Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 56
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36 MERKISATBURÐIR 1755 Mikill jarðskjálfti ríður yfir Norðurland með skriðuföllum og sprungumyndunum. Tveir bátar farast í flóðbylgju frá skjálft- anum. 1973 Herinn undir forystu Aug- ustos Pinochet herforingja rænir völdum í Chile með leynilegum stuðningi Bandaríkjanna. 2001 Um þrjú þúsund manns far- ast í hryðjuverkaárás í Banda- ríkjunum. Tveimur breiðþotum er flogið á Tvíburaturnana í New York og einni á Pentagon í Virg- iníu. Fjórða þotan sem rænt er hrapar til jarðar í Pennsylvaníu. 2003 Anna Lindh, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, deyr á sjúkrahúsi daginn eftir að ráðist er á hana í verslunarmiðstöð. TÍMAMÓT Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna fráfalls BRYNJÓLFS GARÐARSSONAR matreiðslumeistara, Flyðrugranda 4, 107 Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameinslækningadeildar Landspítalans 11E og líknardeildarinnar í Kópavogi. Jón Eldar Brynjólfsson Brynhildur Brynjólfsdóttir og Garðar Valdimarsson Ingibjörg Garðarsdóttir Valdimar Garðarsson Arnór Normann Davíðsson Garðar Normann Davíðsson Elva Björk Normann Davíðsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS RAFNS EIÐSSONAR Gullsmára 5, Kópavogi. Gyða Ingólfsdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR frá Neðri-Lækjardal, síðast til heimilis að Húnabraut 40, andaðist þann 3. september á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hennar fer fram þann 13. september kl. 14.00 frá Blönduóskirkju. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Jakob Þór Guðmundsson Sigurbjörg Auður Hauksdóttir Ellert Karl Guðmundsson Birna Sólveig Lúkasdóttir Óskar Páll Axelsson og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA SÆBERG lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 5. september. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. september kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Alzheimersamtökin njóta þess. Jóhanna Guðbjörnsdóttir Kristján Kristjánsson Árni Sæberg Margrét Sæberg Þórðardóttir Skúli Guðmundsson Valgerður Snæland Jónsdóttir Guðmundur Hallbergsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR JÓNSSON Grænumörk 2, Selfossi, lést 8. september. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 13. september klukkan 11.00. Aðalheiður Ólafsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Guðmundur Teitsson Ólafía Margrét Guðmundsdóttir Ingunn Guðmundsdóttir Kristinn G. Kristinsson Sigrún Guðmundsdóttir Sigurjón V. Jónsson Kristín Guðmundsdóttir Magnús B. Erlingsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ, lést föstudaginn 5. september síðastliðinn í faðmi fjölskyldunnar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 11. september, kl. 15.00. Ólafur Guðmundsson Elva Ösp Ólafsdóttir Íris Eik Ólafsdóttir Bjarni Hólmar Einarsson og ömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR EYVINDSDÓTTUR frá Útey, Laugardal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug. Páll Stefánsson Stefán Pálsson Sigrún Lilja Jónsdóttir Katrín Pálsdóttir Ásgeir Árnason Jónína Pálsdóttir Guðjón Kolbeinsson Páll S. Pálsson Birna Huld Helgadóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS ESTER EYJÓLFSDÓTTIR Vallartröð 10, Kópavogi, lést á líknardeild LSH föstudaginn 5. september. Útförin fer fram frá Kópavogs- kirkju mánudaginn 15. september kl. 13.00. Ingimar G. Jónsson Valgerður Ingimarsdóttir Andrés Indriðason Jón Ingimarsson Kristín H. Traustadóttir Eyjólfur Ingimarsson Margrét Á. Gunnarsdóttir Guðrún Hrönn Ingimarsdóttir Gunnar Hauksson barnabörn og barnabarnabörn. Um þrjú þúsund manns létu lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum þennan mánaðardag árið 2001. Hryðju- verkamenn rændu fjórum farþegaþotum á flugi yfir austurströnd Bandaríkjanna. Tveimur þeirra var flogið á World Trade Cent er-tvíburaturnana í New York, einni var flogið á Pentagon-bygginguna í Arlington-sýslu í Virginíu og ein hrapaði í Somerset-sýslu í Pennsylvaníu eftir átök um borð milli farþega og flugliða við hryðjuverkamennina. Báðir turnar World Trade Center hrundu til grunna og miklar skemmdir urðu bæði á nærliggjandi byggingum og á Pentagon. Árásirnar höfðu mikil áhrif á alþjóða- samfélagið. Eftir þær hófu Bandaríkja- menn stríð gegn hryðjuverkum, réðust inn í Afganistan og steyptu þar talíbana- stjórninni af stóli og tveimur árum seinna í Írak. Hlutabréfamörkuðum vestanhafs var lokað í viku. Þegar viðskipti hófust aftur mánudaginn 17. september féll Dow Jones-vísitalan um 7,1 prósent. ÞETTA GERÐIST: 11. SEPTEMBER 2001 Tvíburaturnarnir í New York féllu „Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garð- yrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirð- inum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfs- aldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósan- legasta fyrir augað. „Ég var garðyrkju- stjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinn- ing að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einn- ig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokka- bandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spil- aði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreið skífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveit- um allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síð- ustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vina- legt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöld- stillurnar eru góðar.“ sveinn@frettabladid.is Nóg að gera eft ir að starfsferlinum lauk Ásthildur Cesil Þórðardóttir er sjötug í dag. Starfsferill hennar var helgaður fegrun Ísafj arðarbæjar. Fyrir skömmu hætti hún störfum en hefur haft nóg fyrir stafni síðan. AFMÆLISBARNIÐ Ásthildur Cesil hefur lagt mikla rækt við bæði tónlist og garðyrkju síðustu áratugi. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.