Fréttablaðið - 11.09.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 11.09.2014, Síða 24
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 24 Fólk sækir mikið á netið í leit að afþreyingu eða skemmtiefni eins og finna má á Youtube eða öðrum síðum. Á sama tíma hefur krafan um aukin gæði þess efnis sem sjónvarpið sýnir aukist. United Silicon hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og upp- setningu á 32 megavatta ljós- bogaofni sem mun framleiða kísil málm í verksmiðju félags- ins í Helguvík. Ofninn verður sá fyrsti sinn- ar tegundar á Íslandi. Í fréttatil- kynningu United segir að Tenova Pyromet hafi mikla reynslu af framleiðslu háþróaðra kísilofna og sé það eina sem komið hefur að byggingu nýrra ofna í hinum vestræna heimi á undanförnum árum. Magnús Garðarsson, fram- kvæmdastjóri United Silicon, segir í tilkynningunni að búið sé að trygga raforku fyrir ofninn en að fyrirtækið hafi starfsleyfi fyrir þrjá ofna til viðbótar. „Miðað við fjóra ofna verður framleiðslugetan 85.000 tonn á ári. Við stefnum að því að ná þessari framleiðslu á tíu árum,“ segir Magnús. Áætlað er að framleiðsla fyrir- tækisins hefjist vorið 2016 og að ársframleiðsla verksmiðjunnar nemi 21.300 tonnum á ári í fyrsta áfanga. - hg Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga kísilverksmiðjunnar að hefjast: Byggir ljósbogaofn fyrir United FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Jarðvegs- framkvæmdir eru þegar hafnar á svæðinu. Creditinfo Group hf. hefur samið við seðlabanka Suður-Súdans um að fjármálastofnanir lands- ins noti fjárhagsupplýsingakerfi og aðrar sérlausnir fyrirtækisins við lánveitingar. Í fréttatilkynningu Creditinfo um samninginn segir að hann hafi komið til að undangengnu alþjóðlegu útboði seðlabankans sem unnið var í samvinnu við Alþjóðabankann. Tilkoma upplýs- ingalausna Creditinfo er þar sögð auka umfang, aðgengi og öryggi lánshæfisupplýsinga og þannig bæta lánaaðgengi íbúa Suður- Súdans. - hg Á að bæta lánaaðgengi íbúa: Kerfi Creditinfo í Suður-Súdan SAMNINGAR HANDSALAÐIR Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Credit- info Group, undirritaði samninginn 28. ágúst síðastliðinn. Afkoma ríkisfyrirtækisins Isavia á fyrri helmingi ársins var jákvæð um 836 milljónir króna saman- borið við 1.367 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunnar, sem samanstendur af Isavia og dótturfélögunum Fríhöfninni og Tern Systems, jukust um 11,3 pró- sent milli ára og námu 9.929 millj- ónum. Í uppgjörstilkynningu fyrir- tækisins segir að tekjuaukninguna megi að stórum hluta rekja til fjölgunar farþega á Keflavíkur- flugvelli. Góð afkoma á fyrstu sex mánuðum ársins styðji jafnframt við áætlanir Isavia um uppbygg- ingu á vellinum. Fjárfestingar á fyrstu sex mánuðum ársins hafi numið 1,7 milljörðum króna en áætlanir geri ráð fyrir að þær geti samtals numið allt að fimm millj- örðum á árinu. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi áhyggjur af innan- landskerfinu. „Lögum samkvæmt megum við ekki nýta auknar tekjur af alþjóða- fluginu til innanlandsflugvalla en á undanförnum sjö árum hafa framlög til innanlandskerfisins á fjárlögum verið skorin niður um 850 milljónir króna að raunvirði. Ef til áframhaldandi niðurskurðar kemur í fjárlögum næsta árs verð- ur eitthvað undan að láta,“ segir Björn. - hg Styður við áætlanir um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli en innanlandskerfið skortir auknar tekjur: Hagnaður Isavia dregst saman um 38,8% FORSTJÓRINN Björn Óli Hauksson segir fjármagn vanta til reksturs innan- landsflugvalla. Raforkuframleiðsla með endur- nýjanlegum orkugjöfum jókst mikið á heimsvísu árið 2013 og nemur nú um 22 prósentum af allri raforkuframleiðslu. Þetta kemur fram í frétt á vef Samorku, en samtökin styðjast við nýja skýrslu Alþjóðaorkumála- stofnunarinnar. Ef einungis er horft til evrópskra aðildarríkja OECD nam aukningin árið 2013 sex prósentum. Endurnýjanleg orka nemur nú 30 prósentum allrar raf- orkuframleiðslu landanna. - sáp Aukning um 6% innan OECD: Endurnýjanleg orka nemur 22% Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið stöðvuð en engin markmið virðast vera uppi um að hefja nið- urgreiðslu skulda, segir í umfjöll- un Hagdeildar Landsbankans um fjárlagafrumvarpið. Í stað þess að hefja niðurgreiðslu skulda sé reiknað með að hlutfall skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu fari lækkandi. Vaxtakostnaður ríkissjóðs verði því áfram veru- legur á næstu árum og aukist til dæmis um sex milljarða á næsta ári - jhh Tugir milljarða vegna vaxta: Engar greiðslur af skuldunum „Þegar internetið varð öflugur auglýsandi var litið á það sem ógn við sjónvarpið en í löndum eins og Bandaríkjunum og Bretlandi hefur netið gert sjónvarpið stærra og það sama má segja um Ísland,“ segir Richard Marks, sjálfstæður ráðgjafi frá Bretlandi sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á þróun fjölmiðla. Marks er staddur hér á landi til að kynna niðurstöður sem byggja á mælingum á sjónvarpsáhorfi og öðrum gögnum frá 85 lönd- um. Hann segir þær sýna sterka stöðu sjónvarpsins sem gangi gegn spám um að netið ætti eftir, og eigi eftir, að ganga að miðlin- um dauðum. „Á Íslandi og í mörgum öðrum löndum er sjónvarp enn ríkjandi þegar kemur að hlutum eins og auglýsingatekjum. Þetta á þó ekki við um öll lönd því í Noregi og Singapúr eru prentmiðlar með ríkjandi stöðu,“ segir Marks. Hann segir eigendur sjónvarps- stöðva vissulega hafa þurft að aðlaga sig að breyttum heimi en að netið hafi á endanum reynst óska- barn miðilsins. „Fólk sækir mikið á netið í leit að afþreyingu eða skemmtiefni eins og finna má á Youtube eða öðrum síðum. Á sama tíma hefur krafan um aukin gæði þess efnis sem sjónvarpið sýnir aukist. Þau fyrirtæki sem verða ekki við þeirri kröfu eru hins vegar í hættu á að tapa fyrir netinu. Þeirra efni verður að vera betra en það sem videóbloggarinn á Youtube er að birta af háaloftinu sínu,“ segir Marks og heldur áfram: „Ástæðan fyrir því að fyrirtæki eins og Netflix hafa farið út í að framleiða sína eigin þætti er sú að miðillinn er enn að laða til sín stór- an áhorfendahóp og ég get nefnt þætti eins og Game of Thrones sem eru sérstaklega vinsælir hjá yngri áhorfendum.“ Marks segir spár um dreifingu auglýsingatekna gera ráð fyrir að sjónvarpið haldi velli og auki hlut sinn í einhverjum tilfellum. „Sem er ekki það sem fólk hefði spáð fyrir tíu árum síðan. Þá spáðu allir að sjónvarpið myndi enda í einhvers konar útlegð úti í horni langt frá auglýsendum,“ segir Marks. Hann segist sjálfur hafa gert ráð fyrir því að tækninýjungar ættu eftir að leiða til þess að áhorf- endur hættu að fylgjast með dag- skrá sjónvarpsstöðva. Rannsóknir sýni hins vegar að fólk horfi í 90 prósent tilvika á sjónvarpsefni á sama tíma og það er sent út. „Fólk sækir í þennan félagslega þátt sem fylgir því að horfa á efni í rauntíma og tekur virkan þátt með því að hringja inn eða senda sms á þætti eins og Britain´s Got Talent. Þetta sést hvað best á Twitter og Facebook þar sem fólk er að tjá sig um það sem það sér í beinni útsendingu.“ haraldur@frettabladid.is Netið óskabarn sjónvarpsins Spár um dreifingu auglýsingatekna gera ráð fyrir að sjónvarpið eigi eftir að halda velli og auka hlut sinn í ein- hverjum tilfellum. Breskur ráðgjafi sem staddur er hér á landi segir miðilinn hafa styrkst með tilkomu netsins. FJÖLMIÐLARÝNIR Richard Marks hefur unnið rannsóknir fyrir fyrirtæki eins og BBC, Google og Sky. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VOGAR Kaupa íþróttahúsið Sveitarfélagið Vogar ætlar að kaupa íþróttahús staðarins af Eignarhalds- félaginu Fasteign og taka til þess allt að 400 milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Bæjarráðið segir þetta ekki munu auka skuldbindingar þess frá núverandi stöðu. Jóhann H. Hafstein og Einar Hugi Bjarnason hafa stofnað lög- mannsstofuna Atlas lögmenn, en þeir voru áður meðeigend- ur í Íslensku lögfræðistofunni. „Ástæðu breytinganna er ekki hvað síst að rekja til þess að Atlas lögmenn hyggjast leggja ríkari áherslu á þjónustu við fyrirtæki og stofnanir heldur en gert var á fyrri vinnustað. Þannig verður sérstök áhersla lögð á lögfræði- lega ráðgjöf og hagsmunagæslu til lögaðila á sviði viðskipta- og fjármunaréttar,“ segir Jóhann Hafstein. Markmiðið sé þannig að mæta síauknum kröfum við- skiptalífsins um sérþekkingu á þessu sviði. - jhh Krafa um sérþekkingu eykst: Ríkari áhersla á viðskiptarétt Á NÝJUM STAÐ Einar Hugi og Jóhann stefna á aukna sérhæfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.