Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 76

Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 76
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 56 „Við Rottweiler-hundar vorum bannaðir á Samfés á sínum tíma,“ segir rapparinn Erpur Eyvind- arson, einnig þekktur sem Blaz Roca. Hann var fenginn til að spila á nýnemaballi Flensborgar í gær eftir að plötusnúðarnir Óli Geir og Gillzenegger voru afboðaðir. Skóla- stjórn ákvað að afboða komu Óla Geirs og Gillzenegger eftir að for- eldraráð skólans hafði blandað sér í málið. „Ég hef aldrei almennilega skilið hver viðmiðin eru fyrir því hvað er í lagi og hvað ekki,“ segir Erpur. Margir nemendur skólans lýstu yfir óánægju sinni með skiptin á samfélagsmiðlum. „Það átti að fá Gillz og Óla Geir en því var sleppt þar sem Gillz var náttúrulega kærður fyrir nauðgun og Óli Geir var með „Dirty Night“,“ segir einn nemandi í samtali við blaðamann og bætir við að hann telji Blaz Roca vera lítt betri fyrirmynd. „Hvað Blaz Roca varðar – þótt ég rífi alveg kjaft og noti klúr orð þá hef ég samt verið yfirlýst- ur femínisti í 14 ár,“ segir Erpur, aðspurður um þessa gagnrýni. „Fólk túlkar það að ég segi „mella“ og „lufsa“ á sinn hátt en ég nota ekkert fallegri orð um karlmenn. Að segja „larf- ur“ er ekki vesen en að segja „lufsa“ er vesen. Þetta er oft meiri spurning um tepru- skap heldur en að það sé verið að passa upp á ein- hvern hóp sem vegið er að,“ segir Erpur. „Eðlilega er Nemenda- félagið að gera það eina í stöðunni til að ballið virki, þú færð engan gæja sem labbar inn í fermingarkyrtlinum lesandi upp úr Nýja testamentinu. Ungt lið hefur ekkert gaman af Skátakórn- um, hann gæti komið og sungið Kumbaya en það vill það enginn.“ Skólameist- ari Flensborg- ar, Magnús Þor- kelsson, segir að skiptingin hafi verið málamiðl- un. „Ég er ansi hræddur um að það séu ekki voða margir sem eru með alveg hreinan skjöld en þessir tveir stóðu í okkar fólki. Listamenn búa til ákveðna ímynd, ákveðna karaktera og sumir fara yfir einhver strik sem okkur líkar ekki við.“ „Á sínum tíma voru Rot tweiler hundar umdeildir, Mínus var umdeild, þeir í Botnleðju voru þekktir fyrir að vera fullir opin- berlega. Þetta er rokk og ról. Ég hef aldrei almennilega skilið hverjar forsendurnar eru fyrir því hvað má og hvað ekki,“ segir Erpur. „Óháð öllu þessu drama þá lofa ég því að þetta verða vanskapaðir tónleikar.“ - þij Listamenn búa til ákveðna ímynd, ákveðna karaktera og sumir fara yfir einhver strik sem okkur líkar ekki við. Magnús Þorkelsson, Skólameistari Flensborgar Gott fólk sem gerir vonda hluti BAKÞANKAR Frosta Logasonar Í dag er 11. september – dagsetning sem ég tengi ósjálfrátt við hryðjuverk og trúarofstæki. Í helgarblaði Fréttablaðsins las ég viðtal við Madsjíd Nili, mjög við- kunnanlegan sendiherra Írans á Íslandi. ÍRAN er áhugavert ríki. Stjórnskipan þar mætti flokkast sem íslamskt lýðveldi. Þar ríkir trúarræði, með talsvert flókinni blöndu klerkaveldis og einhvers konar lýð- ræðislíkis. ÍRANSKI embættismaðurinn er í óþægi- legri stöðu þegar hann tjáir sig um trú- arbrögð sem stjórntæki á fólk og þjóð- ir. Hann viðurkennir að hryðjuverk og öfgafólk séu eitt helsta vanda- mál Mið-Austurlanda um þessar mundir. En bætir strax við að trúarbrögð séu ekki orsökin. „Hvaðan fá þeir fjármagnið og vopnin?“ spyr Madsjíd Nili. ÞARNA fetar sendiherr- ann sömu braut og þeir sem aðhyllast vinsælar samsæris- kenningar á borð við þá, að fámenn, en mjög valdaþyrst gyðingaklíka, í Bandaríkjunum sé meginuppspretta haturs og illverka í heiminum. ER þér alvara Madsjíd Nili? Er það virki- lega tilfellið að ungir múslimar frá Bret- landi, Ástralíu og Noregi fari nú í stórum stíl til Sýrlands og Íraks til að afhöfða saklausa blaðamenn, krossfesta kristna og gyðinga og taka þátt í fjöldaaftökum á múslimum sem ekki tilheyra hinu rétta íslam vegna þess að það eru svo miklir peningar í jihad-bransanum? Eða lýsir þetta hugsanlega vanþekkingu sendiherr- ans á mannlegu eðli og náttúru? VISSULEGA getur gamla villimannseðl- ið verið ríkt í mörgum okkar á köflum. Í gegnum árþúsundir hefur það komið okkur að einhverju marki áfram í harðri lífsbaráttu mannkyns. En þróunarlíffræð- ingar eru flestir sammála um að sam- kenndin hafi ráðið mestu í þeirri baráttu. Það er hennar vegna sem við Vestur- landabúar fyllumst viðbjóði og sorg þegar við heyrum af opinberum hengingum samkynhneigðra á torgum úti í Teheran, höfuðborg íslamska lýðveldisins Írans. VONT fólk mun alltaf gera vonda hluti. Síkópatar gera það líka. Þeim er ekki sjálfrátt. En til að fá gott fólk til að fram- kvæma þann hrylling sem við sjáum dag- lega í fréttum frá Mið-Austurlöndum um þessar mundir, þá þarftu trúarbrögð. Fatahönnuðurinn og fyrrum No Doubt-söngkonan Gwen Stefani vinnur að nýrri plötu um þessar mundir, en síðasta plata hennar, The Sweet Escape, kom út árið 2006. Mun enginn annar en Pharr ell Williams vinna með Stefani að plötunni. Williams sagði að hann hlakk- aði mikið til að vinna með svona miklum snillingi sem henni og að töffaraskapur hennar myndi ná nýjum hæðum á plöt- unni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Williams og Stefani vinna saman, en síðast unnu þau saman að slagaranum Hollaback Girl sem kom út árið 2004. Töff araskapur- inn mun ná nýjum hæðum GWEN STEFANI Ungt lið hefur ekkert gaman af Skátakórnum að syngja Gillz og Óli Geir spila ekki á skólaballi Flensborgar eins og stóð til vegna foríðtar þeirra. Erpur Eyvindarson var fenginn til að koma fram í stað þeirra, en sumir nemendur telja Blaz Roca lítt betri fyrirmynd. YFIRLÝSTUR FEMÍNISTI TIL FJÓRTÁN ÁRA Erpur segist rífa kjaft og nota klúr orð en segist þó vera yfirlýstur femínisti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GILLZENEGGER ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK DENOFGEEK.COM RICHARD ROEPER-CHICAGO SUN TIMES PARÍS NORÐURSINS 5:30, 8, 10 LIFE OF CRIME 8 TMNT 3D 5:30 LET’S BE COPS 10:10 LUCY 8 AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 PARÍS NORÐURSINS LÚXUS KL. 8 - 10.15 TMNT 2D KL. 3.30 - 5.45 TMNT 3D KL. 3.30 - 8 THE GIVER KL. 5.45 - 10.15 LET́S BE COPS KL. 3.30 - 5.40 - 8 -10.20 EXPENDABLES KL. 8 - 10.40 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 THE GIVER KL. 8 - 10.15 ARE YOU HERE KL. 10.40 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 NIKULÁS Í FRÍI KL. 5.45 DAWN . . . PLANET OF THE APES KL. 10.15 VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20 VONARSTRÆTI KL. 8 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas MIÐASALA Á Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.