Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 1
VINNUMARKAÐUR Í fjárlagafrum-
varpinu er gert ráð fyrir að spara
1,1 milljarð króna á næsta ári með
því að stytta bótatímabil atvinnu-
lausra úr þremur árum í tvö og hálft
ár um næstu áramót.
Samkvæmt samantekt Vinnu-
málastofnunar þýðir það að 623
missa rétt sinn til bóta og detta út
af skránni á einu bretti um áramót-
in en að jafnaði hafa á milli 80 og
90 atvinnulausir fullnýtt rétt sinn til
atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði
á þessu ári.
Vinnumálastofnun áætlar að 900
til 1.000 einstaklingar hafi eða muni
fullnýta rétt sinn til atvinnuleysis-
bóta á þessu ári.
Fjölmennasti aldurshópurinn sem
tapar bótarétti er fólk á milli 30 og
40 ára, eða 190 manns, þar af eru
konur mun fjölmennari, eða 124.
Þegar menntun hópsins í heild er
skoðuð kemur í ljós að 285 hafa lokið
grunnskólaprófi, næstfjölmennasti
hópurinn sem tapar bótarétti um
áramót eru háskólamenntaðir, eða
135 manns.
Þeir sem missa rétt til atvinnu-
leysisbóta eiga rétt á framfærslu-
styrk frá sínu sveitarfélagi, hann
ræðst þó af félagslegri stöðu við-
komandi og hvort hann á maka sem
getur eða vill hafa viðkomandi á
framfæri.
Sveitarfélögin eru ekki sátt við
að fá allan þennan fjölda yfir til sín
um áramótin. „Þetta er ansi bratt,“
segir Halldór Halldórsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, og bendir á að það sé ansi
stutt síðan bótarétturinn var styttur
úr fjórum árum í þrjú. Hann segir
að verið sé að færa kostnað frá rík-
inu til sveitarfélaganna. „Við vilj-
um að það verði farið í atvinnuátak
til að mæta þessu. Þetta er þving-
uð verkefnafærsla á milli ríkis og
sveitarfélaga,“ segir Halldór.
johanna@frettabladid.is
FRÉTTIR
Á undanförnum 100 árum er talið að inntaka fólks á omega-3 fitu-sýrum hafi minnkað um allt að 80% en neysla á omega-6 hefur hins veg-ar aukist vegna breytinga á mataræði og það brenglar hlutföll fitusýranna í líkamanum. Með því að taka hörfræolíu er hægt að jafna þessi hlutföll,“ segir Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmda-stjóri Gengur vel ehf. „Hörfræolían er líklega besta uppspretta omega-3 EFA fitusýra sem völ er á enda einstaklega rík af bæði Omega-3, -6 og -9 fitusýrum í hlutföllunum 4:1:1.“
ÓMISSANDI FITUSÝRUROmega-3 fitusýrur eru sérstaklega mikil-
vægar fyrir hjarta- og æðakerfið en þær
hjálpa til við að halda blóðfitunni (kól-
esterólinu) í skefjum og geta stuðlað að
lægri blóðþrýstingi. „Hörfræolían getur
einnig komið jafnvægi á hormónakerf-
ið, dregið úr bólgum, aðstoðað við að
brenna fitu og glúkósa og hjálpað til við
að viðhalda heilbrigðum frumAð a ki h
HÖRFRÆOLÍA – NÚ Í HYLKJUMGENGUR VEL KYNNIR Flestir þekkja hörfræolíuna og fjölmarga heilsufars-
lega kosti hennar. Hér er hörfræolían komin í hylkjum til að losna við vonda
bragðið. Flaxseed Oil frá Natures Aid inniheldur hágæða kaldpressaða
hörfræolíu sem er einstaklega rík af omega-3, -6 og -9 fitusýrum.
HIPPAR Í NEW YORKBlóm og blómabörn voru áberandi á tískusýningu Tommys Hilfiger sem fram fór í New York nýverið. Sýningin dró dám af hippatísku sjöunda áratugarins.
ÚTSÖLUSTAÐIR
w
w
w
.v
it
ex
.is
Fæst í 14 og 28 daga skömmtum. Útsölustaðir apótek og heilsu búðir.
Aptiless: Mest selda þyngdarstjórnunar efnið í Noregi og Svíþjóð.
Thylakoids: Dregur úr hungri - Minnkar sykurlöngun Minnkar ummál - Fækk ar aukakílóum.
Aukakílóin burtspínat extrakt með ThylakoidsFrábært fyrir þá sem eru á 5:2 mataræðinu eða öðrum matar prógrömmum
Thylakoids spínat extrakt
UTVECKLAD I SVERIGE VIDLUNDS UNIVERSITET
Loksins efni sem virkar vísindalega sannað af Karólínska Háskólanum í Lundi í Svíþjóðsjá Medica Nord á facebook
TÆKIFÆRISGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum tilboðum
10% afsláttur
Mömmumen
Bjartey Ásmundsdóttir hefur hannað
hálsmen sem henta mæðrum með
handóð ungbörn. SÍÐA 2
Beckham breytir til
Victoria Beckham hefur lagt stuttu kjólana á hilluna. Nýja línan er látlaus. SÍÐA 4
Heilbrigt hár í tísku
Náttúrulegir hárlitir og klassískar
klippingar verða áberandi í vetur.
Ýktar hárlínur eru á undanhaldi. SÍÐA 6
SPJALDTÖLVUR
FIMMTUDAGUR 11
. SEPTEMBER 2014
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Fimmtudagur
26
3 SÉRBLÖÐ
Spjaldtölvur | Haust & vetrartíska |
Fólk
Sími: 512 5000
11. september 2014
213. tölublað 14. árgangur
SKOÐUN Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
segir Fiskistofu hvorki stássstofu né
vinnustofu. 28
MENNING Birgir Snæbjörn sýnir
blondínur í Listasafni ASÍ um þessar
mundir. 40
SPORT Jón Daði Böðvarsson er
nýjasta stjarna íslenska landsliðsins
eftir frammistöðuna gegn Tyrkjum. 58
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
PI
PA
R\
TB
W
A
SÍ
A
12. SEPTEMBER
Sex hundruð missa atvinnu-
leysisbætur um áramótin
Á sjöunda hundrað atvinnulausra missa rétt til atvinnuleysisbóta um áramótin. Af þeim sem missa bætur er
fjölmennasti hópurinn 30 til 40 ára og hafa flestir þeirra ýmist lokið grunnskóla- eða háskólaprófi.
361
kona
58%
262
karlar
42%
FÓLKIÐ SEM MISSIR
BÆTURNAR
Bolungarvík 10° SSV 13
Akureyri 13° SV 5
Egilsstaðir 14° SV 3
Kirkjubæjarkl. 11° SV 3
Reykjavík 12° S 7
Hvassast NV-til Í dag ríkja S- og
SV-áttir, 10-18 m/s NV-til en annars
hægari. Skýjað og súld á stöku stað V-til
en bjartviðri austanlands. 4
MENNING „Ég get ekki svarað fyrir
ráðuneytið, eða tjáð mig um hvaða
ástæður liggja að baki, en ég get
staðfest það að framleiðendur
myndarinnar Noah hafa ekki enn
fengið þá tuttugu prósenta endur-
greiðslu frá atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu sem þeim ber að
fá,“ segir Helga Margrét Reykdal,
hjá íslenska framleiðslufyrirtæk-
inu Truenorth, en fyrirtækið þjónu-
staði kvikmynda verið Paramount
Pictures við tökur myndarinnar
hér á landi sumarið 2012. „Að sjálf-
sögðu kemur þetta sér ekki vel,“
segir Helga.
Hún er ekki sú fyrsta úr kvik-
myndageiranum á Íslandi sem tjáir
sig um seinagang stjórnvalda við
afgreiðslu á endurgreiðslum. Í við-
tali við Vísi í janúar nefndi leik-
stjórinn Baltasar Kormákur dæmi
um seinagang við endurgreiðslu á
myndinni Oblivion, sem tekin var
á Íslandi árið 2012, og skartaði
Tom Cruise í aðalhlutverki. Balt-
asar nefndi í sama viðtali að endur-
greiðslurnar væru mjög mikilvæg-
ur þáttur í ferlinu að trekkja erlend
kvikmyndaverkefni til landsins.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið vildi ekki tjá sig um stöðu
einstakra verkefna. ósk / sjá síðu 66
Framleiðendur Noah bíða eftir 20 prósenta endurgreiðslu frá ráðuneyti:
Endurgreiðslan enn ekki borist
EFNAHAGSMÁL Eftir stöðuga fjölgun
ferðamanna á Íslandi undanfarin
ár mun draga úr þeirri aukningu á
næsta ári, samkvæmt spá Grein-
ingardeildar Arion banka. Spáin
verður kynnt á morgunverðar-
fundi í dag. Aukningin í ár mun
nema 22,6 prósentum en verður
13,7 prósent á næsta ári. Helga
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir
ekki æskilegt að aukningin sé stöð-
ugt yfir tuttugu prósentum. Nú
þurfi að einbeita sér að því að bæta
innviðina fyrir ferðaþjónustuna,
til dæmis með betra vegakerfi.
„Við vorum að berjast við það í
fyrra að láta moka að Gullfossi.
Ferðamenn sem eiga að vera hér á
veturna, þeir komast jafnvel ekki
að náttúruperlunum,“ segir hún.
- jhh / sjá síðu 6.
Huga þarf að innviðunum:
Dregur úr vexti
ferðaþjónustu
Þetta er
þvinguð
verkefna-
færsla á milli
ríkis og
sveitarfélaga
Halldór Halldórsson
UMRÆÐUR UM RÆÐU Stefnuræða forsætisráðherra fékk ekki háa einkunn hjá stjórnarandstöðunni í gærkvöldi. Sjálfur
virtist ráðherrann ekki láta það á sig fá og ræddi þess í stað málin við sessunaut sinn, utanríkisráðherra. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Herferð gegn
tekjulágum
Forystumenn innan Starfsgreina-
sambandsins segja ríkisstjórnina
í herferð gegn tekjulágu fólki og
atvinnulausum. 8
Engin stytta Fyrirætlanir um að
reisa þrettán metra háa styttu af
jóganum Sri Chinmoy við Esjurætur
verða ekki að veruleika. 2
Grátbiðja Skota Leiðtogar bresku
stjórnmálaflokkanna grátbiðja skoska
kjósendur um að hafna sjálfstæði. 4
Reinfeldt að styrkjast Hægri
stjórn Fredriks Reinfeldt í Svíþjóð
hefur verið að styrkjast í skoðana-
könnunum á lokaspretti kosninga-
baráttunnar. 12