Fréttablaðið - 11.09.2014, Side 66
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 46
BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS
53 ára Virginia Madsen
Helstu myndir: Sideways, The Num-
ber 23, Candyman og The Haunting in
Connecticut
Jennifer Aniston fær góða dóma fyrir
hlutverk sitt í Cake sem frumsýnd var
á kvikmyndahátíðinni í
Toronto á mánudag.
Þar leikur hún fíkil,
einangraðan frá
umheiminum en
Jennifer segir hlut-
verkið vera „meira
en draumahlut-
verkið“ í Variety.
Tökur hófust í apríl
og tóku þær á
Jennifer. „Ég eyddi
helgum hjá nudd-
urum til að halda
geðheilsunni.“
Draumahlutverkið
Iron Man 4 verður ekki að veruleika
ef marka má orð Roberts
Downey Jr. í samtali við
Variety. „Það er ekki
planið að gera fjórðu
myndina.“ Aðeins sex
vikur eru síðan hann gaf
annað í skyn. Það er því
spurning hvort
Iron Man 4
verði gerð án
Roberts en
Marvel er með
11 myndir á
teikniborðinu
til 2019.
Enginn Iron Man 4
FRUMSÝNINGAR
The November Man Spenna
Aðalhlutverk: Pierce Brosnan,
Luke Bracey, Olga Kurylenko og Bill
Smitrovich.
4,8
44%
52%
6,7
38%
36%
Postman Pat: The Movie
Teiknimynd
Aðalhlutverk: Jim Broadbent, Jane
Carr, Robin Atkin Downes og Susan
Duerden.
Kvikmyndin The Hundred-Foot
Journey verður frumsýnd hér á
landi á morgun en aðalhlutverk
leika Helen Mirren, Om Puri, Man-
ish Dayal og Charlotte Le Bon.
Myndin segir frá indverskri fjöl-
skyldu sem flúði frá Indlandi eftir
að veitingastaður hennar var eyði-
lagður í óeirðum stjórnarandstæð-
inga með þeim afleiðingum að fjöl-
skyldumóðirin, sem jafnframt var
kokkurinn á veitingastaðnum, lét
lífið. Síðan þá hefur fjölskyldufað-
irinn leitað að stað í Evrópu þar
sem hann og fjölskylda hans gætu
hafið nýtt líf og opnað veitingastað.
Tilviljun ræður því að fyrir val-
inu verður hús í litlu sveitaþorpi
í Frakklandi sem þó skartar veit-
ingastað sem hlotið hefur Michelin-
stjörnu fyrir eldamennskuna. Eig-
andi þess staðar, Madame Mallory,
er hins vegar lítt hrifin af tilvon-
andi samkeppni Indverjanna og í
gang fer atburðarás og barátta sem
á þó eftir að fara allt öðru vísi en
nokkur hefði getað séð fyrir.
Tökur á myndinni hófust í sept-
ember í fyrra í Suður-Frakklandi,
nánar tiltekið í Saint-Antonin-
Noble-Val. Þar stóðu þær yfir í níu
vikur og því næst var förinni heit-
ið til Hollands og Parísar í Frakk-
landi.
Áður en tökur hófust eyddu leik-
ararnir Manish Dayal og Charlotte
Le Bon talsverðum tíma í að heim-
sækja veitingastaði og fylgjast með
vinnunni í eldhúsunum. Þá leitaði
framleiðandinn Juliet Blake einn-
ig til kokksins Floyd Cardoz, sem
er fæddur í Indlandi, og miðlaði
hann þekkingu sinni við að bræða
saman tvo ólíka menningarheima
með matreiðslu.
Leikstjóri myndarinnar er Lasse
Hallström en hann er hvað þekkt-
astur fyrir kvikmyndir á borð við
Chocolat, What’s Eating Gilbert
Grape, The Cider House Rules og
Hachi: A Dog’s Tale.
liljakatrin@frettabladid.is
Tveir ólíkir menningarheimar
mætast í eldhúsinu
Kvikmyndin The Hundred-Foot Journey, í leikstjórn Lasse Hallström, verður frumsýnd hér á landi á morgun.
Myndin fj allar um hvernig tveir menningarheimar mætast í gegnum matreiðslu.
MATGÆÐINGUR Helen Mirren leikur Madame Mallory í myndinni.
DreamWorks Pictures réð leikstjórann Lasse Hallström í júní í fyrra
til að leikstýra myndinni en framleiðendur myndarinnar eru Steven
Spielberg, Oprah Winfrey og Juliet Blake. Myndin er byggð á sam-
nefndri skáldsögu eftir Richard C. Morais en Oprah valdi hana sem
eina af sínum eftirlætisbókum sumarið 2010.
„Matur blandar saman menningum og leyfir okkur að kíkja inn í líf
annarra,“ segir Oprah um bókina sem er í miklu uppáhaldi enn hjá
spjallþáttadrottningunni.
Matur blandar saman menningum7,5
55%
67%
Stórleikarinn Denzel Washing-
ton og leikstjórinn Antoine Fuqua
leiða saman hesta sína á nýjan
leik því Washington hefur nú
verið staðfestur sem einn af aðal-
leikurunum í kvikmyndinni The
Magnificent Seven. Þetta stað-
festi Fuqua á kvikmyndahátíðinni
í Toronto á dögunum, þar sem
þeir tveir eru einmitt að kynna
aðra kvikmynd sem þeir vinna
saman að, The Equalizer.
Þeir félagar eru þó þekktast-
ir fyrir kvikmyndina Training
Day, þar sem Washington fór
með aðalhlutverkið og Fuqua sá
um leikstjórn en hún skilaði stór-
leikaranum einmitt Óskarsverð-
launum.
Nýja kvikmyndin, The Magni-
ficent Seven, er önnur endurgerð
af kvikmyndinni Seven Sam-
urai eftir Akira Kurosawa árið
1954. Fyrri endurgerðin er frá
árinu 1960 og léku Yul Brynner,
Steve McQueen, Charles Bron-
son, James Coburn og Robert
Vaughn í þeirri mynd. Sagan ger-
ist í smábæ sem ræður sjö menn
til þess að vernda bæinn og mun
Washington því bregða sér í líki
verndarengils sem berst gegn
glæpum.
Tom Cruise var orðaður við
hlutverkið sem Washington fer
með en svo virðist vera sem að
sá síðarnefndi hafa haft hlut-
verkið af hjartaknúsaranum Tom
Cruise. - glp
Tveir kóngar
sameinast á ný
FAGMENN Hér eru þeir Denzel Wash-
ington og Antoine Fuqua á góðri stund.
NORDICPHOTOS/GETTY