Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 26
11. september 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn
umsögn sem hluta af vinnuferli innan-
ríkisráðuneytisins vegna breytingar á
starfsemi lögreglu- og sýslumannsemb-
ætta. Í þeim breytingum sem kynntar
voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í
umræðuskjali þess voru settar fram hug-
myndir um að flytja ætti aðalskrifstofur
sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í
umsögn bæjarins kemur fram að verulega
skortir upp á rökstuðning fyrir þessari
ákvörðun enda ekki séð að með flutningn-
um sé unnið að þeim markmiðum sem
sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau
markmið snúa að því að bæta þjónustu og
rekstur sýslumannsembætta og gera þau
í stakk búin til að taka við fleiri stjórn-
sýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir
í umsögn sinni að þessum markmiðum
verði best náð með því að hafa aðalskrif-
stofur hans áfram á Akureyri og flutning-
ur vinni gegn þeim. Að auki er það skilj-
anlegt að bærinn bregðist við ef fækka
á störfum í sveitarfélaginu og einnig
kallað sérstaklega af innanríkisráðuneyt-
inu eftir áliti þeirra sem breytingarnar
snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðu-
neytinu fyrir þetta umræðuferli sem
hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna.
Einhverjir hafa svo kosið að blanda rök-
stuðningi bæjarins við fyrirhugaða upp-
byggingu höfustöðva Fiskistofu á Akur-
eyri þó svo að þessi mál tengist engan
veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns
eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, mið-
stöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best
heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa
er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um
stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum.
Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiski-
stofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima
á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrir-
tæki hér í bænum, mikil þekking á grein-
inni til staðar og eini háskólinn á land-
inu sem kennir og sinnir rannsóknum
í sjávar útvegsfræði. Með því að höfuð-
stöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum
við að stofnunin geti styrkst með það stoð-
kerfi sem til staðar er.
Þegar horft er til þess hvar opinber
stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki
lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuð-
borgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörð-
ur eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og
af þeim sökum teljum við að meira eigi að
gera í því að byggja upp opinbera þjónustu
á því svæði. Við teljum veruleg sóknar-
færi felast í því.
Höfuðstaður Norðurlands
STJÓRNSÝSLA
Eiríkur Björn
Björgvinsson
bæjarstjóri
Akureyrar
➜ Þegar horft er til þess hvar opin-
ber stjórnsýsla á að byggjast upp er
ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa
til höfuðborgarsvæðisins.
Fljótfærnin
Morgunblaðið og RÚV vöktu athygli
á því í gær að misræmis gætti á
milli þess sem segir um breytingu á
virðisaukaskatti í fjárlagafrumvarpinu
fyrir næsta ár og því sem kom fram í
glærukynningu Bjarna Benediktssonar
fjármálaráðherra þegar frumvarpið var
kynnt á blaðamannafundi í Salnum á
þriðjudagsmorgun. Upplýsingarnar í
glærukynningunni voru réttar. Fjármála-
ráðuneytið hefur þurft að vinna frum-
varpið með miklum hraða, enda
frumvarpið kynnt þremur vikum
fyrr en venja er. Það verður svo
ráðuneytisins að skýra hvort
hrein og bein fljótfærni hafi
valdið þessu misræmi
Áhyggjulaus prófessor
Stefán Ólafsson, prófessor
við Háskóla Íslands, hefur litlar
áhyggjur af gjaldeyrishöftum ef marka
má skrif hans á vefsíðu sína fyrr í
vikunni. Þar sagði hann að það væri í
góðu lagi þó það tæki einhvern tíma
að afnema gjaldeyrishöft, vegna þess
að gjaldeyrishöftin hafi tiltölulega litlar
afleiðingar fyrir hagvöxt og nýsköpun–
ef einhverjar. Stefán hefur látið fara vel
um sig í faðmi ríkisins stærstan hluta
sinnar starfsævi. Það er ekki að sjá að
hann hafi skilning á því að hér, eins
og annars staðar, byggist
velferð á að atvinnulífið
dafni.
Hvað með EES?
Stefán hefur reyndar líka
lítinn skilning á kröfum
sem gerðar eru til
þátttöku Íslands
í samstarfinu um Evrópska efnahags-
svæðið. Slíkt samstarf byggist meðal
annars á frjálsu flæði fjármagns. Þótt
fjármagnshöftin hafi hingað til ekki
haft nein áhrif á EES-samninginn, er
ekki víst að svo verði til lengdar. Í dómi
sem EFTA-dómstóllinn kvað upp þar
sem látið var reyna á lögmæti gjald-
eyrishafta var bent á að við þær alvar-
legu aðstæður sem sköpuðust á Íslandi
eftir hrun væru uppfyllt skilyrði fyrir
því að grípa til verndarráðstafana.
Nú þegar batamerki eru farin
að sjást í íslensku efnahags-
lífi og verðmæti íslenskrar
krónu á aflandsmarkaði
tekið að hækka, er spurning
hversu lengi er hægt að vísa í
verndarráðstafanir.
jonhakon@frettabladid.is
PI
PA
R\
TB
W
A
SÍ
A
Dagur rauða nefsins á RÚV
föstudagskvöldið 12. september.
F
járlagafrumvarpið var birt í upphafi vikunnar og verður
tekið til fyrstu umræðu í dag. Stærstu tíðindin eru
vafalaust hin svokallaða einföldun á skattkerfinu með
breytingum á virðisaukaskatti, afnámi vörugjalda og
hækkun barnabóta. Einföldun virðisaukaskattkerfisins
kemur fram í minnkun bils milli efra og neðra þreps skattsins,
ásamt fækkun undanþága. Þar hefur fimm prósenta hækkun á
matvæli vakið mesta athygli. Fjármálaráðuneytið segir þessar
ráðstafanir hækka ráðstöfunartekjur heimilanna um hálft
prósent. Breytingunni á virðisaukaskattkerfinu er ætlað að auka
skilvirkni þess og jafnræði milli
atvinnugreina. Afnám vöru-
gjalda er sagt eiga að vega þungt
á móti áhrifum af breytingum á
virðisaukaskattkerfinu.
Andstæðingar ríkisstjórnar-
innar halda því fram að með
þessum aðgerðum, auk undan-
genginna skattalækkana, sé
verið að nýta það svigrúm sem ríkið hefur til að koma til móts við
ríkasta fólkið í landinu og leggja frekari byrðar á þá efnaminni.
Hækkun matarskatts muni koma þungt niður á lágtekjufólki og
mótvægisaðgerðin – hækkun barnabóta – nái engan veginn að
mæta þeirri hækkun. Þar að auki nær hún ekki til þeirra sem eru
barnlausir, eldri borgara og öryrkja. Þá má að auki velta því upp
hvort niðurfelling vörugjalds sem og lækkun á efra skattþrepinu
muni raunverulega skila sér í lægra vöruverði.
Á móti hefur ríkisstjórnin bent á rannsóknir Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(AGS), þar sem fram kemur að tekjuhá heimili hagnast meira
en þau tekjulágu á lægra skattþrepi matvæla. Ekki nóg með það
heldur hefur AGS tekið sérstaklega á þessu máli hérlendis og bent
á að í samanburði við önnur OECD-lönd skili íslenska virðisauka-
skattkerfið miklum tekjum með litlum neikvæðum áhrifum á
atvinnustig og hagvöxt. Hins vegar draga óvenjulegar undan-
þágur og lágt neðra þrep úr þessu hlutleysi og tekjuöflunargetu.
AGS hefur þannig lagt til að eftir því sem aðstæður leyfa verði
þessi sérkenni lögð af og ljóst er að þessar breytingar á skatt-
kerfinu eru að nær öllu leyti í takt við þau tilmæli.
Eflaust hafa báðir aðilar eitthvað til síns máls. Hins vegar
verður að benda á að nánast öll umræða um þessar tillögur ríkis-
stjórnarinnar hefur snúist upp í rifrildi um það hvort fyrirhug-
aðar breytingar á skattkerfinu fullnægi kröfum um tekjujöfnun
í samfélaginu. Í því samhengi má ekki gleyma að því er víða
haldið fram, með nokkuð sterkum rökum, að almennt sé skatt-
kerfið afskaplega lélegt tæki til tekjujöfnunar. Flókið skattkerfi
dregur úr hagvexti og ljóst er að virðisaukaskattkerfið, með stóru
bili milli skattþrepa, gerir lítið annað en að auka líkur á undan-
skotum í sameiginlega sjóði. Vilji stjórnvöld bæta einhverjum upp
bág kjör er ákjósanlegra að gera það í gegnum bótakerfi heldur
en skattkerfi, þó hið síðarnefnda sé ekki útilokað. Kerfið verður
aldrei þannig að allir verði eins staddir, það er ekki hægt að miða
skattheimtuna þannig að enginn komi verr út úr henni. Vilji menn
koma til móts við þá tekjulágu í gegnum skattkerfið ætti mun
frekar að hækka persónuafsláttinn.
Þegar öllu er á botninn hvolft er það verðmætasköpunin sem
stendur undir þessu öllu. Skattkerfi þar sem allir skila sínu eykur
hagvöxt og gerir það að verkum að meira verður til skiptanna.
Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra.
Á að nota skattkerfið til tekjujöfnunar?
Allir skili sínu