Fréttablaðið - 11.09.2014, Síða 22

Fréttablaðið - 11.09.2014, Síða 22
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 22 Ýmiss konar afþreying er í boði á höfuðborgarsvæðinu fyrir barna- fjölskyldur. Á meðal þess sem hægt er að gera er að skella sér í leikhús, keilu eða bíó. Dýrast er að fara á nýju barnaleikritin Línu Langsokk og Latabæ á meðan ódýrast er að fara í bíó. Taka skal fram að ekki fylgir með í tölunum kostnaðurinn við mat, drykki og sælgæti sem getur fylgt afþreyingunni og því getur hann hækkað umtalsvert þegar um vísitölufjölskyldu, tvo full- orðna og tvö börn, er að ræða. Lína Langsokkur Í Borgarleikhúsinu verður á laug- ardag frumsýndur söngleikurinn Lína Langsokkur. Lína á fastan sess í hugum flestra barna og eiga mörg þeirra vafalítið eftir að biðja foreldra sína um miða á sýninguna. Einn miði 4.250 krónur Fjölskyldan 17.000 krónur Latibær Stærsta barnasýning Þjóðleik- hússins í vetur, Latibær, verður frumsýnd á sunnudag. Íslenskir krakkar hafa margir hverjir alist upp við að horfa á Latabæ í sjón- varpinu og eiga þeir örugglega eftir að flykkjast á sýninguna með foreldrum sínum. Einn miði 3.400-4.200 kr. Fjölskyldan 13.600-16.800 kr. Trúðleikur Trúðleikur í Tjarnarbíói var fyrst sýndur í Frystiklefanum á Rifi við mjög góðar undirtektir. Núna verður leikurinn endurtekinn í Tjarnarbíói í Reykjavík. Einn miði 2.000-2.900 kr. Fjölskyldan 8.000-11.600 kr. Langafi prakkari Leikritið Langafi prakkari í Möguleikhúsinu er byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn. Verkið hefur verið sýnt um 300 sinnum frá því það var frumsýnt árið 1999. Einn miði 2.500 kr. Fjölskyldan 10.000 kr. Keila Það getur verið gaman að skella sér í keilu en það er langt í frá ókeypis því hver mínúta kostar 90-108 krónur. Keiluhöllin í Öskjuhlíð 25 mínútur 2.250 kr (kvöld- og helgarverð). Fjölskyldan 9.000 kr. Keiluhöllin Egilshöll 25 mínútur 2.700 kr. (kvöld- og helgarverð). Fjölskyldan 10.800 kr. Bíó Teiknimyndin Flugvélar: Björg- unarsveitin er sýnd í Sam- bíóunum. Börnin kynntust áburðarflugvélinni Dusty í Disney-myndinni Flugvélar sem var frumsýnd í ágúst í fyrra. Núna er komið að framhalds- myndinni. Einn miði 700-1.300 kr. Fjölskyldan 4.000 kr (ef annað barnið er undir 8 ára). Afþreying vísitölufjölskyld- unnar kostar skildinginn Fyrirtækið BSH, Bosch und Sie- mens Hausgeräte GmbH, hefur sent frá sér öryggistilkynningu vegna Siemens-þurrkara og mögu- legrar eldhættu af völdum hans. Í fréttatilkynningu kemur fram að takmarkaður fjöldi tækja, sem var framleiddur frá janúar til maí 2002, gæti ofhitnað vegna gallaðs rafmagnsíhlutar í stjórnborði. „Það getur í algjörum undan- tekningartilvikum leitt til hugsan- legrar eldhættu,“ segir í tilkynn- ingunni. Þar segir einnig að viðgerð tæknimanns þjónustuað- ila á þessum gallaða íhluta heima hjá eigendum þurrkarans sé án endurgjalds. „Þar til gert hefur verið við tæki, sem þetta á við um, á í varúðarskyni eingöngu að nota það undir eftirliti, þ.e. ef einhver er heima, og ekki á næturnar.“ BSH, sem er með starfsemi í 47 löndum og um 50 þúsund starfs- menn, biður alla neytendur afsök- unar á hvers kyns óþægindum sem þetta veldur. - fb Öryggistilkynning frá BSH: Möguleg eld- hætta SIEMENS Fyrirtækið BSH hefur sent frá sér tilkynningu. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 3 7 1 SUBARU XV FJÓRHJÓLADRIFINN – SJÁLFSKIPTUR SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR KEYPT Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP. GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU! Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur Verð: 5.290.000 kr. 6,6 l / 100 km í blönduðum akstri Ný LINEARTRONIC stiglaus sjálfskipting með þrepastillingum í stýri. Veturinn er að ganga í garð og eykst þá þörfin fyrir almenning að lyfta sér upp í skammdeginu. Það getur aftur á móti kostað skildinginn fyrir hina hefðbundnu fjögurra manna vísitölufjölskyldu að njóta afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.