Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 82
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 62
HANDBOLTI Handknattleikssam-
band Íslands sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gær þar sem tilkynnt var að
sambandið hefði ákveðið að kæra
ákvörðun Alþjóðahandknattleiks-
sambandsins, IHF, um að úthluta
Þýskalandi lausu sæti á HM til
dómstóls sambandsins. Aðeins
fjórir mánuðir eru til stefnu en
þetta er líklegast fyrsta skref-
ið enda mun HSÍ líklegast þurfa
að fara með málið fyrir Alþjóða-
íþróttadómstólinn í Lausanne í
Sviss sem tók fyrir málefni Luis
Suárez í sumar.
IHF afturkallaði þátttökurétt
Ástralíu í upphafi sumarsins og
úthlutaði Þýskalandi sæti þeirra
þrátt fyrir að evrópska handknatt-
leikssambandið, EHF, hefði þegar
tilkynnt HSÍ að Ísland væri fyrsta
varaþjóð frá Evrópu.
Lokaúrræði
Málið hefur tekið langan tíma og
staðfesti Guðmundur B. Ólafs-
son, framkvæmdastjóri HSÍ, við
Fréttablaðið að þetta væri lokaúr-
ræði HSÍ.
„Þetta er í raun eini valkost-
urinn í stöðunni hjá okkur. Við
höfum ákveðinn tímaramma
til að vinna eftir og við lögðum
fram tvær tillögur, fyrst að fjölga
liðum. Þeir þurftu að ræða þetta
að bæta við liðum en sögðu nei
á endanum. Þá könnuðum við að
fara með málið fyrir Alþjóða-
íþróttadómstólinn en þeir þurfa
að samþykkja það og þeir sögðust
ekki geta tekið þá ákvörðun fyrr
en í nóvember þegar búið væri að
ræða þetta í ráðinu,“ sagði Guð-
mundur en IHF hefur tekið langan
tíma í allar ákvarðanir og ákvað
HSÍ að höfða mál fyrir dómstóli
IHF til þess að reyna að flýta
fyrir málsmeðferð.
„Við reynum ekki að hugsa svo
langt að málið endi fyrir Alþjóða
íþróttadómstólnum en við ætlum
ekki að sætta okkur við þetta.
Þeir setja nýjar reglur og tilkynna
þetta á sama tíma, þetta eru ekki
eðlileg vinnubrögð og við munum
ekki sitja hjá,“ sagði Guðmundur.
Snýst um huglægt mat
Samkvæmt reglunum er litið til
áhrifa fjölmiðlunar og markaðs-
setningar.
„Þetta er huglægt mat, ekki
hlutlaust mat. Það er verið að segja
að þetta þurfi að vera sterkt lið frá
stórri þjóð að þeirra mati og ef svo
er þá á Ísland aldrei möguleika á
að komast aftur inn. Þeir vita það
að það munu fleiri Þjóðverjar en
Íslendingar mæta til Katar.“
Forráðamenn HSÍ hafa einnig
bent IHF á að jafn stórar breyt-
ingar á regluverki ættu ekki að
taka gildi á miðju keppnistímabili
heldur í næstu keppni.
„Okkar sjónarmið er að ef það
er hægt að setja svona reglur eigi
þær ekki að taka gildi strax. Þær
eiga að taka gildi í næstu keppni á
eftir. Þetta eru skrýtin vinnubrögð
að breyta reglunum svona í miðri
keppni, ég veit að Ísland kæmist
aldrei upp með þetta, ekki það að
við myndum reyna það. Það er í
lagi að gera þetta ef þetta er eitt-
hvað sem hefur jákvæð áhrif en ef
þetta er eitthvað sem skaðar ein-
hvern þá er ekki hægt að bjóða upp
á það.“
Erum að lenda í tímaþröng
Aðeins fjórir mánuðir eru þar til
flautað verður til leiks í Katar og
eru forráðamenn HSÍ því að falla
á tíma í von sinni um að úrskurði
IHF verði breytt.
„Tíminn er auðvitað mjög naum-
ur í þessu og við erum að setja
þá í erfiða stöðu. Við vitum ekki
hvernig þessi dómstóll virkar, við
höfum aldrei lent í svona áður og
þetta verður fróðlegt,“ sagði Guð-
mundur. kristinnpall@365.is
Eini kosturinn í stöðunni
HSÍ kærði til Alþjóða handknattleiksdómstólsins í gær þá ákvörðun IHF að úthluta Þýskalandi sæti á HM. Guð-
mundur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að Ísland sé að falla á tíma enda aðeins 4 mánuðir í mót.
SVEKKTUR Guðjón Valur Sigurðsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Bosníu
en ólíklegt er að Ísland fái sæti Ástralíu á HM í Katar í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Gunnar Guðmunds-
son mun ekki stýra liði Selfoss
á næstu leiktíð, en stjórn knatt-
spyrnudeildar hefur ákveðið
að nýta sér uppsagnarákvæði í
samningi hans. Þetta kemur fram
í yfirlýsingu á heimasíðu félags-
ins.
Selfoss situr í 9. sæti 1. deildar
með 26 stig eftir 20 umferðir, en
liðið á tvo leiki eftir.
Gunnar tók við Selfossi af Loga
Ólafssyni haustið 2012. Undir
hans stjórn hafnaði liðið í 8. sæti
1. deildar 2013, en miklar breyt-
ingar hafa orðið á liðinu á milli
síðustu tímabila.
Yfirlýsingin á heimasíðu Sel-
foss er svohljóðandi:
„Stjórn knattspyrnudeildar
Selfoss hefur ákveðið að nýta
uppsagnarákvæði í samningi
sínum við Gunnar Guðmundsson,
þjálfara meistaraflokks karla,
að loknu tímabilinu. Gunnari eru
þökkuð góð störf þau tvö ár sem
hann hefur starfað fyrir félagið
og mun hann stýra liðinu út tíma-
bilið. Þetta gefur stjórn deild-
arinnar góðan tíma til að finna
arftaka Gunnars fyrir næsta
keppnistímabil.“ - iþs
Gunnari sagt
upp á Selfossi
HVAÐ NÚ? Gunnar þarf að finna annað
félag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON