Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 70
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50 Ég hef verið að pæla í því hvað sé sexí. Mitt sexí er annað en þitt sexí og það er svolítið skemmti- legt. Mér finnst líka eitthvað ofsalega æsandi á miðvikudegi en alls ekki á fimmtudegi. Ef ein- hver segist vera hrifin af klúru koddahjali væri það fljótt að missa kitlið sitt ef viðkomandi ætlar að klæmast á hverju ein- asta kvöldi. Við manneskjurnar erum nefnilega ansi sveigjanleg- ar þegar kemur að þessum hlut- um. Það getur skipt máli að hafa smá fjölbreytni í þessu, rétt eins og öðru í lífinu. Þá er það mjög mikilvægt fyrir okkar kynferðislega sjálf að vita hvað kveikir í okkur ásamt því að átta okkur á því að við kveikj- um á okkur sjálfum, ekki aðrir í kringum okkur. Það er nefni- lega okkar að vera með augun og skynfærin opin fyrir því sem okkur þykir æsandi. Mjög marg- ir falla í þá gryfju að ætla öðrum að kveikja í þeim kynferðislega. Þeir skrifa skort á kynlöngun á ytri aðstæður eða bólfélaga sem er ekki nægjanlega svona eða hinsegin. Þegar þú skoðar kyn- löngun þá þarf hún að byrja á þér, ekki einhverjum öðrum. Þú þarft að finna hvað þér þykir sexí og hvernig það verkar á þig. Rétt eins og okkur langar stundum í einn mat fram yfir einhvern annan, þá getur okkur þótt eitt æsandi einn daginn og eitthvað allt annað daginn eftir og þar getur bólfélaginn einnig spilað inn í. Þetta er ákveðin kúnst en getur verið virkilega skemmtileg æfing. Ein leið til að finna út úr þessu er að prófa sig áfram. Það þarf ekki að vera í kynferðislegu samhengi heldur getur það verið með lestri bókar, fatnaði, mat, umhverfi, bara eiginlega öllu. Hvað er það sem lætur þér líða unaðslega og vel? Sem fær þig til að geta leyft þér að njóta? Kyn- líf snýst um að njóta og sumir þurfa leyfi til að fá að njóta. Rétt eins og þegar maður sekkur ofan í góða bók og gleymir stað og stund þá getur verið gott að gefa sér rými til að gera slíkt hið sama í kynlífinu. Bara vera, hér og nú. Þessi núvitund er verk- efni nútíma mannsins sem þeyt- ist út um allt í leit að afþreyingu frá utanaðkomandi áreitum. Inn í þetta spilar svo einnig að gefa sér tíma og rými til að uppgötva eigin líkama og taka honum fagn- andi, hvernig svo sem hann er. Ein fullnæging kveikir á ann- arri og því þarft þú að kveikja á þínum eigin kveikiþræði áður en þú býður bólfélaganum að baða sig í birtunni frá þér. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is AUSTURKÓR 121-125, 203 KÓP - Mjög vel skipulögð einnar hæðar raðhús - Stærðir eru ca. 150 fm með innb.bílskúr - Afhendast fullbúin að utan fokheld að innan - Gert er ráð fyrir rúmgóðri verönd - Afhendingartími ca. 6 mánuðir. - Mögulegt að fá afhentar fullbúnar án gólfefna V. 34.7 – 35.5 millj. Sveinn s: 6900.820 „Kostnaður getur hlaupið á hundruðum þúsunda sem ungt fólk hreinlega stendur ekki undir, er jafnvel nýkomið úr námi, með ung börn og er að byrja að fóta sig á vinnumarkaðnum. Kostnað- ur sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur farið vaxandi síðastliðin ár, en ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar að þá stönd- um við virkilega höllum fæti. Á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi þarf fólk ekki að borga krónu þegar það greinist með jafn alvarleg- an sjúkdóm og krabbamein,“ segir Halldóra Víðisdóttir, for- maður Krafts, félags ungs fólks með krabbamein, og aðstandenda þeirra. Félagið stendur fyrir Styrktartónleikum í Norðurljósa- sal Hörpunnar þann 17. septem- ber næstkomandi. Í ár fagn- ar Kraftur 15 ára afmæli sínu og verður Neyðarsjóður Krafts stofnaður formlega á afmælis- deginum, 1. október. Hans hlut- verk verður að standa við bakið á ungu fólki með krabbamein þegar kemur að kostnaði í sam- bandi við lyf, læknisheimsóknir og þess háttar. Það sem hefur einkennt starf- semi Krafts í gegnum árin er jafningastuðningurinn sem með- limir félagsins veita, en Kraftur starfrækir stuðningsnet undir handleiðslu sálfræðings. Ungt fólk með krabbamein og aðstand- endur þeirra hafa því kost á að leita þangað eftir stuðningi frá aðila sem hefur verið í svipuð- um sporum. Þetta þekkir Hall- dóra af eigin reynslu, en haustið 2011 missti hún systur sína eftir stutta en erfiða baráttu við sjúk- dóminn. Mánuði áður en hún tók við sem formaður félagsins hljóp hún í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krafti. „Ég sá þarna tækifæri til að gefa til baka en eftir jafn erfiða lífsreynslu og að missa einhvern svona nákominn þá hafði ég mikla þörf fyrir það,“ segir Halldóra. Eins og áður sagði verða tónleikarnir haldn- ir í Norðurljósasal Hörpu þann 17. september kl. 20.00. Allir sem fram koma þetta kvöld gefa vinnu sína og er Atlantsolía sér- stakur styrktaraðili tónleikanna. Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur í Neyðarsjóð Krafts. Þeir sem fram koma á tónleikun- um eru: Emilíana Torrini, Bagga- lútur, Amaba Dama, KK & Ellen og AbbaShow. Sérstakur gestur verður Ari Eldjárn og kynnir verður Sólmundur Hólm. Miðasala fer fram á midi.is og harpa.is. - asi Vilja aðstoða við að kaupa lyf og lækna Kraft ur, félag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda, stofnar neyðarsjóð. VILL STANDA VIÐ BAKIÐ Á UNGU FÓLKI MEÐ KRABBAMEIN Halldóra Víðisdóttir er formaður Krafts. AÐSEND MYND Ein fullnæging kveikir á annarri Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 Glös fyrir stór og smá tilefni Hjá Fastus fæst mikið úrval af glösum fyrir stóra og litla veitingastaði. Komið í verslun okkar að Síðumúla 16 og látið fagmenn hjálpa ykkur við að velja réttu glösin. F A S TU S _H _0 7. 03 .1 4 Diskó Berlín, níunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nýdönsk, er nú komin út í rafrænu formi á Tónlist.is og Spotify. Almennur útgáfudagur á geisladiski er 13. september. Sama dag heldur hljómsveitin tvenna tón- leika í Eldborgarsal Hörpu. Diskó Berlín var hljóðrituð í Berlín, Hafnarfirði og Reykjavík og inniheldur fjölbreytilega popp- tónlist, oftar en ekki takfasta mjög. Þrjú lög af plötunni hafa hljómað á öldum ljósvakans síðustu mánuði og hlotið ágætis viðtökur. Þau eru ádeilusöngurinn Uppvakningar, Nýr maður, sem hljómsveitin gerði myndband við á dögunum, og titil- lagið Diskó Berlín. - glp Nýdanskir gefa út Hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér nýja hljómplötu á veraldlegu formi um helgina sem heitir Diskó Berlín. NÝ PLATA Nýdanskir fagna nýrri plötu um helgina. MYND/MUMMI LÚ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.