Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 2
15. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Katrín, er þetta kómedía á
Alþingi?
Ef þetta er kómedía, þá er þetta
tragikómedía.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segist velta
því fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé að setja á
svið leikrit með hækkun matarskatts í nýju
fjárlagafrumvarpi.
DÓMSMÁL „Mér þykir afar ósenni-
legt að nokkur dómari láti svona
frá sér fara, ég held að það sé nán-
ast útilokað,“ segir Símon Sigvalda-
son, formaður dómstólaráðs, um
þau ummæli sem Jón Óttar Ólafs-
son, fyrrverandi starfs maður sér-
staks saksóknara, lét falla í helgar-
blaði Fréttablaðsins. Jón Óttar
fullyrti að dómari hefði sagt „náið
svo þessum andskotum,“ þegar Jón
Óttar sótti heimild til hlerunar á
meðan hann vann fyrir embætti
sérstaks saksóknara.
„Það er einfaldlega þannig að
dómurum ber að leysa úr sínum
málum á algerlega faglegum
grundvelli eftir að sönnunargögn
hafa verið færð fyrir þá. Þeir
verða að horfa til allra þeirra
þátta sem skipta máli við úrlausn
málsins. Athugasemd sem þessi
gengur algerlega gegn starfs-
skyldum dómara. Ég einfaldlega
trúi því ekki að neinn dómari
hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir
Símon.
Aðspurður hvort hann búist
við því að dómstólaráð bregðist
við ummælunum segir Símon:
„Ef hann ber ákveðinn dómara
þeim sökum að hafa viðhaft þessi
ummæli verður hann að nafn-
greina dómarann og dómarinn
verður þá að svara fyrir sig. Fyrr
en málið er komið á það stig er
ekkert sem við getum gert í mál-
inu.“
Jón Óttar sagðist einnig hafa
farið heim til dómara til að sækja
heimild til hlerunar. Benedikt
Bogason hæstaréttardómari
hefur einnig verið sakaður um
að afhenda úrskurð um hleranir
á heimili sínu þegar hann gegndi
starfi héraðsdómara.
Símon býst ekki við að dóm-
stólaráð grípi til sérstakra ráð-
stafana vegna þessa enda séu
dómarar sjálfir ábyrgir fyrir
sínum störfum. „Ég get ekki sagt
að við séum að skoða hvað dóm-
arar eru að gera frá degi til dags
heima hjá sér. Það er náttúrulega
þannig í störfum dómara að þeir
semja ekki allar dómsniður stöður
á skrifstofunni í dómhúsinu,
heldur geta þeir verið að semja
dóma heima hjá sér,“ segir Símon.
Jón Óttar segist nokkrum
sinnum hafi orðið vitni að því
að símtöl lögmanna og verjenda
þeirra hafi verið hleruð og spiluð
í hátalara á skrifstofu sérstaks
saksóknara. Hann hafi sent Sig-
ríði Friðjónsdóttur ríkissaksókn-
ara greinargerð árið 2012 þar sem
þetta kom fram en ekkert hafi
verið aðhafst í málinu. Sigríður
Friðjónsdóttir hyggst svara ásök-
unum Jóns Óttars í dag.
ingvar@frettabladid.is
Efast um að dómari
láti slík umæli falla
Formaður dómstólaráðs dregur orð Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi starfsmanns
sérstaks saksóknara, í efa. Jón hefur fullyrt að dómari hafi farið niðrandi orðum
um sakborning. Formaðurinn segir að Jón Óttar verði að nafngreina dómarann.
DÓMSTÓLAR Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafa flutt fjölmörg mál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég einfaldlega trúi
því ekki að neinn dómari
hafi látið slíkt frá sér
fara.“
Símon Sigvaldason,
formaður dómstólaráðs.
DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm
Héraðsdóms Vestfjarða um að hafna beiðni
Lögreglunnar á Vestfjörðum um að dóms-
kvaddur matsmaður verði skipaður í nauðg-
unarmáli sem embættið hefur til rannsóknar.
Lögreglan fór fram á að dómskvaddur
sálfræðingur myndi meta hvort fórnarlamb
í nauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá
lögreglu hafi einkenni áfallastreiturösk-
unar. Einnig átti matsmaðurinn að meta
hversu líklegt það væri að áfallastreitu-
röskunin væri orsök nauðgunarinnar.
Lögmaður hins ákærða gerði hins vegar
athugasemdir við orðalag spurn ingarinnar.
Ekki væri eðlilegt að matsmaður svaraði
hvort áfallastreituröskun væri afleiðing
nauðgunar.
Í dómi Héraðsdóms segir að ekki sé
þörf á, þegar liggi fyrir mat sálfræðinga á
ástandi stúlkunnar þar sem segir: „Sálræn
einkenni hennar í kjölfar áfallsins samsvör-
uðu einkennum sem eru þekkt hjá fólki sem
hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkams-
árás, nauðgun, stórslys eða hamfarir.“
Dómari mat það svo að ekki væri nauð-
synlegt að skipa dómskvaddan matsmann
til þess að hægt væri að meta sekt eða sak-
leysi í málinu. -ih
Verjandi taldi ekki eðlilegt að sálfræðingur mæti hvort áfallastreituröskun væri afleiðing kynferðisbrots:
Hafna matsmanni í nauðgunarrannsókn
HÆSTIRÉTTUR Dómarar í Hæstarétti staðfestu dóm
Héraðs dóms Vestfjarða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MIKILL STUÐNINGUR Stuðningsmenn hópuðust saman til þess að hylla frambjóð-
anda sinn í kosningunum. NORDICPHOTOS/AFP
Stuðningsmaður Marinu Silvu, forsetaframbjóðanda sósíalista-
flokksins í Brasilíu, hrópar á kosningafundi í Ceilandia í Brasilíu.
Kosningafundurinn fór fram í gær og var fjölsóttur, en forseta-
kosningarnar munu fara fram þann 5. október næstkomandi. - jhh
Forsetakosningar í Brasilíu fara fram í byrjun október:
Stuð á stuðningsmannafundi
NORÐUR-KÓREA, AP Hæstirétt-
ur Norður-Kóreu hefur dæmt
bandarískan ríkisborgara á þrí-
tugsaldri til sex ára þrælkunar-
vinnu fyrir að koma sér ólög-
lega inn í landið með það fyrir
augum að stunda njósnir.
Matthew Miller er sagður
hafa rifið vegabréfsáritun sína
á flugvellinum í Pjongjang er
hann kom til landsins þann 10.
apríl síðastliðinn. Dómstóllinn
sagði einnig að Miller hafi ætlað
að „upplifa fangelsisvist til að
kanna stöðu mannréttinda“ í
landinu. -ba
Hæstiréttur Norður-Kóreu:
Dæmdur til sex
ára þrælkunar
HEILBRIGÐISMÁL Kostnaður við lífsstílstengda sjúk-
dóma er um 40 milljarðar króna á ári og ársneysla
á sykri er orðin 50 kíló á mann. Þetta er meðal þess
sem Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS,
benti á í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verði sykur-
skattur afnuminn verður þyngdaraukning Íslend-
inga ekki stöðvuð, segir hann.
SÍBS hefur til langs tíma tekið saman upplýsingar
um heilsufar þjóðarinnar og bendir á að Íslendingar
séu nú feitastir allra Norðurlandaþjóða. Með hækk-
un matarskatts á holla vöru og lækkun gjalda á
sykraðar vörur og með niðurfellingu sykurskattsins
er farin kolröng leið í að bæta heilsu- og holdafar
þjóðarinnar, segir framkvæmdastjóri sambands-
ins. Í fjárlagafrumvarpinu eru slíkar skattabreyt-
ingar boðaðar.
Skatturinn var settur á í mars í fyrra. Gjöld á
hreinum sykri hækkuðu þá um 150 krónur á kílóið
og á aðrar vörur í hlutfalli við sykurinnihald, t.d. í
kexi, morgunkorni og bragðbættum mjólkurvörum.
Öll Norðurlöndin setja sykurskatt á matvæli, ein-
ungis í mismunandi útfærslum. „Og nú á að kippa
þessu alfarið úr sambandi og það þrátt fyrir að það
sé margsannað að sykur er einn helsti óvinur okkar
hvað mataræði varðar,“ sagði Guðmundur í fréttum
Stöðvar 2 í gærkvöldi. - lb
Kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er 40 milljarðar króna á hverju ári:
Kolröng leið að lækka sykurskatt
FRAMKVÆMDASTJÓRINN Guðmundur Löve segir marg sannað
að sykur sé okkar helsti óvinur í mataræði. AÐSEND MYND
SAMFÉLAGSMÁL „Við viljum koma
í veg fyrir kvenfyrirlitningu,
klámkjaft og annað slíkt sem
á engan veginn heima í ræðu-
keppni framhaldsskóla,“ segir
í tilkynningu frá nýrri stjórn
Morfís sem hefur gert breyt-
ingar á starfsháttum og venjum
ræðukeppninnar.
Liðsmenn Menntaskólans á
Ísafirði voru á síðasta ári sak-
aði um grófa kvenfyrirlitningu
í garð keppenda Menntaskólans
á Akureyri. Vill hin nýja stjórn
koma í veg fyrir að slíkt endur-
taki sig. -lb
Vilja ekki klámkjaft í keppnum:
Morfís gegn
kvenfyrlitningu
SPURNING DAGSINS