Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 64

Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 64
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Leiklist 21.00 Leikfélagið Sýnir verður með spuna- kvöld á Café Rosenberg. Stendur yfir frá 9 til 11. Umræður 20.00 Ívar Brynjólfsson myndlistarmaður tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Rás, sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Rás er sýning þar sem teflt er saman verkum áhugaverðra lista- manna sem þekktir eru fyrir að gera hug- lægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Dansleikir 22.00 Busaball NFS verður í kvöld á Stap- anum. Miðinn er á litlar 2.500 kr fyrir nema NFS en 3.500 kr fyrir ÓNFS. Fram koma ELOQ, Úlfur Úlfur og Micha Moor. Dans 20.00 DJ Styrmir the Cat spilar fyrir dansi á Prikinu í kvöld. Tónlist 19.30 Víkingur Heiðar tekst á við 1. píanó konsert Beethovens sem var á líku reki og Víkingur þegar hann frumflutti konsertinn í Vínarborg árið 1801. Hann mun einnig spila Largo mistico eftir Pál Pampichler Pálsson og Sinfóníu nr. 6 eftir Prokofiev. Stjórnandi er Finninn Pietari Inkinen. 21.00 Raftónlistarmennirnir Future- grapher og Bistro Boy koma fram á Dillon á tónleikakvöldi íslensku plötuútgáfunnar Möller Records. 21.00 Trúbadorarnir Alexander og Guð- mann leika ábreiður af gömlum lögum á English Pub í kvöld. 22.00 Trúbador Pétur leikur ábreiður af frægum lögum á Den Danske Kro á Ingólfsstræti 3 í kvöld. Fyrirlestrar 12.00 Viola G. Miglio, dósent í málvís- indum við spænsku- og portúgölskudeild Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og gesta- dósent við Deild erlendra tungumála, bók- mennta og málvísinda, heldur fyrirlestur um nýjar aðferðir í bókmenntafræði í dag. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 16.30 Dr. Terry Hartig prófessor í umhverfissálfræði við Uppsalaháskóla mun flytja erindið Þétting byggðar: Stefna í úlfakreppu? (The densification dilemma: Stress, restoration and the pursuit of urban sustainability) á opnum fyrirlestri í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 11. september nk. kl. 16.30 í stofu M105. Myndlist 11.00 Seinasti opnunardagur myndlistar- sýningar Hrafnkels Sigurðssonar, Revela- tion, er í dag í i8 Gallery á Tryggvagötu 16. Opið frá 11 til 5. 17.00 Fabúlararnir eru að fjölga sér og langar þá að fagna þessum viðburði með þér og þínum. Gestum er boðið til að hitta nýja meðlimi Fabúlu sem og aðra listamenn gallerísins. Nýju Fabúlarnir eru Þóra Einarsdóttir myndlistarkona, Dagný Gylfadóttir keramiker og Embla Sigurgeirs- dóttir keramiker. Léttar veitingar í boði. 17.00 Málverkasýning Evu Ísleifsdóttur, Hálfur listamaður opnuð í dag kl. 17.00 í SÍM salnum í Hafnarstræti. Samkoma 09.00 Haustpartí hjá Lemon á Suðurlands- braut í dag á milli 9 og 11. Lemon kynnir gómsæta haustdjúsa sem eru ókeypis fyrir gesti. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is FIMMTUDAGUR KRINGLAN OG SMÁRALIND 591 5300 · GAMESTODIN.IS Leitin er hafin á ný fyrir stærsta sjónvarpsviðburð Íslandssögunn- ar, Ísland Got Talent! Skráning er í fullum gangi og landsmenn virðast vera mjög spenntir fyrir nýrri þáttaröð. Stöð 2 leitar að fólki á öllum aldri sem hefur einstaka hæfi- leika til að syngja, dansa, leika á hljóðfæri, sýna töfrabrögð, fara með uppistand eða annað sem mun heilla þjóðina. Áheyrnarprufur fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Reykjavík, dagana 20. og 21. sept- ember. Skráning fer fram á stod2.is/ talent. Skráðu þig í Ís- land Got Talent AUÐUNN BLÖNDAL FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.