Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 72
FRÉTTIR
AF FÓLKI
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Ný hárgreiðsla
Hildur Eir Bolladóttir, prestur í
Akureyrarkirkju, lenti heldur betur í
æsilegri lífsreynslu á baðherberginu hjá
sér í gærmorgun. Hún sá sér leik á borði
þegar Heimir Haraldsson, eiginmaður
hennar, var að raka sig og bað hann um
að laga aðeins klippingu sína. Hún taldi
manninn sinn svo flinkan með skærin.
„Þegar ég tók mér spegil í hönd og skoð-
aði baksvipinn, blasti þetta fyrirbæri við
mér,“ segir Hildur Eir á Facebook-síðu
sinni. Taldi hún greiðsluna minna á
höfuð barns sem hefði komið í heiminn
með hjálp sogklukku.
Hildur Eir er þekkt
norðan heiða fyrir að
hafa húmor fyrir sjálfri
sér og birti mynd af
herlegheitunum á
síðu sinni. Þakk-
aði hún síðan
eiginmanni
sínum
pent í
lokin
fyrir þessa
nýstárlegu
klippingu.
- sa
lokadagar
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
THE MORE YOU USE IT
THE BETTER IT LOOKS
Mest lesið
1 „Getur verið óttalegt skítadjobb“
2 Lík fannst í Bleiksárgljúfri
3 Anna Mjöll að skilja
4 Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst
bara um peninga
5 Stolið frá Skálmöld?
Leikarahópurinn fyrir kvikmyndina
Bakk sem áætluð er í tökur í sumar
stækkar ört. Þau Gunnar Hansson,
Víkingur Kristjánsson og Saga Garðars-
dóttir fara með aðalhlutverk myndar-
innar en Þorsteinn Gunnarsson, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Þorsteinn Bachmann,
Hanna María Karlsdóttir, Hallgrímur
Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og
Jóhannes Haukur Jóhannesson hafa
bæst í hóp leikara sem munu taka að
sér hlutverk í myndinni. Myndin segir
frá tveimur æskuvinum sem ákveða að
bakka hringinn í kringum
Ísland til styrktar lang-
veikum börnum. Um
er að ræða gaman-
mynd eftir Gunnar
Hansson sem hann
og Davíð Óskar
Ólafsson leikstýra
saman og Myst-
ery framleiðir.
Tökur hefjast á
næstu vikum og
verður tökuliðið
á ferð um land
allt fram í sept-
ember. - lkg
Leikarahópurinn stækkar