Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 36
FÓLK|TÍSKA
VILL VITA
MEIRA
„Það fer mikið
fyrir brjóstið á mér
hve margar flíkur í
tískuvöruverslun-
um eru framleidd-
ar í verksmiðjum
þar sem kjör eru
bág og aðstæður
eru hræðilegar. Því
miður eru upplýs-
ingar um hvar og
hvernig flíkurnar
eru framleiddar oft
takmarkaðar.“
Ég hef gaman af því að ögra hinu hefðbundna og upplifi mig stundum eins og hálfgerðan
eilífðarungling,“ segir Tanja Huld Levý
Guðmundsdóttir, fata- og textílhönn-
uður, þegar Fólk forvitnast um fatastíl
hennar. Stíll Tönju einkennist af afslöpp-
uðum sniðum og skipulögðu kaosi og
hún leikur sér að því að setja saman liti
og munstur til að fá óvænta niðurstöðu.
„Mér finnst líka algjört skilyrði að fötin
séu þægileg.“
Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
„Ég get ekki sagt að ég eigi tískufyrir-
mynd hvað útlitið varðar en ég held
að tvær af mínum helstu fyrirmyndum
tengdar hönnun og list séu Walter Van
Beirendonck og Björk. Þegar ég var 8
ára dagdreymdi mig um að vera vin-
kona Spice Girls en nú dreymir mig um
að vera vinkona herra Beirendoncks.
Hann er svo mikill frumkvöðull á sviði
fatahönnunar. Mér finnst líka stórkost-
legt að sjá hvernig Björk vinnur með
konsept. Ég táraðist af aðdáun þegar
ég horfði á When Björk Met Atten-
borough.“
Hvaðan færðu innblástur?
„Það er síbreytilegt en mér finnst mjög
áhugavert að rannsaka eitthvað sem
mun koma mér á óvart, til dæmis fyrir-
bæri sem við sjáum ekki með berum
augum. Ég laðast að hlutum sem mér
finnst fallegir og ljótir á sama tíma.
Það skapar einhvers konar óvissu og
spennu og niðurstaðan verður óvænt.“
Bestu og verstu kaupin?
„Það fer mikið fyrir brjóstið á mér
hvað margar flíkur í tískuvöruversl-
unum eru framleiddar í verksmiðjum
þar sem kjör eru bág og aðstæður eru
hræðilegar. Því miður eru upplýsingar
um hvar og hvernig flíkurnar eru fram-
leiddar oft takmarkaðar. Ég reyni mitt
besta til að vera meðvituð um þetta og
bera virðingu fyrir flíkum sem ég kaupi.
Verstu kaupin eru í öll þau skipti sem
ég keypti flíkur úr lélegum og óþægileg-
um efnum sem entust illa vegna lélegra
gæða.
Bestu kaupin sem ég hef gert er
þegar ég verslaði í Antwerpen og keypti
flíkur eftir hönnuðinn Bernhard Will-
helm og merkið Moonspoonsaloon,
sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, á
spottprís miðað við hvað gengur og
gerist. Síðustu helgi gerði ég líka mjög
góð kaup í Kolaportinu og keypti sól-
gleraugu á 500 krónur. Mér líður alltaf
eins og maður sé hálfósýnilegur með
sólgleraugu, eins og fólk þekki mann
ekki þegar augun eru hulin. Þessi sól-
gleraugu eru enn betri, gefa manni
ný augu og þar af leiðandi nýtt dular-
gervi.“
Hvaða hönnuður er í uppáhaldi?
„Uppáhaldshönnuðirnir mínir eru
Walter Van Beirendonck, Bernhard Will-
helm, Meadham Kirchhoff, Jeremy Scott
og uppáhaldsmerkin mín eru Kenzo,
KTZ og Moonspoonsaloon.“
Er einhver flík skápnum í uppáhaldi?
„Það eru flíkurnar sem gleðja mig mest,
til dæmis Oprah-peysan mín, broskalla-
bolurinn minn og prjónaðar gylltar
buxur með froskamynstri hannaðar af
Bernhard Willhelm. Síðan er risastóra
Mundapeysan mín með blóðkorna-
munstri alltaf í uppáhaldi á veturna.“
Hvað er annars að frétta?
„Allt meiriháttar gott. Þetta er búið að
vera frábært og viðburðaríkt sumar en
ég var svo heppin að fá að taka þátt í
nokkrum skemmtilegum verkefnum. Til
dæmis að vera með í sýningu á LungA
á Seyðisfirði ásamt listakonunni Kol-
brúnu Þóru Löve. Ég tók einnig þátt
í verkefninu Torg í biðstöðu ásamt
vöruhönnuðunum Ólöfu Rut Stefáns-
dóttur og Ágústu Sveinsdóttur þar sem
við hönnuðum risastórt hengirúm og
rólur og buðum upp á útibíó á Bern-
höftstorfunni. Á Menningarnótt var ég
einnig með verk á sýningunni „Gakktu
í Bæinn“. Næst á döfinni er að safna
fyrir draumaferð til Japans í lok árs, til
að kanna tísku- og textílmarkaðinn þar
og hitta fatahönnuð sem starfar í Japan
og er einnig kennari í Bunka Fashion
College sem er einn virtasti skólinn á
sviði fatahönnunar. Ég verð bara að
halda nokkrar tombólur fyrst til að láta
drauminn rætast.“
EILÍFÐARUNGLINGUR
TÍSKA Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður, er tilrauna-
glöð í lita- og munstursamsetningum þegar hún velur saman föt á morgnana.
BESTU KAUPIN Í KOLAPORTINU „Mér líður
alltaf eins og maður sé hálfósýnilegur með sól-
gleraugu, eins og fólk þekki mann ekki þegar
augun eru hulin.“
TILRAUNAGLÖÐ Tanja
Huld Levý Guðmunds-
dóttir, fata- og textíl-
hönnuður, hefur gaman
af því að ögra hinu hefð-
bundna í fatavali.
MYND/VALLI
NÝIR KJÓLAR OG SKOKKAR
Sjá fleiri myndir á
30% AFSLÁTTUR
Kjóll áður 17.990
nú 12.590 kr.
Kjóll áður 14.990
nú 9.990 kr.
- Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið -
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn:
Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á
landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman
á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik
og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa,
frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé
nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem
skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var
mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8-22
Magnús Jónsson
fv. veðurstofustjóri
Umsögn:
S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð
vel u dir væntingum þar sem fjölmargir ke ar komu að kennslun i og
áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og
ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er
og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og
fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila.
Námi efur mikla atvinnumöguleika og spennandi tí r eru framundan.
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum
Útsölustaðir: Fjöldi apóteka, Heilsuver, Fjarðarkaup, Hagkaup,
Heilsuhornið Blómaval, Heimkaup og Sportlíf