Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 62
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 „Við ætlum að taka hátt í tíu lög, gamla standarda frá 1930 til 1950,“ segir Reynir Sigurðsson víbrafón- leikari um efnisvalið á hádegistón- leikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, föstudag. Um nýja tónleikaröð er að ræða sem nefnist Jazz í hádeginu og Reynir ætlar að ríða á vaðið ásamt nokkrum félögum. Hann leiðir kvartett sem skipaður er Hauki Gröndal sem leikur á altsax og klarínett, Gunnari Hilmarssyni á rythmagítar og Leifi Gunnars- syni sem leikur á kontrabassa og er jafnframt listrænn stjórnandi dag- skrárinnar. Leifur orðar það svo að kvartettinn muni „töfra fram tóna frá meisturum gullaldarinnar“. Eitt laganna sem leikið verður er Memories of you og Reynir á fallega sögu um það. „Louis Arms- trong fór í stúdíó með hljómsveit sína 16. október 1930. Trommu- leikarinn í þeirri sveit, Lionel Hampton, sá víbrafón úti í horni í stúdíóinu og gat ekki leynt áhuga sínum á hljóðfærinu og fór að spila þetta lag, Memor ies of you. Louis Armstrong varð svo hrifinn að hann bað Hampton að nota víbrafóninn í upptökunni og sagan segir að það hafi verið í fyrsta sinn sem víbrafónn var notaður í djassi.“ Hádegistónleikarnir í Gerðubergi standa frá 12.15 til 13. Hver efnisskrá verður flutt tvisvar, frumflutt á föstudegi og endurtekin á sunnudegi. gun@frettabladid.is Stefnum að ánægju- stund í hádeginu Jazz í hádeginu er ný tónleikaröð í Gerðu bergi sem hefst á morgun, 12. september. Reynir Sigurðsson víbra fónleikari leiðir þar swing-kvartett. VÍBRAFÓNLEIKARINN Reynir Sigurðsson ætlar að kynna djass fyrir almenningi. MYND/ÚR EINKASAFNI „Kameljón er fyrsti einleikurinn minn og það var mikil áskorun að takast á við hann. Ég samdi hann líka ásamt Margréti systur minni og Friðgeiri Einarssyni – fékk hug- mynd sem lét mig ekki í friði!“ segir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona. Hún hefur hafið sýningar á einleiknum Kameljóni í Tjarnarbíói sem snýst um spurninguna um að vera eða ekki vera. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því að Kameljónið veit ekki lengur hver grunnlitur þess er og í verkinu óttast aðalpers- ónan að hún sé aðeins endurspeglun af þeim sem á vegi hennar verða en ákveður að hafa uppi á sjálfri sér. Álfrún frumsýndi Kameljón fyrst á Lókal fyrir tveimur árum og fór með það á Act Alone á Suðureyri í fyrrasumar. Hinar góðu viðtökur voru henni hvatning til að taka það upp aftur enda kveðst hún aldrei fá nóg af því að pæla í hvernig umhverfið móti manneskjuna. Leik- stjóri er Friðgeir Einarsson. „Ég gerði örlitlar styttingar og smávægilegar breytingar á verkinu núna, mest til að láta það falla betur inn í rýmið,“ segir Álfrún og tekur fram að sýningin sé 70 mínútur að lengd og án hlés. - gun Hugmynd sem lét mig ekki í friði Álfrún Örnólfsdóttir leikkona sýnir einleikinn Kameljón í Tjarnarbíói næstu helgar. Hún segir það tryllt ferðalag um hinar villugjörnu lendur sjálfsins. Á SVIÐINU Álfrún í hlut- verki sínu í Kameljóni sem hún sýnir í Tjarnarbíói. MYND/ÁSGEIR ÁSGEIRSSON „Það var ákveðin heimþrá í mér og mig langaði að vinna með Íslend- ingi,“ segir Lilja Rúriksdóttir dans- ari um samstarf sitt og Finns Sig- urjóns Sveinbjarnarsonar sem er að semja tónlist við nýtt dansverk hennar. Hún er stödd hér á landi en fer út til New York nú í vikulokin til að hefja æfingar á verkinu því það verður frumsýnt í Brooklyn þann 10. október. Dansarar í því, auk Lilju, eru þrír og markmiðið er að sýna verkið á Íslandi eftir frum- sýninguna. „Ég vona innilega að ég geti komið með sýninguna heim,“ segir hún. Lilja er tuttugu og þriggja ára og er nýútskrifaður dansari frá Juilliard-háskólanum í New York. Hún er sest að í stórborginni vestra, á þar bandarískan eigin- mann sem hún kynntist í skólan- um og hefur nóg að gera í dansin- um með hinum ýmsu hópum. Við útskriftina úr skólanum hlaut hún verðlaun sem kallast The Hector Zaraspe Prize for Choreo graphy og eru veitt einum fjórða árs nemanda ár hvert. „Það var mikill heiður,“ segir hún brosandi. Í sumar hlaut hún styrk frá The Mertz Gilmore Foundation til að semja nýtt verk og réð félaga sinn, Finn Sigurjón Sveinbjarnarson, til að semja tónlistina. „Ég kynntist Finni Sigurjóni í MH, við vorum þar í sömu grúppu. Hann samdi tón- list við dansverk í Listaháskólanum fyrir Gígju vinkonu mína, ég kom heim til að sjá þá sýningu og hreifst af,“ segir Lilja. „Okkur gengur bara vel með verkið. Byrjuðum hægt en um leið og við þrengdum ramm- ann sem við vinnum í miðar okkur betur.“ Lilja er dóttir Hörpu Helgadótt- ur sjúkraþjálfara og Rúriks Vatn- arssonar lögfræðings. Segja má að hún hafi farið dansandi gegnum lífið og ætli að halda því áfram. „Ég byrjaði í Dansskóla Eddu Schev- ing þriggja ára. Svo var ég í List- dansskóla Íslands en sautján ára fór ég til New York á sumarnám- skeið í Joffrey-ballettskóla. Ákvað að halda áfram þar um veturinn og hætta í MH. Svo hef ég verið í Juilliard síðustu fjögur árin. Kom heim á sumrin í fyrstu en hef svo verið úti ýmist á námskeiðum eða að dansa með dansflokkum.“ Hún kveðst hafa verið svo heppin að geta búið hjá frænku sinni fyrst þegar hún fór út í hinn stóra heim. „Ég þekkti hana ekkert fyrir en það var dásamlegt að fá að kynn- ast henni,“ Lilja var í klassískum ballett lengi vel en byrjaði að leggja aukna áherslu á nútímadans í Juilliard. „Þar lærði ég líka að semja sjálf. Hluti af bekknum var tekinn í þann kúrs og við þurftum að semja stór verk.“ Dansflokkurinn sem Lilja er mest í heitir The Dash Ensemble. Það er stór grúppa sem fer um New York og nágrenni með ýmis verk- efni. „Við brestum í breikdans á köflum,“ segir Lilja. „Oftast döns- um við innan dyra en síðasta sýn- ingin var úti.“ gun@frettabladid.is Vonast til að koma með sýninguna heim Þegar Lilja Rúriksdóttir útskrifaðist sem dansari úr Juilliard-háskólanum í New York í vor tók hún við eft irsóttum verðlaunum. Í framhaldinu fékk hún styrk til að semja nýtt dansverk sem verður sýnt í Brooklyn í NY í næsta mánuði. TÓNSKÁLDIÐ OG DANSHÖFUNDURINN Finnur Sigurjón og Lilja keppast við að forma dansverkið sem Lilja ætlar að frumsýna ásamt fleirum í Brooklyn 10. október. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kameljón er fyrsti einleikurinn minn og það var mikil áskorun að takast á við hann. Í Juilliard lærði ég líka að semja sjálf. Hluti af bekknum var tekinn í þann kúrs og við þurftum að semja stór verk. Bókmenntahátíðin Mýrin skreyt- ir sig með litskrúðugum fjöðr- um páfugls þetta árið og nefnist Páfugl úti í mýri. Á henni koma fram hátt í 40 rithöfundar, mynd- höfundar og fræðimenn til að hitt- ast og spjalla um barnabókmennt- ir, lesa upp og kenna sagnagerð og myndlist. Frekari upplýsingar um hátíð- ina og gesti hennar má finna á www.myrin.is. Páfugl úti í mýri Barnabókmenntahátíðin Mýrin fer fram í sjöunda sinn í Norræna húsinu 9. til 12. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.