnar.
TÖKUR Í KALIFORNÍU
WOODY borðstofustóll.
6 litir með hvíttuðum viðarlöppum.
14.450
FULLT VERÐ: 19.990
R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I
WOODY
KOMINN AFTUR Í ÖLLUM LITUM