Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 6
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu miklu fé á að verja til 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi? 2. Hvað ætla starfsmenn Marels og fjölskyldur þeirra að hlaupa marga kílómetra í áheitasöfnun sinni? 3. Hver voru úrslitin í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2016? SVÖR: 1. 60 milljónum. 2. 6.500 km. 3. 3-0 fyrir Ísland. SKOTLAND, AP „Ég yrði niðurbrotinn maður,“ sagði David Cameron, sem er leiðtogi breska Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, „ef þessi þjóðafjölskylda yrði slitin í sundur.“ Hann hélt til Skotlands í gær í von um að telja kjósendum hughvarf en skoðanakannanir hafa sýnt að meira en helmingur kjósenda í Skotlandi er líklegur til að samþykkja tillögu um sjálf- stæði. Með í för voru þeir Nick Clegg, sem er leiðtogi Frjálslynda flokksins og aðstoðarforsætisráð- herra í stjórn Camerons, og Ed Miliband, sem er leiðtogi Verkamannaflokksins, stærsta stjórnar- andstöðuaflsins. Alex Salmond, leiðtogi skoskra sjálfstæðis- sinna, er hins vegar hvergi banginn. Heimsókn hinna óvinsælu stjórnmálaleiðtoga gæti varla annað en hjálpað málstað þeirra sem vilja segja skilið við Bretland. „Ef ég héldi að þeir kæmu með rútu, þá myndi ég senda þeim fargjaldið,“ sagði hann. Cameron viðurkenndi fúslega að hægri- stjórnin væri harla óvinsæl, ekki síst í Skotlandi. Hann sagði þó ekki rétt að nota þessar kosn- ingar til að refsa hægristjórninni. „Þetta er ekki ákvörðun til næstu fimm ára,“ sagði hann. Skotar ganga að kjörborðinu þann 18. septem- ber. - gb Leiðtogar bresku flokkanna hröðuðu sér til Skotlands í gær í von um að telja kjósendum hughvarf: Grátbiðja Skota um að hafna sjálfstæði HVERGI BANGINN Alex Salmond, forsprakki aðskilnaðarsinna, segir heimsókn hinna óvinsælu stjórnmálaleiðtoga bara hjálpa sínum málstað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNUMÁL Á næsta ári mun draga verulega úr fjölgun erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Búist er við að hún verði 22,6 pró- sent í ár en 13,7 prósent á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri spá Greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður á morgunverð- arfundi bankans í dag. „Það stefnir í enn eitt met- árið í komum erlendra ferða- manna í ár og fjórða árið í röð er ferðamönnum að fjölga með meiri hraða en árið á undan. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að fjölgun ferða- manna í ár muni nema um 23% frá seinasta ári og því komi um 960 þúsund ferðamenn til Íslands í gegnum Leifsstöð,“ segir Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Grein- ingardeildarinnar. Hún segir að deildin geri ráð fyrir að um 1,1 milljón ferðamanna muni heimsækja Ísland á næsta ári og á árinu 2017 verði þeir rúmlega 1,3 milljónir. Gangi spáin eftir mun vöxturinn haldast yfir langtíma- meðaltali á næstu árum. Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur koma ekkert á óvart. „Tuttugu prósenta aukning á milli ára er ekki það sem við vilj- um horfa á sem árlega aukningu til framtíðar. Það er allt of hröð aukn- ing,“ segir hún. Þótt hún fari niður í 13,7 prósent, þá sé hún vel yfir meðaltalinu í Evrópu og mun við- ráðanlegri. „Hvort sem það eru tíu prósent eða þrettán prósent þá er það mjög gott,“ segir hún. Helga segir að það þurfi að afla meiri tölfræðiupplýsinga um ferða- þjónustuna til að efla greinina til framtíðar. „Það er í raun sorg- legt hvað við vitum lítið um þessa atvinnugrein og það þarf að rann- saka svo við tökum öll rétt skref í sömu átt hverju sinni. Það þarf alls- herjarstefnumótun sem allir koma að,“ segir Helga. Það þurfi raunverulega fram- kvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamennsku. Það sé auðvelt að leggja huglægt mat á ferðaþjón- ustu, en huglægt mat sé ekki það sama og staðreyndir. „Það er til dæmis svo auðvelt að halda að ákveðnir ferðamenn eyði of litlu, en hvað vitum við?“ segir hún. Þá bendir Helga líka á að það þurfi að ráðast í uppbyggingu inn- viða, meðal annars með því að bæta vegakerfið og halda því við. Það þurfi líka að halda vegum opnum á veturna. „Við vorum að berjast við það í fyrra að láta moka að Gull- fossi. Ferðamenn sem eiga að vera hér á veturna, þeir komast jafnvel ekki að náttúruperlunum,“ segir hún. Hér séu enn einbreiðar brýr og margt sem þurfi að laga. „Það er mikilvægt að allir líti á þessi verk- efni sem tækifæri sem við þurf- um að nýta sem allra best,“ segir Helga. Ekki beri að líta á þetta sem vandamál. jonhakon@frettabladid.is Fjölgun ferðamanna að komast í hámark Greiningardeild Arion banka spáir að draga muni úr fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi á næstunni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það jákvætt. Nú þurfi að huga að rannsóknum á greininni og uppbyggingu innviða. GULLFOSS Í VETRARBÚNINGI Helga segir að það hefði mátt moka betur við Gull- foss í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HELGA ÁRNADÓTTIR Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 UMHVERFISMÁL Áform um að útbúa ylströnd við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði hafa siglt í strand í bili. Hitaveita Egilsstaða og Fella lét vinna fyrir sig skýrslu þar sem fram kemur að ekki séu neinar líkur á að starfsemi tengd ylströnd geti haft áhrif á vinnslu- vatn fyrirtækisins við Urriða- vatn. Heilbrigðiseftirlit Austur- lands segist hins vegar ekki geta mælt með framkvæmdinni þar sem í starfsleyfi hitaveitunnar vegna neysluvatnsveitu sé grann- svæði vatnsbólsins skilgreint „við efstu flóðamörk Urriðavatns“. - gar Hætta á vatnsmengun: Ný ylströnd fær dræm viðbrögð VELFERÐARMÁL Tæplega 1.800 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins samkvæmt könnun vel- ferðarráðuneytisins. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, stóð fyrir könnun á biðlistum í sumar. Hún segir upplýsingar sveitar- félaganna gefa til kynna að veru- lega skorti á að sveitarfélögin uppfylli skyldur sínar í húsnæðis- málum gagnvart þeim íbúum sem vegna félagslegra aðstæðna eru ekki færir um að sjá sér sjálfir fyrir húsnæði. - ebg Sveitarfélög sinna ekki þörf: Tæplega 2.000 fjölskyldur bíða VIÐSKIPTI Alls hafa 85 bifreiðar af tegundinni Suzuki Swift af árgerðinni 2013 verið innkall- aðar. Ástæðan er sú að hemlarör geta farið utan í vélarfestingu þar sem bilið þar á milli er of lítið og sökum víbrings frá vél. Í versta falli getur komið leki að hemlaröri. Í tilkynningu á síðu Neytenda- stofu kemur fram að Suzuki bílar hf. hafi þegar byrjað að innkalla viðkomandi bifreiðar. Neytenda- stofa hvetur bifreiðaeigendur til að verða við innkölluninni og leita til Suzuki bíla hf. varðandi frekari upplýsingar. - fb Hemlarör getur lekið: 85 Suzuki-bílar innkallaðir NEYTENDUR Neytendasamtökin gera alvarlegar athugasemdir við þær fyrirætlanir íslensku bank- anna að taka upp sérstakt þjón- ustugjald sem felst í gjaldtöku af þeim sem óska eftir þjónustu gjaldkera. Fréttablaðið greindi frá þessum áætlunum nýlega. Það er mat samtakanna að gjald- takan komi harðast niður á eldri borgurum sem ekki greiði reikn- inga sína í heimabanka, sem og öðrum sem séu með litla tölvu- kunnáttu. „Þá má einnig velta fyrir sér hvort öryggi sjálfvirkra bankaviðskipta sé slíkt að rétt sé að skylda neytendur á þennan hátt,“ segir í tilkynningu frá sam- tökunum. - sáp Gagnrýna gjaldkeragjald: Bitnar helst á eldri borgurum SUZUKI SWIFT Alls hafa 85 bifreiðar verið innkallaðar. YLSTRÖND Áform við Urriðavatn eru í uppnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.