Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 28
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Fiskistofa er hvorki stáss- stofa sem framreiðir sjáv- arrétti né vinnustofa sem framleiðir þá. Fiskistofa er stjórnsýslustofnun. Sú tilhneiging að kalla stjórn- sýslustofnanir „stofur“ eða „nefndir“ hljómar í eyrum fólks sem eitthvað lítið og „kósí“. Það fellur ágætlega að stefnunni sem boðar „báknið burt“. Stofnanir, stjórntæki hins opinbera, hafa fengið á sig neikvætt yfirbragð; þær þykja þung- lamalegar og seinvirkar. Þeir sem aftur á móti ekki vita betur gætu litið svo á að „stofur“ séu þægilegri og léttari við að eiga; að þær megi jafnvel „missa sín“, að það sé auð- veldara að leggja þær niður eða að staðsetning þeirra skipti engu máli. M.ö.o. hugtakið „stofa“ getur í hugum fólks „smættað“ starfsem- ina, þ.e. dregið úr réttmæti hennar. Umræðan um flutning Fiski- stofu til Akureyrar hefur nú verið einkavædd. Einkavæðing umræðu heitir það þegar látið er að því liggja að málið varði einungis ein- staklingshagsmuni; að málið snú- ist ekki um almannahagsmuni og því eigi almenn umræða um málið sem málefni samfélagsins ekk- ert erindi. Ekki skal gera lítið úr áhrifum flutnings Fiskistofu á hagi starfsfólks. Þar kemur fram kostn- aður sem oftast er vanreiknaður eða hreinlega undanskilinn. Slík- ur kostnaður fellur á einkaaðila, þ.e. einstaklinga og fjölskyldur. En flutningur Fiskistofu út á land snýst ekki bara um hagsmuni ein- staklinga. Almannahagsmunir Flutningur Fiskistofu snýst um brýna almannahagsmuni. Fiski- stofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hún ann- ast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og á þannig að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna. M.ö.o. starfsfólk Fiskistofu hefur eftirlit með nýtingu á sjáv- arafla landsmanna, þess- ari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar sem aðeins fáir hafa fengið réttinn til að nýta með fyrirkomu- lagi sem er svo umdeilt og mikið hitamál að upp úr sýður hvar sem kjarnann í þeirri stefnumótun ber á góma. Flutningur Fiski- stofu til Akureyrar snýst um það hvernig búið er að starfsemi þeirrar stofnun- ar sem fara á með eftirlit með nýtingu sjávarútvegsauðlind- arinnar sem er í eigu almennings. Um það snúast almannahagsmunir þessa máls og um það þarf umræða málsins að snúast, ekki bara í fjöl- miðlum, heldur á Alþingi. Við flutning Fiskistofu til Akur- eyrar magnast þær hættur sem opinbert eftirlit stendur ávallt frammi fyrir. Hætturnar magnast vegna þess að þær tengjast bein- línis stærð eða smæð þess samfé- lags sem eftirlitsstofnanir eru stað- settar í. Í fyrsta lagi, sérhæfðar stofnanir af þessu tagi þurfa stórt úrtak umsækjenda til að geta valið þá hæfustu úr stórum hópi hæfra umsækjenda. Við flutning úr fjöl- menni minnkar slíkt aðgengi. Í öðru lagi, eftirlitsstarf er ekki til vinsælda fallið. Til að sinna trú- verðugu eftirliti þarf ákveðna fjarlægð milli eftirlits og eftirlits- skyldra aðila, bæði faglega og pers- ónulega. Til lengdar verður þessi þáttur við að tryggja virkt og trú- verðugt eftirlit oft veruleg áskorun fyrir eftirlitsfólk sem þarf að við- halda slíkri fjarlægð og draga línu í sandinn á degi hverjum, bæði í leik og starfi. Hætturnar á veik- ingu eftir litsins eru raunveruleg- ar, lúmskar og eiga sér stoð í við- urkenndum rannsóknum. Meðvirkni Hugtakið „að fanga regluverkið“ (e. regulatory capture) er þekkt innan stjórnsýslufræðinnar og lýsir því hvernig eftirlitsskyldir aðilar hafa náð að fanga eftirlitið og þannig náð eftirlitinu á sitt vald. Þetta er þekkt í öllum samfélögum, stórum sem smáum. Hættan á slíkri yfir- töku eftirlits vex með smæð sam- félagsins. Þá á hugtakið „cognitive regulatory capture“ ef til vill betur við því smærra sem samhengið og eftirlitskerfið er. Þetta fyrirbæri lýsir því hvernig eftirlitsfólk, oft- ast ómeðvitað, gerir sýn eftirlits- skyldra aðila smám saman að sinni eigin sýn; samúðin byrjar að snúast um hagsmuni þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með. Slík meðvirkni grefur undan áhrifum eftirlits. Hættan á þessari þróun er því meiri eftir því sem faglegur skyld- leiki og bakgrunnur starfsfólks eftirlits og eftirlitsskyldra aðila er líkari. Hér geta opinber samskipti og skyldur verið í höndum fyrr- verandi skóla- eða vinnufélaga; fólks sem stundar sams konar frí- stunda- og áhugamál, hefur svip- aðan lífsstíl eða sækir sömu veit- ingastaði og menningarviðburði. Svigrúm til að viðhalda faglegri fjarlægð í persónulegri nálægð verður lítið. Félagslegur þrýstingur og einsleitni eru áleitnari í fámenni smærri samfélaga. Rökin um kosti nálægðar Fiskistofu við sjávarút- vegsdeild Háskólans á Akureyri eru hér umdeilanleg. Birtingarmynd yfirtöku eftirlits má m.a. sjá í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Ef stjórnvöld vilja sýna landsmönn- um dæmi um það hvernig læra má af því sem þar fór úrskeiðis, þá ætti umræðan um flutninginn á Fiskistofu til Akureyrar að snú- ast um aðalatriði málsins, þ.e. um almannahagsmuni og vandaða stjórnsýsluhætti. Nema því aðeins að þingheimur allur hafi meðtekið þá speki að það sé ekkert til sem heitir samfélag – aðeins einstak- lingar og misvelskilgreindir hópar einstaklinga. Fiskistofa: Stássstofa eða stjórnsýsla Umhverfisvitund er óvíða í heim- inum meiri en hjá Norðurlanda- búum. Mörg veltum við því dag- lega fyrir okkur hvernig við getum minnkað álagið á náttúruna og unnið gegn loftslagsbreytingun- um. En þrátt fyrir þessa jákvæðu staðreynd höfum við enn mikið verk að vinna áður en samfélag okkar getur talist sjálfbært og það á sannarlega við um hina ört vax- andi ferðamannaþjónustu. Vegna þessa hafa jafnaðarmenn í Norður- landaráði lagt til að komið verði á fót sérstakri norrænni umhverf- isvottun til að auðvelda og efla umhverfisvæn ferðalög um Norð- urlöndin. Einfaldar og skýrar merkingar er mikilvæg forsenda þess að neyt- endur geti með auðveldum hætti tekið umhverfisvænar ákvarð- anir í erli dagsins. Það má ekki vera flókið og tímafrekt að velja þann kost sem hefur minnst áhrif á umhverfið og viðskiptavinirn- ir eiga ekki að þurfa að rannsaka sjálfir hvaða áhrif varan eða þjón- ustan hefur. Ábyrgðin í þessum efnum liggur ekki síst hjá okkur stjórnmálamönnum enda er það okkar hlutverk að tryggja hags- muni neytenda og auðvelda þeim hversdaginn. Við jafnaðarmenn sjáum það einnig fyrir okkur að græna hag- kerfið skapi sífellt stærri hluta af framtíðarstörfum okkar og með sérstakri umhverfisvottun fyrir norræna ferðaþjónustu getum við tekið mikilvægt skref í þá átt að norræn ferðaþjónusta verði leið- andi í þessum efnum, í stað þess að dragast aftur úr. Norðurlandaráð hefur áður beitt sér fyrir norrænu umhverfismerki með góðum árangri, en norræna umhverfismerkið Svanurinn er í dag þekktasta umhverfismerkið í heiminum. Með auknum áhuga almennings á að nýta sér umhverf- isvænar vörur og þjónustu sjáum við síðan hvernig vaxandi fjöldi fyrirtækja á sífellt fleiri svið- um viðskiptalífsins vilja nú bæta umgengni sína við náttúruna með því að óska eftir Svansmerkingu. Stóreykur umhverfisvitund Jafnaðarmenn í Norðurlanda- ráði vilja koma á fót sambærilegu umhverfismerki fyrir ferðaþjón- ustuna. Með sama hætti og við getum í dag valið að kaupa Svans- merkt þvottaefni til að vernda umhverfið viljum við að í náinni framtíð getum við sem ferðamenn valið áfangastað eða upplifun sem er umhverfisvænsti kosturinn. Til- raunaverkefni hafa sýnt að þeir ferðaþjónustuaðilar sem vinna samkvæmt skýrum umhverfis- stöðlum sem slíku merki myndu fylgja geta með umtalsverðum hætti dregið úr neikvæðum áhrif- um sínum á umhverfið. Auk þess að auðvelda almenn- ingi að ferðast með umhverfis- vænum hætti myndi merkið því stórauka umhverfisvitund hjá fyrir tækjunum sjálfum og stuðla að jákvæðri þróun ferðaþjónust- unnar í átt til umhverfisvænni starfshátta. Umhverfisvernd og sjálfbærni yrði sett skörinni hærra innan ferðaþjónustunnar og slíkt starf gæti skapað umhverfisvott- uðum fyrirtækjum mikilvægt við- skiptaforskot. Norræn umhverfisvottun fyrir áfangastaði og upplifanir ferða- þjónustunnar gætu enn fremur stuðlað að auknum ferðamanna- straumi til Norðurlandanna. Sam- eiginlegt umhverfismerki gæfi okkur t.d. kost á að markaðssetja Norðurlöndin sem umhverfis- vænsta svæðið í Evrópu. Með því að undirstrika áherslu Norður- landanna á umhverfismálin gætum við því fjölgað heimsóknum ferða- manna og fjölgað störfunum, ekki síst á svæðum sem á undanförn- um árum hafa þurft að þola fólks- fækkun. Norræn umhverfisvottun fyrir ferðaþjónustuna og stóraukin áhersla hennar á sjálfbærni skap- ar því fleiri störf, grænni störf og gerir hversdaginn fyrir ferðamenn og samfélagið í heild umhverfis- vænni og grænni. Umhverfi svænni ferða- þjónusta á Norðurlöndum Í desember 2013 skip- aði innanríkisráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að endurskoða fjárhagsleg samskipti ríkis og Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Sá sem hér ritar hefði hald- ið að slíkur hópur myndi taka tillit til athuga- semda Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóð- anna, sem í úttekt sinni á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2012 gerði athugasemd við fyrir- komulag sóknargjalda á Íslandi. Nefndin taldi að íslensk stjórn- völd ættu ekki að leggja sóknar- gjöld á alla þegna óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag eða kjósi að standa utan þeirra. Í dag eru sóknargjöld ekki innheimt sérstaklega heldur litið svo á að þau séu hluti af almennum tekju- skatti, en álagning tekjuskatts er alveg óháð trúfélagaaðild. Því kemur á óvart að í frétt á heimasíðu innanríkisráðuneyt- is frá 5.9. um tillögur starfs- hópsins kemur ekkert fram um hugsanlegar breytingar á þessu kerfi. Einungis er talað um að hækka þurfi þær upphæðir sem renna úr ríkissjóði til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, til að leiðrétta fyrir skerðingu þessara gjalda til jafns við aðra aðila „sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum“. Í frétt á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má lesa meira um vinnu starfshóps- ins, en þar stendur: „Starfshóp- urinn telur að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í gildandi lögum um sóknargjöld hafi stað- ist tímans tönn. Það sé farsælt bæði fyrir ríki og kirkju þar sem það skapi stöðugleika í fjármögn- un sókna og sé einfalt í fram- kvæmd.“ Hvernig það geti talist hag- stætt fyrir ríkið að þurfa að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkj- unnar og fjölda misgáfulegra trú- félaga úr ríkissjóði er erfitt að sjá. Eðlilegra væri að trúfélög, líkt og önnur félög sem vilja kalla sig sjálfstætt starfandi félög, inn- heimti sín félagsgjöld sjálf, en fái þau ekki greidd úr ríkissjóði. Ef hins vegar ríkið og trúfélög vilja að ríkið annist innheimtu sókn- argjalda ætti ríkið að innheimta slík gjöld sem nefskatt á þá sem skráðir eru í trúfélög, en ekki líta svo á að sóknargjöld séu innifal- in í almennri skattheimtu á alla þegna, líkt og hver önnur ríkis- rekin þjónusta. Af hverju ekki nefskattur? FJÁRMÁL Einar Karl Friðriksson ráðgjafi FERÐAÞJÓNUSTA Helgi Hjörvar, Íslandi Per Rune Henriksen, Noregi Sjúrður Skaale, Færeyjum Ann-Kristine Johansson, Svíþjóð Per Berthelsen, Grænlandi jafnaðarmenn í Norðurlandaráði STJÓRNSÝSLA Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir lektor í opin- berri stjórnsýslu við Stjórnmálafræði- deild HÍ ➜ Umræðan um fl utning Fiskistofu til Akureyrar hefur nú verið einkavædd. ➜ Hvernig það geti talist hagstætt fyrir ríkið að þurfa að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar og fjölda misgáfulegra trúfélaga úr ríkissjóði er erfi tt að sjá. Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og fram- leiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfald- ari og skilvirkari. Neyt- endur munu enn fremur njóta minnkandi kostn- aðar við innheimtu vöru- gjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisauka- skatts vegna vinnu á byggingar- stað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu ára- mót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skatts- ins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á mat- væli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skatt- lagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt inn- heimtu ógegnsærra og óskil- virkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verð- lag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða. Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vöru- gjalda enda byggði sú skattlagn- ing á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil von- brigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisauka- skatti vegna vinnu á byggingar- stað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikil- vægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrum- varpi stendur til að lækka endur- greiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitar- félaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opin- berra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endur- greiðsluna í almennri bygginga- starfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikil- vægur hvati þess að hafa öll við- skipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Sam- taka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikil- væg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott sam- starf við stjórnvöld um næstu skref. Breytingar á neyslu- sköttum – mikil- vægt skref í rétta átt SKATTAR Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins ➜ Einfaldara og skilvirkara skatt- kerfi hefur frá upp- hafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.