Fréttablaðið - 11.09.2014, Side 18

Fréttablaðið - 11.09.2014, Side 18
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 11. SEPTEMBER MINNST Í BANDARÍKJUNUM Námsmenn við Pepperdine-háskólann í Kaliforníu hafa dregið að húni um þrjú þúsund fána til minningar um þá sem létu lífið í árásum hryðjuverkamanna á Bandaríkin fyrir þrettán árum. NORDICPHOTOS/AFP HÁTÍÐ Á SPÁNI Í borginni Guadix í Granada-héraði syðst á Spáni er haldið upp á Casca morras-hátíðina, þar sem einn þorpsbúi klæðir sig upp sem furðufuglinn Casca- morras og ferðast ásamt hópi fylgis- manna sinna til næsta þorps, þar sem hann reynir í þykjustunni að stela styttu af Maríu mey. Síðan snúa þeir aftur til Guadix þar sem heimamenn „refsa þeim“. FLÓÐ Í PAKISTAN Maður þessi bar sauð sinn á öxlum sér þar sem hann óð í gegnum flóðvatnið í útjaðri borgarinnar Multan í Punjab-héraði. Flóðin hafa kostað nokkur hundruð manns lífið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. NORDICPHOTOS/AFP LEÐURVERKSMIÐJA Í AFGANISTAN Í útjaðri borgarinnar Mazar-i-sharif, í norðurhluta Afganistans, er leðurverksmiðja þar sem þessir tveir verkamenn tóku sér hvíld stundarkorn. Leðurvörur eru ein helsta útflutningsvara Afgana. ÁSTAND HEIMSINS ELDSVOÐI Í ÞÝSKALANDI Þetta er ekki eldgosið í Holu- hrauni heldur varð sprenging í efnaverksmiðju í Ritterhude, skammt frá Bremen í Þýskalandi. Einn hlaut alvarleg bruna- sár og hús í nágrenninu skemmdust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚTFÖR UND- IRBÚIN Í PAK- ISTAN Íbúar í Lahore búa sig þarna undir fjöldaútför, en að minnsta kosti tuttugu og fjórir fórust þegar þak á mosku hrundi á þriðjudag- inn. 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 6 RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! · HAUSTTILBOÐ · 20-30% AFSLÁT TUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.