Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 72
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52
LITLIKRIKI 74 270 MOS.
Þrjú raðhús í fjögra húsa lengju. Enda-
raðhúsið er 216 og tvö miðhús eru 202,5 fm.
Húsin eru á tveimur hæðum með inn-
byggðum 26,9 fm bílskúr. Timburverönd til
suðurs. Húsin seljast í núverandi ástandi,
þ.e. tilbúið til innréttinga, hiti er komin í gólf
og rafmagn dregið í að hluta. Búið er að
sandspartla og mála endaraðhúsið en hin
tvö tilbúin til sandspörtlunar. Eignin verður
sýnd fimmtudaginn 11.september milli
kl. 17:00 og kl. 17:30. V. 110 m. 4540
SVALBARÐ 10 220 HF.
155 fm einbýlishús á einni hæð með bílskúr
innarlega í botnlanga við Svalbarð 10
Hafnarfirði. Húsið er laust við kaupsamn-
ing. Eignin verður sýnd fimmtudaginn
11.september milli kl. 17:00 og kl. 17:25.
V. 37,9 m. 4528
LINDARGATA 10 101 RVK.
Húsið er kjallari hæð og ris, byggt árið
1913. Laust við kaupsamning. Samkvæmt
deiliskipulagi:Leyfilegt er að rífa núverandi
bíslag og stækka húsið þ.e. kjallara, hæð
og ris til austurs upp að brunavegg við
Lindargötu 12. Þarf að skoða vel. Eignin
verður sýnd fimmtudaginn 11.september
milli kl. 17:00 og kl. 17:30. V. 37,9 m. 4533
LAUGARNESVEGUR 52
Tvær íbúðir í endursteinuðu 102 fm
húsnæði á einni hæð að Laugarnesvegi 52
Reykjavík. Húsnæðið var áður versluna-
rhúsnæði en hefur nú verið breytt í 2ja
herbergja íbúð og eina stúdíóíbúð sem er
ekki samþykkt sem íbúð ein og sér. Eignin
verður sýnd fimmtudaginn 11.september
milli kl. 17:00 og kl. 17:25. V. 28,9 m. íbúð
merkt 01-01. 4536
ENGIHJALLI 17 KÓP.
íbúð 0201 er 4ra herbergja íbúð á 2.hæð í
góðu lyftuhúsi. Þrjú svefnherb. Endurnýjað
baðherb. Tvennar svalir. Sameiginlegt þvot-
tahús á hæðinni. Laus strax og sölumenn
sýna. Eignin verður sýnd fimmtudaginn
11.september milli kl. 17:00 og kl. 17:25.
V. 22,9 m. íbúð merkt 02-01. 4531
ENGJASEL 67 109 RVK.
3ja herbergja 91,7 fm íbúð á 2.hæð í húsi
sem að mestu er klætt með steni að utan.
Stæði í bílageymslu fylgir. Rúmgóð stofa,
suðvestursvalir. Eignin þarfnast lagfæringa,
laus strax, lyklar á skrifstofu. Eignin verður
sýnd fimmtudaginn 11.september milli
kl. 17:00 og kl. 17:30. V. 19,9 m. íbúð merkt
02-02. 4534
BJARKARÁS 9 GBÆ.
Glæsileg fullbúin 4-5 herbergja 141,7 fm
nýleg efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt stæði í
bílageymslu. 51,3 fm sér þaksvalir. Húsið er
byggt 2006 . 3 svefnherb. Parket, sjónvarp-
shol. Frábært skipulag. Laus strax, lyklar á
skrifstofu. Eignin verður sýnd fimmtu-
daginn 11.september milli kl. 17:15 og
kl. 17:45.V. 49,9 m. íbúð merkt 02-01. 4535
DIGRANESHEIÐI 31, KÓP.
Digranesheiði 31 íbúð 0101 er 59,4 fm 2ja
herbergja íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi Góð
staðsetning. Eignin er til afhendingar við
kaupsamning. Eignin verður sýnd fimmtu-
daginn 11.september milli kl. 17:45 og kl.
18:10. V. 16,9 m. íbúð merkt 01-01. 4530
HÁALEITISBRAUT 34
Góð 105 fm 4ra herbergja íbúð á 2.hæð við
Háaleitisbraut í Reykjavík. Íbúðin er laus við
kaupsamning. Eignin verður sýnd fimmtu-
daginn 11.september milli kl. 17:45 og
kl. 18:10. V. 29,9 m. íbúð merkt 02-01. 4532
FJÓLUHVAMMUR 10 HF.
261 fm einbýlishús á tveimur hæðum með
2ja herbergja aukaíbúð á jarðhæð. Efri
hæðin skiptist í forstofu, 4 svefnherbergi,
sjónvarpsstofu, stofu, eldhús og baðher-
bergi. Á neðri hæð er rúmgóður bílskúr og
aukaíbúð með sérinngang. Auðvelt er að
opna á milli íbúða og nýta sem eina heild.
Húsið er laust við kaupsamning. Eignin
verður sýnd fimmtudaginn 11.september
milli kl. 17:45 og kl. 18:10.V. 52,9 m. 4529
OPIN HÚS Í DAG
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
OP
IÐ
HÚ
S
fim
mt
ud
ag
„Við erum að leysa vandamál sem flestir
þekkja vel. Þegar þú leggur út fyrir einhverju
og vinirnir gleyma að borga þér,“ segir Arnar
Jónsson, einn af stofnendum frumkvöðlafyrir-
tækisins Memento sem unnið hefur að þróun
nýs greiðsluapps sem kallast
Sway. Memento tók þátt í
Gullegginu seinasta vor og
komst þar í úrslit.
Um er að ræða smáfor-
rit sem gerir kleift að halda
utan um greiðslur og rukk-
anir milli vina, vandamanna
eða hópa en með appinu má
ganga frá greiðslum sam-
stundis bæði á einfaldan
og skemmtilegan hátt. „Það
er ákveðið vandamál sem
getur fylgt því að taka þátt
í sameiginlegum útgjöldum
en ýmsir kannast við vand-
ræðin sem fylgja því að
skipta reikningi á veitinga-
stað, fara í kortaleikinn í
leigubílnum, rukka vin um
pítsu frá helginni áður eða
allt utanumhaldið sem getur
fylgt því að kaupa gjafir með
öðrum. Oft lendir reikning-
urinn á einhverjum einum en
seinlegt og óþægilegt getur
reynst að innheimta þessar
skuldir án þess að togstreita
myndist,“ útskýrir Arnar.
Hugmyndafræði Memento
er að fyrir hverja greiðslu
eða rukkun sé viðeigandi að taka mynd af
atburðinum – upphæðinni til staðfestingar.
Með þessu móti verður greiðsluferlið bæði
skemmtilegra og félagsmiðaðra. Á einfaldan
hátt geta notendur fundið vini sína og búið til
tengslanet. „Kerfið er óháð bönkum, og í raun-
inni töluvert frábrugðið þeim greiðslulausnum
sem við þekkjum í dag,“ segir Gunn-
ar Helgi einn af stofnendunum.
„Það má segja að þetta sé
eins og Snapchat eða Instag-
ram fyrir greiðslur,“ bætir
hann við.
Fyrirtækið hefur í eitt ár
unnið að smíði appsins sem
gefur notandanum kost á að
hafa fullkomna yfirsýn yfir
ógreiddar skuldir ásamt því
að öll samskipti er varða vin-
agreiðslur eru á einum stað.
Það er liðin tíð að þurfa að
biðja vini um kennitölu og
reikningsnúmer. Þessi lausn
hentar því vel fyrir bæði ein-
staklinga, hópa, góðgerðar-
samtök sem og félagasam-
tök.
Sway er hannað fyrst og
fremst með öryggi að leiðar-
ljósi. Sett hefur verið saman
gott teymi á sviði öryggis-
mála og gagnagrunnskerfa
sem hafa séð til þess að
öryggi verði á heimsmæli-
kvarða.
Starfsmenn Sway eru nú
að álagsprófa smáforrit-
ið en það mun fara í notk-
un á meðal almennings innan
skamms. Forritið virkar bæði fyrir stýrikerfi
Apple og Android.
gunnarleo@frettabladid.is
Leysa algengt
peningavandamál
Fjórir piltar leggja nú lokahönd á smíði nýs apps sem kallast Sway.
Appið kemur til með að leysa vandamál fyrir þá sem fá aldrei til baka
þá peninga sem þeir lána. Það virkar fyrir stýrikerfi Apple og Android.
LEYSA VANDANN Hér eru þeir Arnar Jónsson, Gunnar Helgi Gunnsteinsson, Jón Dal Kristbjörnsson og
Trausti Sæmundsson hafa unnið að smíði nýs greiðsluapps sem kallast Sway. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
■ Kerfið er byggt upp ekki ósvipað þekktum
samfélagsmiðlum líkt og Snapchat og
Instagram þar sem samskipti með ljósmyndir
og persónuleg tengslanet eru þungamiðjan.
Hugmyndafræði Memento er að fyrir hverja
greiðslu eða rukkun sé viðeigandi að taka
mynd af atburðinum– upphæðinni til stað-
festingar. Með þessu móti verður greiðslu-
ferlið bæði skemmtilegra og félagsmiðaðra (e.
more social). Í raun má segja að með Sway sé
verið að færa netbankaþjónustu og snjallsíma-
greiðslur bankanna upp á annað stig.
■ Sway er hannað fyrst og fremst með öryggi
að leiðarljósi. Sett hefur verið saman teymi
helstu öryggissérfræðinga landsins sem hafa
séð til þess að öryggi er á heimsmælikvarða
bæði á sviði almenns netöryggis sem og
gagnavörslu.
■ Sway er hannað og þróað samhliða innleið-
ingu öryggismála og því bitna öryggisþættirnir
lítið á notendaupplifuninni.
■ Allt fjármagn er geymt á bankareikningi hjá
viðskiptabanka og því ekkert eiginlegt fjár-
magn í kerfinu sjálfu. Auðvelt er að tengja
debet- og kreditkort við kerfið en engar
kortaupplýsingar eru geymdar hjá Sway
heldur eingöngu hjá færsluhirðum.
■ Öll samskipti sem og gögn eru dulkóðuð skv.
nýjustu stöðlum.
■ Persónuupplýsingum er haldið leyndum fyrir
öðrum notendum.
■ Kerfið verður einungis aðgengilegt í gegnum
snjallsíma. Af öryggisástæðum verður ekki
hægt að skrá sig inn í kerfið í síma annarra
heldur einungis í þeim síma sem aðgangur
var stofnaður. Þannig má tryggja að aðeins sé
hægt að opna Sway-aðganginn úr eigin síma
þar sem hver notandi er auðkenndur í sínu
símtæki.
■ Hefðbundin pin-númer verða að sjálfsögðu til
staðar þegar greitt er.
Hvernig virkar appið?
SWAY APP