Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 40

Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGHaust- og vetrartíska FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson. Kolli@365.is, s. 512-5449 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. www.rfa.is – Skráning stendur yfir námskeið Men fyrir mömmur Bjartey Ásmundsdóttir var orðin leið á því að geta ekki gengið með hálsmen því sonur hennar átti til að toga í þau og stinga upp í sig. Hún ákvað að búa sjálf til men sem væru úr náttúrulegum efnivið og þannig hættulaus fyrir strákinn. Síðastliðinn vetur var ég að tala við samstarfskonu mína og hún var að sýna mér fal- legt hálsmen. Þar sem drengur- inn minn var aðeins sex mánaða sagði ég henni að ég væri löngu búin að gefast upp á að nota háls- men líkt og margar ungamömmur enda stinga börnin öllu upp í sig sem þau ná taki á. Sumir hlutir í hálsmenum geta verið hættulegir og svo geta menin auðvitað slitnað sem er óskemmtilegt,“ segir Bjart- ey. Hún minntist á það við sam- starfskonu sína að líklega þyrfti hún bara að útbúa sterka keðju til að bera um hálsinn og jafnvel hengja í hana dót fyrir drenginn að leika við. Þó þetta væri sagt í gríni vaknaði þarna hugmynd sem Bjartey ákvað að þróa áfram. „Mig langaði að búa til hálsmen fyrir mæður ungbarna.“ Slitsterk men „Ég fór á netið, leitaði upplýs- inga og efniviðar. Ég fann ýmis- legt skemmtilegt sem ég pantaði og fór svo bara að föndra,“ segir Bjartey sem fljótt varð gagntek- in af föndrinu. „Þá fór ég að búa til men fyrir fleiri en sjálfa mig,“ segir hún glaðlega. Bjartey velur aðeins slit- sterk og skaðlaus efni í menin. „Ég nota viðarhringi og silí- k onperlur. Hringirnir eru óunnir og aðeins búið að bera á þá ólífuolíu og lífrænt býflugnavax.“ Bjartey segist litla reynslu hafa haft af skartgripagerð fram að þessu. Hún er tækni- teiknari að mennt og vinn- ur hjá verkfræðistofunni Verkís þó hún sé nú í árs námsleyfi. „Ég hef alltaf verið teiknandi og var á myndlistarbraut í framhaldsskóla en þetta er frumraun mín á skartgripasvið- inu.“ Rúmenskt hjarta Menin ka l lar Bjartey „Inima“ en það þýðir hjarta á rúm- ensku. Maður Bjart- eyjar er frá Rúmeníu og þar kynntist hún honum. „Mér fannst nafnið eiga vel við þar sem menin liggja við hjartað á manni,“ segir hún. Bjartey hefur mikið skrautskrifað í gegn- um árin og hvert men merkir hún með brenni- penna, bæði með merki Inima en einn- ig skrifar hún nöfn barna á hringina ef óskað er. Bjartey held- ur úti Facebook- síðu undir nafn- inu Inima. Hægt er að skoða men Bjarteyjar á Facebook undir Inima. Bjartey með yngri syni sínum, Elíasi Davíð, sem er mjög hrifinn af mömmumeninu og leikur sér oft að því í fangi móður sinnar. MYND/STEFÁN Það er enginn hægðarleikur að fylgjast með tískunni og þeim straumum og stefnum sem ríkja hverju sinni. Tískutímaritið Vogue tekur reglulega saman lista yfir það sem er heitt og kalt hverju sinni. Listinn fyrir veturinn er á þessa leið: Heitt&kalt SANDALAR FYLLTIR HÆLAR NIÐURÞRÖNGAR GALLABUXUR ÚTVÍÐAR BUXUR NEONLITIR OG SÍMUNSTRAÐAR FLÍKUR DRUNGALEGIR LITIR; TIL DÆMIS SANDLITUR, MOSAGRÆNN OG RAUÐFJÓLUBLÁR HIPHOPFATNAÐUR, ÍÞRÓTTASKÓR, MERKTIR STUTTERMA BOLIR OG SPORTLEGIR JAKKAR ÚR GLANSEFNI EINSTAKAR HÖNNUNARFLÍKUR, ÚTSAUMUR OG ÓRÆÐ MUNSTUR MAGABOLIR HNÉSÍÐAR PRJÓNAFLÍKUR, SÍÐAR ERMAR, HERÐA OG PEYSUSLÁR MISLITT HÁR. TIL DÆMIS AFLITUN Í RÓT OG DÖKKIR ENDAR NÁTTÚRULEGIR LITIR, HEILBRIGT HÁR, SÓLARSTRÍPUR Tommy Hilfiger er einn þeirra sem boða útvíðar buxur. Neonlitir eru á undanhaldi. Drungalegri tónar taka við.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.