Fréttablaðið - 11.09.2014, Síða 34
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34
➜Kjarnorku-
sprenging-
arnar á Japan
voru ekki
lokabombur
síðari heims-
styrjaldar-
innar, þær
mörkuðu
miklu fremur
upphafsskot
kalda stríðsins
gegn Sovét-
ríkjunum.
„Japanir voru reiðubúnir
til þess að gefast upp og það
var alls ekki nauðsynlegt
að ráðast á þá með þess-
um hræðilega hlut.“ Þessi
orð Dwights Eisenhower,
þáverandi yfirhershöfðingja
og síðar forseta Bandaríkj-
anna um kjarnorkuárásina
á Japan, má lesa í Smithson-
ian-safninu í Washington, en
sýning safnsins um árásina
olli miklum deilum í land-
inu þegar hún var sett upp
fyrir tæpum 20 árum. Hægrisinn-
arnir vildu halda í gömlu, opinberu
söguskýringuna.
Það er alkunna að í gegnum tíð-
ina hefur verið reynt að gera ýmsar
„söguskýringarnar“ eða réttara
sagt pólitískar sögulegar afbakanir
að „sögulegum staðreyndum“ – hag-
ræða sannleikanum, sleppa ákveðn-
um staðreyndum og fela raunveru-
legan tilgang átaka eða aðgerða. Ég
gæti nefnt mörg dæmi og ófá má sjá
í sögubókum sem lesnar eru í skól-
um, eða í fjölmiðlum. Ein þeirra er
að kjarnorkusprengjum hafi verið
varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945
og Nagasaki þremur dögum síðar
í því skyni að binda enda á seinni
heimsstyrjöldina með sem minnst-
um fórnarkostnaði þar eð innrás í
landið hefði kostað hundruð þús-
unda mannslífa, er fullyrt. Talið er
að þarna hafi a.m.k. 200.000 fallið.
Þessi staðhæfing er fjarri raunveru-
leikanum. Japönsk stjórnvöld voru
reiðubúin til uppgjafar tæpum mán-
uði fyrr, í júlí, með ákveðnum skil-
málum þó; nákvæmlega sömu skil-
málum og fallist var á við uppgjöf
þeirra 14. ágúst. Þetta er sögulega
óvefengjanlegt.
Þegar leið að lokum styrjald-
arinnar var Japan rjúkandi rúst;
iðnaðarframleiðsla hafði
nær stöðvast. Japan var
innikróað – engin við-
skipti voru við önnur lönd;
um 90% kaupskipaflotans
voru eyðilögð og hin 10%
föst við bryggju í Japan.
Einungis 10% sjóhersins
voru enn nothæf. Í mars
varpaði Bandaríkjaher
napalmsprengjum á fjórar
borgir, Tókýó, Osaka, Kobe
og Nagoya. Í Tókýó féllu á
einni nóttu 80.000 manns
og 1 milljón varð heimilislaus –
hver borgin á fætur annarri var
nú sprengd í tætlur, þó voru fjórar
borgir, þar á meðal Hiroshima og
Nagaski, skildar eftir – í bili!
Höfnuðu skilmálunum
Því var það að Japansstjórn fór
fram á það við Sovétríkin, sem stóðu
enn utan við Kyrrahafsstríðið, að
þau hefðu milligöngu um friðarvið-
ræður við Bandaríkjastjórn. Stalín
greindi Truman og Churchill frá
þessu á fundi þeirra þriggja í Pots-
dam 17. júlí – raunar vissi Banda-
ríkjastjórn þegar af tillögunni 13.
júlí, því leyniþjónustan hafði leyst
dulmálslykil Japana. Eina skilyrð-
ið sem Japansstjórn setti var um
áframhaldandi fullveldi landsins
og að Hirohito keisari héldi völdum.
Truman og Churchill höfnuðu skil-
málunum og kröfðust 26. júlí upp-
gjafar án nokkurra skilmála. Eftir
að sprengjunum var varpað sam-
þykkti Bandaríkjastjórn (14. ágúst)
uppgjöf Japana með sömu skilyrð-
um og áður hafði verið hafnað.
Daginn áður en Stalín lagði fram
tillögu Japana fékk Truman skeyti
þar sem á stóð: „It‘s a boy!“ Enginn
vissi í raun, hvort sprengjan myndi
virka fyrr en „velheppnuð“ tilraun
hafði verið gerð í New Mexico þann
sama dag. Samstundis var flogið
með tvær sprengjur í flotastöð við
Kyrrahaf, tónninn gagnvart Sovét-
ríkjunum gerbreyttist en ætlunin
var að þau hæfu innrásina í Japan.
Nú var allt klárt á síðustu stundu
fyrir alvöru tilraun þar sem ekki
hafði verið gerð loftárás!
Ekki lokabombur
Kjarnorkusprengingarnar á Japan
voru ekki lokabombur síðari heims-
styrjaldarinnar, þær mörkuðu
miklu fremur upphafsskot kalda
stríðsins gegn Sovétríkjunum. Þær
voru sprengdar í tilraunaskyni og
til þess að sýna Sovétríkjunum og
öðrum þjóðum að öflugt drápstæki
hafði verið þróað og framleitt og
eins að Bandaríkin hefðu fullan
hug á að beita þessu vopni þegar
þurfi þætti. Bandaríkjastjórn hófst
þegar handa við að búa til lista yfir
20 mikilvægustu staðina í Sovétríkj-
unum til kjarnorkuárása. Kjarn-
orkuvopn hafa gegnt lykilhlutverki
í hótunum Bandaríkjastjórnar gagn-
vart alþýðu í öllum heimshlutum
síðustu ártugina – m.a. þjóðum sem
hafa risið upp gegn hagsmunum
fámennrar ráðastéttar í landinu.
Truman hótaði að beita kjarn-
orkuvopnum gegn Sovétríkjunum
þegar árið 1946. Eisenhower endur-
tók leikinn gagnvart Kína og Sovét-
ríkjunum í tímum Kóreustríðsins.
Eftir sögulegan ósigur Frakka við
Dien Bien Phu árið 1954 í frelsis-
stríði Víetnama velti Eisenhower
því alvarlega fyrir sér að nota
kjarnorkuvopn. Hann hótaði líka
að beita þeim gegn Sovétríkjunum
1956 ef þau kæmu Egyptalandi til
aðstoðar í kjölfar innrásar Breta,
Frakka og Ísraels í landið – sama
ógnun var viðhöfð í deilunni um
Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir
UTANRÍKISMÁL
Gylfi Páll Hersir
áhugamaður um
það sem gerist í
heiminum
stöðu Berlínar 1959. Kennedy hótaði
að gera kjarnorkuárás á Kúbu 1962
ef sovéskar eldaflaugar yrðu ekki
fluttar brott af eyjunni. Í viðtali við
tímaritið Time viðurkenndi Nixon
að hafa íhugað að beita kjarnorku-
vopnum m.a. árið 1969 gegn Norð-
ur-Víetnam, 1971 gegn Kína og 1973
gegn Sovétríkjunum í stríði Egypta
og Ísraels.
Bandaríkjastjórn vill ákveða
hvaða þjóðir eru nógu fínar til þess
að eiga kjarnorkuvopn og hverjar
ekki. Ísrael sem þessa daga frem-
ur fjöldamorð á saklausu fólki í
Palestínu ræður yfir kjarnorku-
vopnum, þótt stjórnvöld vilji ekki
viðurkenna það – það finnst stjórn-
völdum í Bandaríkjunum í góðu
lagi.
stórt!
Fyrir þá sem hugsa
Áskrifendur 365 fá allt
að 50% afslátt hjá fjölda
fyrirtækja og verslana.
fylgir
Með þessum fá allir í
fjölskyldunni eitthvað við hæfi
– allir sáttir!
Internet og heimasími fylgir
Stóra pakkanum
14 stöðvar
Internet og heimasími 0 kr.
Stóri pakkinn ber nafn með rentu enda sameinast Skemmtipakkinn og
Sportpakkinn í þessum frábæra og fjölbreytta pakka. Grín, spenna, rómantík,
fréttir, barnaefni og allt það besta úr heimi íþróttanna, eitthvað fyrir alla í
Stóra pakkanum – á frábæru verði.
17.490 kr.