Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 38

Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 38
FÓLK|TÍSKA Margir hafa verið duglegir að nýta sólargeislana í sumar og hafa jafn- vel brunnið sem er alls ekki gott fyrir húðina. Einnig geta litabreytingar orðið á húðinni og brúnir litaflekkir myndast í henni. „Mjög gott er að nýta haustið í að endurnýja og næra húðina eftir sumarið og sólina,“ segir Þórey Gyða Þráinsdóttir, snyrtifræðingur á Snyrtistofunni Verði þinn vilji. „Til eru sér- stakar meðferðir og krem sem vinna á svona litabreytingum í húð og hafa hjálpað mörgum að ná góðum árangri. Eftir sumarið getur verið nauðsynlegt að gefa húðinni smá styrkingu með and- litsbaði eða góðum kremum sem gefa húðinni þann raka og nær- ingu sem hún þarf. Húðin getur orðið mjög þurr eftir sumartím- ann, sérstaklega ef fólk var mikið í sól og bar ekkert á hana.“ HÚÐHREINSAR ÞURRKA Þórey nefnir einnig að margir hreinsar sem fólk notar til að hreinsa húðina geti verið mjög þurrkandi. Þá sé gott að athuga að á haustin og veturna þurfi húðin meiri raka og næringu en á vorin og sumrin. „Það eru til hreinsar sem gefa húðinni raka um leið og þeir hreinsa. And- litsskrúbbar og -maskar eru líka mjög góð viðbót við andlitslín- una á haust- og vetrarmánuðum. Með andlitsskrúbbnum er verið að taka í burtu dauðar húð- frumur, þegar þær eru fjarlægðar komast kremin dýpra ofan í húð- ina og virkni þeirra verður þar af leiðandi meiri. Andlitsmaska er gott að nota einu sinni til tvisvar í viku eftir þörfum. Rakamaska og maska fyrir viðkvæma húð eins og til dæmis rósroða má nota oftar, jafnvel daglega, ef fólki finnst þörf á. Fólk á það líka HUGAÐ AÐ HÚÐINNI HÚÐUMHIRÐA Haustið er komið og óhætt að pakka niður þeim örfáu sumar- plöggum sem dregin voru fram á meðan blíðan varaði. Með árstíðabreyting- unum þarf bæði að huga að breyttum klæðnaði og að hugsa betur um húðina. OPTIMUM PROTECTION CREAM Þetta er krem sem allir ættu að eiga og nota allt árið. Það er nærandi og endurnýjar húð- ina og ver hana gegn ótímabærri öldrun. Ver húð- ina gegn UVA- og UVB-geislum sólarinnar. HÚÐMEÐFERÐ Þórey segir gott að nota haustið í að næra húðina og hlúa að henni. MYND/ANTON SKIN ELIXIER Þetta er eitt okkar allra vin- sælasta krem og ég myndi segja að þetta væri fullkomið krem fyrir vetur- inn. Það er nær- andi og græðandi og hentar öllum, jafnt fullorðnum sem börnum. Mjög gott á bruna, exem, mikinn þurrk og útbrot. til að vera viðkvæmt í húðinni eftir sumarið sérstaklega ef hún hefur orðið fyrir smá bruna,“ segir Þórey. EKKI RAKAKREM Í FROSTI Yfir vetrarmánuðina þarf að hugsa sérstaklega vel um húðina en það er versti tíminn fyrir hana vegna kuldans og frostsins sem er svo þurrkandi. „Þegar fer að frysta þá má alls ekki fara út með einungis rakakrem á húð- inni því eins og við vitum flest þá frýs vatn og í rakakremum er nóg af vatni. Því er mjög gott að skipta og nota feitari krem sem vernda húðina betur í kulda og frosti.“ Hún segir gott að nota amp- úlur sem skyndilausn þegar húðina vantar raka. „ Meðferð í ampúluformi getur verið mjög árangursrík enda krem- inu pakkað í umbúðir áður en súrefni kemst að því. Alls kyns meðferðir má fá á þessu formi en sérstaklega gott getur verið fyrir fólk með viðkvæma húð að nota þær.“ MUNIÐ EFTIR AUGUNUM Augun eiga það til að gleym- ast allt of oft að sögn Þóreyjar. „Húðin í kringum augun er mjög viðkvæm og því mikilvægt að passa vel upp á hana. Það er gott að geyma augnkrem í kæli til að bera á þrútin augu eftir erfiðan dag. Til eru nokkrar gerðir af augnkremum, krem sem vinna á hrukkum og línum og svo krem sem vinna á dökkum baugum og þrota í kringum augun.“ ETHNICRAFT bakkar Verð frá 17.500 kr. Margar gerðir LUCA stólar Verð 45.000 kr. GEORGINA hægindastóll 79.000 kr. TEKK COMPANY OG HABITAT KAUPTÚN 3 SÍMI 564 4400 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Gerum hús að heimili NÝJAR VÖRUR! Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.