Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 58
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR42 TREND Á TWITTER „Ég held að þetta sé frekar tilviljun en ég hefði kannski átt að höfundar- réttarmerkja þetta. Ég ætti kannski að hringja í lögfræðinga mína,“ segir tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon, betur þekktur sem Sin Fang, glaður í bragði. Nýjasta æðið á internetinu er myndir af mönnum sem hafa skreytt skegg sitt með blómum. Sindri hins vegar var á undan öllum með þessa tískustefnu þar sem hann gaf út plötuna Flowers í febrúar í fyrra og á plötuumslaginu skartar hann blómaskeggi. „Ég gerði umslagið með kærustu minni, Ingibjörgu Birgisdóttur, en hún hefur gert síðustu þrjú plötu- umslög fyrir mig. Á öllum þremur umslögunum er ég með skegg, það fyrsta var úr pappírsræmum, annað var blúnduskegg og svo ákváðum við að loka þríleiknum með blómaskeggi því platan heitir Flowers,“ segir Sindri. Hann segist ekki ætla að fara með skegghugmyndina lengra. „Nei, þetta var lokaskeggið. Það verða örugglega engin blóm á næsta umslagi fyrst þetta er orðið „main- stream“. Þetta eru gamlar fréttir,“ segir hann og hlær. Sindri er nú í stúdíói að taka upp fimm laga EP-plötu. „Þetta er eiginlega rafplata og fæ ég gestasöngvara til að syngja með í hverju lagi. Þetta eru allt íslenskir snillingar á borð við Jónsa í Sigur Rós, Sóleyju og Sillu úr Múm. Plat- an kemur vonandi út í ár. Ég átti að fara í tónleikaferðalag í haust en ég er búinn að vera svo lengi með plöt- una að það frestast örugglega fram á næsta ár,“ segir Sindri sem spilar þó eitthvað erlendis áður en ferða- lagið hefst. „Ég fer til Kanada í næsta mánuði og svo til Tyrklands. Svo spila ég í Japan snemma á næsta ári.“ Á undan með blómaskegg Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon skartaði blóma skeggi á plötu sinni Flowers sem kom út í fyrra. Nú er blómaskegg nýjasta æðið á netinu. BLÓMLEGUR Hér er plötuumslag Flowers með Sin Fang. MYNDIR AF ÝMSUM ÚTFÆRSLUM Af Instagram-síðunni emelielc. Talið er líklegt að bloggarinn Pierre Thiot hafi komið af stað blómaskeggstrendinu á Instagram þegar hann byrjaði með verkefnið Will It Beard. Það felst í því að setja hvað sem er í skeggið, hvort sem það eru blóm eða Lego-kubbar, og athuga hvort það tollir. Blómaskeggs- trendið er þó ekki nýtt af nálinni þar sem þessi iðja var vinsæl á hippatímabilinu á áttunda áratug síðustu aldar. ➜ Rakið til hippanna Stjörnubarnið Jaden Smith er ókrýndur konungur heimspekilegra tísta. Nú hafa Twitter-notendur tekið málið í sínar hendur og gera óspart grín að leikaranum unga með kassamerkinu #TweetLikeJadenSmith eða #TístiðEinsOgJadenSmith. invader zim @I_Am_The_Joe 16. júlí Þreytast draum- arnir þegar maður eltir þá? #Tweet- LikeJaden- Smith Julian Mart- inez @Igotdatfosho 16. júlí Ertu næstur í röðinni eða er röðin næst þér? Hugsaðu. Lifðu. Þroskastu. #TweetLike- Jaden Smith Ed Gex @EdDJGex 16. júlí Ef tómatar eru ávextir hlýtur tómatsósa að vera þeyt- ingur. Stoppið. Hugsið. Ímyndið ykkur. Dreymið. #TweetLike- Jaden Smith Harry Thotter @E_WoodThaG 10. júlí „Hver ber út póstinn til póst- mannsins?“ #TweetLike- JadenSmith #kingkey @TheRealKDC 10. júlí Ef tveir örvhentir rífast getur þá annar þeirra haft rétt fyrir sér? #TweetLike- Jaden Smith OPNUNARHÁTÍÐ FÖSTUDAGINN 18. JÚLÍ - Verið velkomin! Pylsuvagninn hafnarstræti 600 akureyri Pylsa og pep sí 300 kr. á með an birg ðir e nda st Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 10.7.2014 ➜ 16.7.2014 1 Sam Smith Stay With Me 2 Coldplay A Sky Full Of Stars 3 Nico & Vinz Am I Wrong 4 Jón Jónsson Ljúft að vera til 5 The Common Linnets Calm After The Storm 6 Magic! Rude 7 Júníus Meyvant Color Decay 8 OneRepublic Love Runs Out 9 Mr. Probz Waves 10 George Ezra Budapest 1 Ýmsir Fyrir landann 2 Dimma Vélráð 3 Ýmsir Pottþétt 62 4 GusGus Mexico 5 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 1 & 2 6 Kaleo Kaleo 7 Samaris Silkidrangar 8 Ýmsir SG hljómplötur 9 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 10 Ýmsir Icelandic folk songs & other favourites LÍFIÐ 17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.