Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 62
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar MAÐUR 1 Jæja. Nú eru liðin sex ár frá hruni og fólk loks farið að róast. MAÐUR 2 Og við erum aftur við völd. Snilld. MAÐUR 1 Jamm. Best að vera ekkert að rugga bátnum. Almenningur er loks farinn að trúa spunanum um að þetta hafi bara verið óheppni. MAÐUR 1 Shit happens-kenningin. Gott stöff. MAÐUR 2 En heyrðu. Svona til að loka bók- inni endanlega, ættum við ekki að fá ein- hverja stofnun í Háskólanum til að koma með greiningu sem leggur áherslu á erlenda þætti hrunsins, til að beina athyglinni frá því hvað efnahagsstjórn landsins var ömurleg og viðskiptalífið spillt, svo við séum örugglega off the hook? MAÐUR 1 Frábær hugmynd. En hvern gætum við fengið til að leiða slíka rannsókn? Við þyrftum að fá einhvern sem útskýrir á mannamáli að hrunið hafi verið útlendingum að kenna. Þá er öll athygli endanlega farin af okkur. MAÐUR 2 Þetta gengur bara upp ef við fáum einhvern óumdeildan mann í verkið, sameiningartákn sem sefar almenning og beinir athygli frá klíkuskapnum og bak- tjaldamakkinu sem var hin raunverulega orsök hrunsins. Einhvern sem er ótengdur stjórnmálaflokkum og hófsamur í skoð- unum. MAÐUR 1 Já. Það er nú einu sinni almenn- ingur sem mun borga fyrir þessa rann- sókn þannig að við þurfum að fá einhvern sem pirrar fólk sem minnst, einhvern sem þjappar fólki saman og hefur sama siðferð- is- og gildismat og hinn almenni borgari. Fólk má alls ekki fá þá tilfinningu að um sé að ræða ad hoc yfirklór byggt á hag- fræðilegri frjálshyggjurörsýn sem ætlað er að beina athygli frá grundvallarklúðri í efnahagsstjórn landsins. MAÐUR 2 Þetta er hárrétt hjá þér. Nú skulum við brain-storma í tvo klukkutíma um hvern við fáum í verkið og ef ekkert kemur út úr því þá hringjum við í Hannes Hólmstein og ríðum svo apa og kveikjum í okkur. MAÐUR 1 Samþykkt. Samtal á fundi II Seyðisfjörður er þessa vikuna suðupunktur listsköpunar ungs fólks þar sem listahátíðin LungA fer fram. Hátíðin hófst á sunnu- daginn og eru nú í gangi sjö mis- munandi listasmiðjur. Yfir hundr- að einstaklingar eru skráðir í listasmiðjurnar en einn til tveir leiðbeinendur er í hverri. Margir þekktir einstaklingar leiðbeina í listasmiðjunum eins og Halla Ólafsdóttir, Kippi Kaninus, Hrund Atladóttir, Katla Rós Völudóttir og Ragnar Már Nikulásson ásamt mörgum fleirum. Mikil aðsókn er að jafnaði í listasmiðjurnar en það seldist upp á fjórum dögum í ár. Bærinn er nú orðin stútfullur af ungu, skapandi fólki og þegar líða tekur á vik- una bætist enn í hópinn. Afrakst- ur vinnunnar í listasmiðjunum verður sýndur á lokasýningunni á laugardag. Alls er talið að um þrjú hundruð manns komi að listahátíð- inni með einum eða öðrum hætti. Listakonan Sara Riel vinnur nú hörðum höndum við að mála lista- verk á húsnæði sem hýsir höfuð- stöðvar LungA en gert er ráð fyrir að verkið verði tilbúið um helgina. Á laugardaginn verða svo úti- tónleikar og koma þar fram meðal annars Retro Stefson, Hermi- gervill, Moses Hightower og fleiri frábærir listamenn. Líf og fj ör á LungA Listahátíðin LungA fer fram á Seyðisfi rði þessa dagana og taka yfi r hundrað einstak- lingar þátt í hátíðinni. Fjöldi listamanna er þar saman kominn til þess að skapa. SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas „BESTA STÓRMYNDIN Í SUMAR. ÞÚ VERÐUR GERSAMLEGA AGNDOFA“ - P. H., MOVIELINE DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D LÚXUS THE PURGE: ANARCHY DELIVER US FROM EVIL EARTH TO ECHO AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL 22 JUMP STREET VONARSTRÆTI KL. 5 - 8 - 10.45 KL. 5 - 8 - 10.45 KL. 8 - 10.20 KL.8 - 10.35 KL. 3.40 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 8 - 10.30 KL. 5 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D THE PURGE: ANARCHY DELIVER US FROM EVIL THE SALVATION AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL TRAIN. . . DRAGON 3D ENS. TAL ÓTEXT. 22 JUMP STREET FAULT IN OUR STARS VONARSTRÆTI Miðasala á: KL. 6 - 9* KL. 10.10 KL. 10.40 KL. 8 KL. 5.45 KL. 5.45 KL. 10.40 KL. 8 KL. 5.20 - 8 *GÆÐASTUND -T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL PLANET OF THE APES 3D 5, 8, 10:15(P) THE PURGE: ANARCHY 8, 10:40 TEMJA DREKANN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 8 MILLION WAYS, DIE WEST 10:20 VONARSTRÆTI 5ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRIKEFLAVÍK CHICAGO SUN TIMES PORTLAND OREGONIAN P. H., MOVIELINE NEW YORK DAILY NEWS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.