Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGBaðherbergi MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 20146 Góð lýsing og spegill skipta mestu Það sem helstu máli skiptir þegar kemur að hönnun baðherbergja er að lýsingin sé góð og rýmið sé nýtt á sem bestan máta. Sniðugt er að nota klassíska liti á flísar en lífga upp á baðherbergið með því að nota handklæði, kertastjaka og fleiri litla hluti í sterkari litum. Elísabet Ómarsdóttir innanhússarkitekt segir að tilfinning fyrir hreinleika sé nauðsynleg fyrir öll baðherbergi. MYND/GVA Að ýmsu þarf að huga þegar kemur að hönnun bað-herbergja. Helst þarf að huga að lýsingu og að nýta pláss- ið sem til staðar er á sem hag- kvæmastan hátt. „Góð lýsing og spegill skiptir miklu máli,“ segir Elísabet Ómarsdóttir innan- hússhönnuður. „Rúmt og gott geymslupláss og tilfinning fyrir hreinleika er nauðsynlegt fyrir öll baðherbergi.“ „Ef hátt er til lofts í rýminu er sniðugt að hafa skápana háa þannig að lofthæðin og plássið nýtist betur. Góð lýsing er mjög mikilvæg inni á baðherbergj- um, því við viljum fá skugga- lausa lýsingu í andlitið þegar við erum til dæmis að farða okkur og karlmenn að raka sig. Því er gott að hafa lampa báðum megin við spegilinn. Almenn lýsing sem dreifir sér yfir allt herberg- ið er nauðsynleg en svo er alltaf gaman að bæta við smá stemn- ingslýsingu sem getur verið gott að kveikja á þegar farið er í ró- andi sturtu eða bað. Það getur líka verið möguleiki á að dimma almennu lýsinguna í rýminu fyrir þessi tilefni.“ Sniðugt fyrir lítil baðherbergi Elísabet lumar á ýmsum snið- ugum lausnum fyrir til dæmis lítil baðherbergi eða þar sem þarf að nýta rýmið betur. „Til að ná fram meira geymslu- plássi inni á baðherberginu þá er hægt, sem dæmi, að nýta plássið fyrir ofan klósettkassa sem er ekki innfelldur í vegg- inn fyrir grunna skápa. Einnig þessi klassísku ráð, að hafa stóra spegla til að stækka rýmið og að festa handklæðaslána á glersturtuhurðina í staðinn fyrir á vegginn.“ Hún segir að það sé ekkert endilega þannig að fólk velji frekar að hafa sturtu í stað baðkars á litlum baðher- bergjum, það sé mjög persónu- bundið hvort fólk velji og fari eftir ýmsu, til dæmis á hvaða aldri íbúarnir séu, hvort börn séu á heimilinu og hvort fólk fari mikið í bað. Aukahlutir í litum Baðherbergi eru eins misjöfn og þau eru mörg en þau lúta samt sem áður tískustraum- um eins og allt annað. „Jarð- litir eru alltaf klassískir eins og beige og mismunandi gráir tónar. Margir kjósa frekar að lífga upp á umhverfið með lit- ríkum handklæðum eða kerta- stjökum í stað þess að vera með liti í til dæmis flísum eða tækj- um. Það hefur verið að færast í vöxt að fólk noti dökkan við í bland við ljósari flísar. Flísar með óreglulegu og þrí víddar- mynstri eru líka frekar vinsælar núna þótt þær séu áfram í þess- um klassískum jarðlitum,“ segir Elísabet. Baðherbergi sem Elísabet hannaði ásamt samstarfskonu sinni, Söndru Dís Sigurðardóttur, innanhússarkitekt og lýsingarhönnuði. Þar er mikið lagt upp úr lýsingunni og að fá hana sem besta. AÐSEND MYND Almenn lýsing sem dreifir sér yfir allt herbergið er nauðsynleg en svo er alltaf gaman að bæta við smá stemningslýsingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.