Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 66
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 46 BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS 53 ára Virginia Madsen Helstu myndir: Sideways, The Num- ber 23, Candyman og The Haunting in Connecticut Jennifer Aniston fær góða dóma fyrir hlutverk sitt í Cake sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Toronto á mánudag. Þar leikur hún fíkil, einangraðan frá umheiminum en Jennifer segir hlut- verkið vera „meira en draumahlut- verkið“ í Variety. Tökur hófust í apríl og tóku þær á Jennifer. „Ég eyddi helgum hjá nudd- urum til að halda geðheilsunni.“ Draumahlutverkið Iron Man 4 verður ekki að veruleika ef marka má orð Roberts Downey Jr. í samtali við Variety. „Það er ekki planið að gera fjórðu myndina.“ Aðeins sex vikur eru síðan hann gaf annað í skyn. Það er því spurning hvort Iron Man 4 verði gerð án Roberts en Marvel er með 11 myndir á teikniborðinu til 2019. Enginn Iron Man 4 FRUMSÝNINGAR The November Man Spenna Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Luke Bracey, Olga Kurylenko og Bill Smitrovich. 4,8 44% 52% 6,7 38% 36% Postman Pat: The Movie Teiknimynd Aðalhlutverk: Jim Broadbent, Jane Carr, Robin Atkin Downes og Susan Duerden. Kvikmyndin The Hundred-Foot Journey verður frumsýnd hér á landi á morgun en aðalhlutverk leika Helen Mirren, Om Puri, Man- ish Dayal og Charlotte Le Bon. Myndin segir frá indverskri fjöl- skyldu sem flúði frá Indlandi eftir að veitingastaður hennar var eyði- lagður í óeirðum stjórnarandstæð- inga með þeim afleiðingum að fjöl- skyldumóðirin, sem jafnframt var kokkurinn á veitingastaðnum, lét lífið. Síðan þá hefur fjölskyldufað- irinn leitað að stað í Evrópu þar sem hann og fjölskylda hans gætu hafið nýtt líf og opnað veitingastað. Tilviljun ræður því að fyrir val- inu verður hús í litlu sveitaþorpi í Frakklandi sem þó skartar veit- ingastað sem hlotið hefur Michelin- stjörnu fyrir eldamennskuna. Eig- andi þess staðar, Madame Mallory, er hins vegar lítt hrifin af tilvon- andi samkeppni Indverjanna og í gang fer atburðarás og barátta sem á þó eftir að fara allt öðru vísi en nokkur hefði getað séð fyrir. Tökur á myndinni hófust í sept- ember í fyrra í Suður-Frakklandi, nánar tiltekið í Saint-Antonin- Noble-Val. Þar stóðu þær yfir í níu vikur og því næst var förinni heit- ið til Hollands og Parísar í Frakk- landi. Áður en tökur hófust eyddu leik- ararnir Manish Dayal og Charlotte Le Bon talsverðum tíma í að heim- sækja veitingastaði og fylgjast með vinnunni í eldhúsunum. Þá leitaði framleiðandinn Juliet Blake einn- ig til kokksins Floyd Cardoz, sem er fæddur í Indlandi, og miðlaði hann þekkingu sinni við að bræða saman tvo ólíka menningarheima með matreiðslu. Leikstjóri myndarinnar er Lasse Hallström en hann er hvað þekkt- astur fyrir kvikmyndir á borð við Chocolat, What’s Eating Gilbert Grape, The Cider House Rules og Hachi: A Dog’s Tale. liljakatrin@frettabladid.is Tveir ólíkir menningarheimar mætast í eldhúsinu Kvikmyndin The Hundred-Foot Journey, í leikstjórn Lasse Hallström, verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin fj allar um hvernig tveir menningarheimar mætast í gegnum matreiðslu. MATGÆÐINGUR Helen Mirren leikur Madame Mallory í myndinni. DreamWorks Pictures réð leikstjórann Lasse Hallström í júní í fyrra til að leikstýra myndinni en framleiðendur myndarinnar eru Steven Spielberg, Oprah Winfrey og Juliet Blake. Myndin er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Richard C. Morais en Oprah valdi hana sem eina af sínum eftirlætisbókum sumarið 2010. „Matur blandar saman menningum og leyfir okkur að kíkja inn í líf annarra,“ segir Oprah um bókina sem er í miklu uppáhaldi enn hjá spjallþáttadrottningunni. Matur blandar saman menningum7,5 55% 67% Stórleikarinn Denzel Washing- ton og leikstjórinn Antoine Fuqua leiða saman hesta sína á nýjan leik því Washington hefur nú verið staðfestur sem einn af aðal- leikurunum í kvikmyndinni The Magnificent Seven. Þetta stað- festi Fuqua á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum, þar sem þeir tveir eru einmitt að kynna aðra kvikmynd sem þeir vinna saman að, The Equalizer. Þeir félagar eru þó þekktast- ir fyrir kvikmyndina Training Day, þar sem Washington fór með aðalhlutverkið og Fuqua sá um leikstjórn en hún skilaði stór- leikaranum einmitt Óskarsverð- launum. Nýja kvikmyndin, The Magni- ficent Seven, er önnur endurgerð af kvikmyndinni Seven Sam- urai eftir Akira Kurosawa árið 1954. Fyrri endurgerðin er frá árinu 1960 og léku Yul Brynner, Steve McQueen, Charles Bron- son, James Coburn og Robert Vaughn í þeirri mynd. Sagan ger- ist í smábæ sem ræður sjö menn til þess að vernda bæinn og mun Washington því bregða sér í líki verndarengils sem berst gegn glæpum. Tom Cruise var orðaður við hlutverkið sem Washington fer með en svo virðist vera sem að sá síðarnefndi hafa haft hlut- verkið af hjartaknúsaranum Tom Cruise. - glp Tveir kóngar sameinast á ný FAGMENN Hér eru þeir Denzel Wash- ington og Antoine Fuqua á góðri stund. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.