Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 80

Fréttablaðið - 11.09.2014, Page 80
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60 Kaupir ekki fórnfýsi og ástríðu Freys Alexanderssonar og Davíðs Snorra Jónassonar beið erfi tt en jafnframt spennandi verkefni þegar þeir tóku við þjálfun uppeldis- félagsins haustið 2012. Leiknismenn höfðu gengið í gegnum margt árin á undan, þar á meðal fráfall Sigursteins Gíslasonar, fyrrverandi þjálfara liðsins. En nú, tveimur árum síðar, er aft ur bjart yfi r Breiðholtinu því Leiknir mun spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili. FÓTBOLTI „Þetta var alveg magnað og í raun alveg eins og maður var búinn að ímynda sér þegar maður lagðist á koddann, lokaði aug- unum og sá þetta fyrir sér. Þetta var, eins og maður hefur oft sagt, draumi líkast.“ Svona lýsti Freyr Alexanders- son fimmtudeginum 4. september fyrir blaðamanni Fréttablaðsins þegar hann hitti hann og Davíð Snorra Jónasson, þjálfara Leikn- is, að máli eftir að Breiðholtsliðið hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti. Leiknir er búinn að vera í toppsæti 1. deildar meira og minna allt tímabilið, en það var ekki fyrr en eftir 2-1 sigur á Þrótti frammi fyrir tæplega 1.000 manns á Leiknisvelli sem úrvalsdeildar- sætið var gulltryggt. Allir hugsuðu mikið til hans Leiknisliðið er að mestu skipað heimamönnum sem hafa spilað lengi saman og búa, þrátt fyrir ungan aldur, yfir mikilli reynslu, ánægjulegri jafnt sem sárri. Haustið 2010 var Leiknir í dauðafæri til að tryggja sér sæti í efstu deild, en sá draumur varð að engu þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Fjölni á heimavelli í síðustu umferðinni. „Eftir tímabilið 2010 töluðu allir um að við myndum bara taka þetta næst, en ég held að það hafi verið meira högg en menn gerðu sér grein fyrir,“ sagði Davíð, en annað og sárara áfall reið yfir nokkrum mánuðum seinna. Vorið 2011 dró Sigursteinn Gíslason, sem tók við þjálfun Leiknis haustið 2008, sig í hlé vegna veikinda. Sigursteinn var virtur og vinsæll meðal leikmanna og þeirra sem stóðu að félaginu. Sumarið 2011 reyndist Leiknis- mönnum erfitt, en þeir björguðu sér frá falli í lokaumferðinni eftir sigur á ÍA. Sigursteinn féll svo frá í byrjun árs 2012 eftir baráttu við krabbamein. „Þetta voru rosaleg áföll, ég held að við getum alveg sagt það í dag,“ sagði Freyr og sneri talinu að Sigursteini heitnum: „Það var eins og hann væri uppalinn hérna. Ég þekkti hann ekkert áður en hann tók við Leikni, en þegar ég kom hingað tók hann á móti mér eins og hann væri einn af uppöldu mönn- unum. Strákarnir tala ofboðslega vel um hann og eiga honum mikið að þakka. Allir sem léku undir hans stjórn hugsuðu mikið til hans, bæði fyrir og eftir leikinn gegn Þrótti,“ sagði Freyr. „Hann tók öllum opnum örmum,“ bætti Davíð við. „Sama hver þú varst eða hvað þú hafðir gert, þá tók hann vel á móti þér og hann var tilbúinn að hjálpa öllum. Hann var frábær karakter.“ Leiknir var áfram í vandræðum sumarið 2012. Liðið var í fallbar- áttu eins og árið á undan og þegar þrír leikir voru eftir var Willum Þór Þórssyni sagt upp störfum, en hann hafði verið ráðinn þjálfari Leiknis haustið 2011. Gunnar Ein- arsson, þáverandi leikmaður, og Davíð tóku við til bráðabirgða og Leiknir bjargaði sér frá falli með því að vinna þrjá síðustu leikina. Ætlaði að taka mér ársfrí Síðar um haustið tóku Davíð og Freyr svo við Leiknisliðinu í sam- einingu. Þeir eru báðir uppaldir Leiknismenn og byrjuðu snemma að þjálfa í yngri flokkum félags- ins. Freyr söðlaði síðan um, var aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálf- ari kvennaliðs Vals með góðum árangri, auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari Kristjáns Guð- mundssonar hjá karlaliði Vals 2011-2012. Freyr segist ekki hafa þurft langan umhugsunarfrest þegar uppeldisfélagið leitaði til hans haustið 2012: „Fyrst var rætt við mig um hvort ég hefði áhuga á að koma í Leikni og ég sagði strax já. Svo þegar ég settist á fund með stjórninni var þetta nefnt við mig, að vinna með Davíð. Mér fannst það strax áhugavert og svo hitt- umst við og ræddum málin, hvern- ig við vildum gera þetta og eftir þann fund var þetta aldrei spurn- ing, allavega af minni hálfu, að við myndum gera þetta saman.“ Davíð segir að hann hafi verið búinn að ákveða að taka sér frí frá þjálfun, en hafi síðan snúist hugur: „Áður en ég tók við meistara- flokknum fyrir síðustu þrjá leik- ina 2012 var ég búinn að tilkynna að ég ætlaði að taka mér ársfrí. „En það gekk vel undir lok sum- arsins og ég hafði gaman af þessu. Stjórnin kom svo að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera áfram og vinna með Frey, og eftir sam- tal okkar var ég ákveðinn í að láta reyna á þetta,“ sagði Davíð sem var aðeins 25 ára þegar hann tók við Leikni, en hann verður að öllum líkindum yngsti þjálfarinn í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Tölum sama tungumálið Þjálfaradúó hafa ekki verið algeng í fótboltanum hér heima, en Freyr og Davíð segja samstarfið ganga vel. „Við settum okkur vinnureglur um hvernig við vildum hafa hlut- ina,“ sagði Freyr, en hann stýrði kvennaliði Vals í samstarfi við Elísabetu Gunnarsdóttur sumarið 2008. Freyr segir að það hafi verið góð reynsla sem hann hafi getað deilt með Davíð. „Ég sé þjálfun ekki fyrir mér öðru vísi en samstarf,“ bætti Freyr við. „Ég heyrði einhvern tímann þjálfara segja að það væri bara ein ráðandi rödd, en ég bara ekki sammála því. Það er hins vegar ein hugmyndafræði og ein stefna og það er það sem við erum með. Við erum með sitthvora röddina en tölum samt sama tungumálið.“ Freyr lætur vel af samstarf- inu við Davíð: „Þetta er ofboðs- lega gott samstarf og hefur verið þvílíkur kostur fyrir þetta félag; hvað við höfum náð að gera mikið og gera það svo vel. Leikmennirnir vita nákvæmlega hvað ég sé um og hvað Davíð sér um og við pössum okkur á að það sé skýrt hvað við erum að gera.“ Annars látum við ykkur fara Freyr og Davíð segja að fyrsta verkefni þeirra eftir að þeir tóku við Leikni hafi verið að ná aftur jafnvægi í leikmannahópnum og kveða niður drauga fortíðarinnar. „Það var alveg skýrt að það fyrsta sem við þurftum að gera var að taka til í höfðinu á leik- mönnunum, hreinsa það neikvæða í burtu og byggja sjálfstraustið upp á nýtt,“ sagði Freyr. Davíð bætti við að þeir hefðu þurft að minna leikmennina á hversu góðir þeir væru: „Við þurftum að minna liðið á hvaða hæfileika við höfðum í höndunum. Þegar þú hefur farið í gegnum það að vera næstum því farinn upp og næstum fallinn tvisvar, þá er allt á fullu í hausnum á þér. Við þurftum að koma jafnvæginu aftur á.“ Leiknir endaði í 7. sæti 1. deild- ar aðlögunarárið 2013, en Freyr og Davíð segja að markmiðið hafi alltaf verið að komast upp um deild árið 2014. „Þegar við horfðum á hópinn sem við vorum með í höndunum, þá sáum við nokkra leikmenn sem gátu spilað í Pepsi-deildinni. Við skoruðum á þá að gera það í Leiknisbúningnum,“ sagði Davíð og Freyr bætti við: „Við sögðum við þessa leikmenn sem höfðu getuna til að spila í Pepsi-deildinni: Við gefum þessu séns til 2014, ef það tekst ekki látum við ykkur fara! Þið þurfið að spila á næsta getustigi. Við settum þvílíka pressu á okkur að komast upp í ár.“ Munum byggja á okkar kjarna Talið berst næst að möguleikum Leiknis í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Þau lið sem hafa farið upp í Pepsi-deildina á síðustu árum hafa mörg hver fallið eftir eitt eða tvö ár í deild þeirra bestu. Það er því hægara sagt en gert að festa sig í sessi þar, en hvað þarf gerast hjá Leikni til að svo verði? „Eftir tímabilið munum við skoða hvernig við ætlum að nálg- ast það verkefni. Það verður á margan hátt öðru vísi en í 1. deild- inni,“ sagði Freyr og bætti við að liðið yrði áfram byggt upp á heimamönnum: „Við þurfum að halda í og rækta styrkleika okkar. Við munum allt- af byggja þetta á okkar kjarna. Leikmennirnir sem komu okkur upp munu fá tækifæri til að sýna að þeir eigi skilið að spila í Pepsi- deildinni. „En það fær enginn neitt gefins hérna, það er alveg klárt. Þó þeir séu uppaldir og þó þeir hafi komið liðinu upp, þá er eins gott að allir mæti með vinnuhanskana í nóvem- ber þegar undirbúningstímabilið hefst.“ Þjálfararnir segja að Leiknir þurfi að bæta í og þeir muni styrkja liðið með skynsamlegum hætti: „Við munum styrkja okkur, en það verður enginn gámur fenginn hing- að. Við ætlum að fá 2-3 leikmenn, að því gefnu að við höldum öllum,“ sagði Freyr og Davíð bætti að þeir þyrftu að velja leikmenn sem passa vel inn í Leiknis umhverfið. Kaupir það ekki í gámi En hver er helsti munurinn á Pepsi-deildinni og 1. deildinni? „Helsti munurinn er leikskilning- ur og reynsla leikmanna. Og svo eru bestu leikmennirnir í Pepsi- deildinni auðvitað mun betri en bestu leikmennirnir í 1. deild- inni,“ sagði Freyr og bætti við að reynslan sem lið eins og FH og KR byggju yfir væri svo mikilvæg. „Varðandi þann þátt fótboltans eigum við auðvitað ekki séns. En það eiga fá lið í Pepsi-deildinni séns í þetta sem við eigum, þenn- an styrkleika innan félagsins, sam- heldnina, ástríðuna og fórnfýsina. Þú kaupir það ekkert í einhverjum gámi í byrjun maí. „Við vitum alveg hverjir verða veikleikar okkar. Það er bara spurningin hversu vel við náum að fela þá og hversu vel við náum að nýta styrkleika okkar,“ sagði Freyr enn fremur. „Þetta verður líka lærdómsferli fyrir allt umhverfið hjá félaginu. Það eru ekki bara 20 leikmenn sem þurfa að undirbúa sig, held- ur allir sem eru í kringum félagið. Við þurfum að hjálpast að,“ sagði Davíð að lokum. ingvithor@365.is SYNIR BREIÐHOLTSINS Davíð Snorri Jónasson og Freyr Alexandersson eru báðir uppaldir Leiknismenn. Þeir settu stefnuna á að koma félaginu sínu upp í Pepsi-deildina í ár og það gekk eftir. Leiknir verður meðal tólf þátttökuliða í Pepsi-deildinni árið 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓSVIKIN GLEÐI Gríðarlegur fögnuður braust út eftir að Pepsi-deildar sætið var tryggt eftir sigur á Þrótti. Leiknir spilar í efstu deild sumarið 2015 í fyrsta sinn í rúmlega 40 ára langri sögu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.