Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 62
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
Benediktssonar
MAÐUR 1 Jæja. Nú eru liðin sex ár frá
hruni og fólk loks farið að róast.
MAÐUR 2 Og við erum aftur við völd.
Snilld.
MAÐUR 1 Jamm. Best að vera ekkert að
rugga bátnum. Almenningur er loks farinn
að trúa spunanum um að þetta hafi bara
verið óheppni.
MAÐUR 1 Shit happens-kenningin. Gott
stöff.
MAÐUR 2 En heyrðu. Svona til að loka bók-
inni endanlega, ættum við ekki að fá ein-
hverja stofnun í Háskólanum til að koma
með greiningu sem leggur áherslu á erlenda
þætti hrunsins, til að beina athyglinni
frá því hvað efnahagsstjórn landsins
var ömurleg og viðskiptalífið spillt, svo
við séum örugglega off the hook?
MAÐUR 1 Frábær hugmynd. En
hvern gætum við fengið til að leiða
slíka rannsókn? Við þyrftum að fá
einhvern sem útskýrir á mannamáli
að hrunið hafi verið útlendingum að
kenna. Þá er öll athygli endanlega
farin af okkur.
MAÐUR 2 Þetta gengur bara upp ef við
fáum einhvern óumdeildan mann í verkið,
sameiningartákn sem sefar almenning og
beinir athygli frá klíkuskapnum og bak-
tjaldamakkinu sem var hin raunverulega
orsök hrunsins. Einhvern sem er ótengdur
stjórnmálaflokkum og hófsamur í skoð-
unum.
MAÐUR 1 Já. Það er nú einu sinni almenn-
ingur sem mun borga fyrir þessa rann-
sókn þannig að við þurfum að fá einhvern
sem pirrar fólk sem minnst, einhvern sem
þjappar fólki saman og hefur sama siðferð-
is- og gildismat og hinn almenni borgari.
Fólk má alls ekki fá þá tilfinningu að um
sé að ræða ad hoc yfirklór byggt á hag-
fræðilegri frjálshyggjurörsýn sem ætlað
er að beina athygli frá grundvallarklúðri í
efnahagsstjórn landsins.
MAÐUR 2 Þetta er hárrétt hjá þér. Nú
skulum við brain-storma í tvo klukkutíma
um hvern við fáum í verkið og ef ekkert
kemur út úr því þá hringjum við í Hannes
Hólmstein og ríðum svo apa og kveikjum í
okkur.
MAÐUR 1 Samþykkt.
Samtal á fundi II
Seyðisfjörður er þessa vikuna
suðupunktur listsköpunar ungs
fólks þar sem listahátíðin LungA
fer fram. Hátíðin hófst á sunnu-
daginn og eru nú í gangi sjö mis-
munandi listasmiðjur. Yfir hundr-
að einstaklingar eru skráðir í
listasmiðjurnar en einn til tveir
leiðbeinendur er í hverri. Margir
þekktir einstaklingar leiðbeina
í listasmiðjunum eins og Halla
Ólafsdóttir, Kippi Kaninus, Hrund
Atladóttir, Katla Rós Völudóttir
og Ragnar Már Nikulásson ásamt
mörgum fleirum.
Mikil aðsókn er að jafnaði í
listasmiðjurnar en það seldist upp
á fjórum dögum í ár. Bærinn er nú
orðin stútfullur af ungu, skapandi
fólki og þegar líða tekur á vik-
una bætist enn í hópinn. Afrakst-
ur vinnunnar í listasmiðjunum
verður sýndur á lokasýningunni á
laugardag. Alls er talið að um þrjú
hundruð manns komi að listahátíð-
inni með einum eða öðrum hætti.
Listakonan Sara Riel vinnur nú
hörðum höndum við að mála lista-
verk á húsnæði sem hýsir höfuð-
stöðvar LungA en gert er ráð fyrir
að verkið verði tilbúið um helgina.
Á laugardaginn verða svo úti-
tónleikar og koma þar fram meðal
annars Retro Stefson, Hermi-
gervill, Moses Hightower og fleiri
frábærir listamenn.
Líf og fj ör á LungA
Listahátíðin LungA fer fram á Seyðisfi rði þessa dagana og taka yfi r hundrað einstak-
lingar þátt í hátíðinni. Fjöldi listamanna er þar saman kominn til þess að skapa.
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
„BESTA STÓRMYNDIN Í SUMAR.
ÞÚ VERÐUR GERSAMLEGA AGNDOFA“
- P. H., MOVIELINE
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D LÚXUS
THE PURGE: ANARCHY
DELIVER US FROM EVIL
EARTH TO ECHO
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
22 JUMP STREET
VONARSTRÆTI
KL. 5 - 8 - 10.45
KL. 5 - 8 - 10.45
KL. 8 - 10.20
KL.8 - 10.35
KL. 3.40 - 5.45
KL. 3.30 - 5.45
KL. 8 - 10.30
KL. 5
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D
THE PURGE: ANARCHY
DELIVER US FROM EVIL
THE SALVATION
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
TRAIN. . . DRAGON 3D ENS. TAL ÓTEXT.
22 JUMP STREET
FAULT IN OUR STARS
VONARSTRÆTI Miðasala á:
KL. 6 - 9*
KL. 10.10
KL. 10.40
KL. 8
KL. 5.45
KL. 5.45
KL. 10.40
KL. 8
KL. 5.20 - 8
*GÆÐASTUND
-T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL
PLANET OF THE APES 3D 5, 8, 10:15(P)
THE PURGE: ANARCHY 8, 10:40
TEMJA DREKANN SINN 2D 5
22 JUMP STREET 8
MILLION WAYS, DIE WEST 10:20
VONARSTRÆTI 5ÍSL TAL
www.laugarasbio.isSími: 553-20755%
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
AKUREYRIKEFLAVÍK
CHICAGO SUN TIMES PORTLAND OREGONIAN
P. H., MOVIELINE
NEW YORK DAILY NEWS