Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 56
15. september 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 20 FÓTBOLTI Knattspyrnukonan Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir hefur lagt landsliðsskóna á hill- una. Þetta tilkynnti hún í viðtali við RÚV í hálfleik á leik Íslands og Ísraels á laugardaginn. Ólína, sem leikur með Val, var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ísrael og Serbíu. Þrátt fyrir það sagði Freyr Alex- andersson landsliðsþjálfari að ekki væri loku skotið fyrir það að Ólína yrði valin í landsliðið á nýjan leik. Nú er ljóst að ekkert verður af því. Ólína lék sinn fyrsta landsleik í 4-1 sigri á Ungverjalandi í júní 2003 og þann síðasta gegn Dan- mörku 21. ágúst síðastliðinn. Alls lék Ólína 70 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim tvö mörk. Hún lék með íslenska liðinu í lokakeppni EM í Finn- landi 2009 og Svíþjóð 2013. - iþs Ólína hætt í landsliðinu LEIÐARLOK Ólína hefur leikið sinn síðasta landsleik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ HANDBOLTI ÍBV og Haukar féllu bæði úr leik í EHF- bikarnum í handbolta í gær. Íslandsmeistarar ÍBV mættu ísraelska liðinu Maccabi í tveimur leikjum um helgina sem fóru báðir fram í Vestmanna- eyjum. Maccabi vann fyrri leikinn 25-30 og þann seinni 25-27, og viðureignina samtals 57-50. Einar Sverrisson var markahæstur Eyjamanna í báðum leikjunum. Bikarmeistarar Hauka mættu rússneska liðinu Dinamo Astrakhan á útivelli og höfðu eins marks sigur, 25-26. Það dugði hins vegar ekki til því Rússarnir unnu fyrri leikinn í Schenker-höllinni 27-29 og viðureignina samanlagt 54-53. Árni Steinn Steinþórsson átti stórleik fyrir Hauka og skoraði níu mörk. - iþs Stutt Evrópugaman FÓTBOLTI Stuðningsmenn Aston Villa hafa ekki haft margt til að gleðjast yfir síðustu ár. Eftir að hafa lent í 6. sæti þrjú tímabil í röð undir stjórn Martins O‘Neill og gert atlögu að Meistaradeildarsæti hefur held- ur betur hallað undan fæti hjá félaginu. Fyrir tímabilið var ekki búist við miklu af Villa, en Randy Lerner, eigandi félagsins, setti það á sölu eftir síðasta tímabil og enn sem komið er hefur ekki fundist kaup- andi. Knattspyrnustjóri Villa, Paul Lambert, þótti einnig sitja í einu heitasta sætinu í úrvalsdeildinni. Sú ákvörðun að fá Roy Keane, fyrrver- andi fyrirliða Manchester United, sem aðstoðarþjálfara kom mörg- um á óvart, en síðustu ár hefur það færst í vöxt að aðstoðarþjálfarar eða aðrir meðlimir í þjálfaraliðinu taki við þegar knattspyrnustjórar liða á Englandi eru reknir. Það verður allavega einhver bið á því að Keane taki við, hafi hann hug á því. Eftir fjórar um ferðir situr Villa í öðru sæti ensku úrvals- deildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki. Villa byrjaði tímabilið á 0-1 útisigri á Stoke, gerði svo marka- laust jafntefli við Newcastle United á heimavelli og í síðasta leik fyrir landsleikjahléið bar Villa sigurorð af Hull City með tveimur mörk- um gegn einu. Og á laugardaginn, í fyrsta leik eftir landsleikjahléið, fór Villa á Anfield Road og vann mjög svo óvæntan sigur á Liver- pool. Gabriel Agbonlahor skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu á 9. mínútu. Liverpool var mun meira með boltann í leiknum og sótti stíft, en vörn Villa var þétt og liðið gaf fá færi á sér þrátt fyrir að Ron Vlaar, besti varnarmaður liðsins, væri ekki með vegna meiðsla. Læri- sveinar Lamberts sluppu reyndar með skrekkinn þegar skot Philippes Coutinho small í stönginni á 80. mín- útu, en fyrir utan það sköpuðu leik- menn Liverpool sér ekki mörg góð færi. Villa hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum liðsins í úrvals- deildinni sem er lykilinn að vel- gengninni. Spennandi verður að sjá hversu lengi þetta góða gengi held- ur áfram, en stuðningsmenn hafa allavega fengið ástæðu til að brosa eftir langt hlé. - iþs Varnarmúr Villa hélt enn eina ferðina GAMAN Leikmenn Aston Villa fagna marki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni HM 2015 á laugardaginn. Íslensku stelpurnar mættu ekki mikilli mótspyrnu, en ísraelska liðið átti til að mynda ekki skot að íslenska markinu í leiknum. Þrjú mörk dugðu gegn slöku liði Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta markið á 2. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur og mistök Hanit Scwarz. Þetta var níunda mark Dagnýjar í 47 landsleikjum. Fanndís Friðriksdóttir bætti öðru marki við á 26. mínútu með fallegu skoti fyrir utan vítateig. Þriðja markið kom svo í uppbótar- tíma, en þar var að verki fyrirlið- inn Sara Björk Gunnarsdóttir sem hefur nú skorað 16 mörk í 77 lands- leikjum. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, en Ísland lét þrjú duga gegn slöku liði sem sýndi oft leiðinlega til- burði. Leikmenn Ísraels lágu hvað eftir annað í grasinu en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var mjög ósáttur við framkomu þeirra. „Þetta er bara til skammar og kvennaknattspyrnunni ekki til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann sagði að íslenska liðið hefði oft spilað betur: „Við töl- uðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín,“ sagði Freyr sem hrós- aði varamönnunum þremur: „Þetta voru frábærar inn- komur hjá Sigrúnu (Ellu Ein- arsdóttur), Guðmundu (Brynju Óladóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur), og þá sérstaklega hjá Sigrúnu. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær.“ Langaði að breyta til Þessi nýjasta landsliðskona Íslands var að vonum ánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. „Þetta var æðisleg upplifun,“ sagði Sigrún sem sagðist hafa fundið sig vel á þeim rúmu 20 mínútum sem hún spilaði í leikn- um: „Þetta gekk nokkuð vel. Ég reyndi bara að gera það sem ég hef verið að gera í sumar. Þetta voru skemmtilegar mínútur sem ég fékk á móti Ísrael.“ Sigrún, sem leikur sem hægri kantmaður, er uppalinn FH- ingur en gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun: „Mig langaði aðeins að breyta til. Ég var búin að vera í FH frá því ég var fimm ára og langaði í smá tilbreytingu og meiri áskorun,“ sagði Sigrún og bætti við: „Stjarnan er auðvitað Íslands- meistari og ég leit á það sem hörku áskorun að fara í þetta sterka lið. Ég sé ekki eftir þess- ari ákvörðun.“ Stjörnunni hefur gengið allt í haginn á tímabilinu, en liðið á Íslandsmeistaratitilinn vísan þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deild kvenna. Stjarnan tryggði sér einnig bikarmeistara- titilinn með 4-0 sigri á Selfossi fyrir tveimur vikum, en þetta var fyrsti titilinn sem Sigrún vinnur í meistaraflokki. Hún stefnir á að halda sæti sínu í íslenska landsliðinu: „Já, þar vil ég vera. Og miðað við byrjunina er það alveg raunhæft og vonandi gengur það eftir,“ sagði Sigrún Ella Einarsdóttur, nýjasta landsliðskona Íslands að lokum. ingvithor@365.is Ég sé ekki eft ir ákvörðuninni Stjörnustúlkan Sigrún Ella Einarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann fyrirhafnarlítinn 3-0 sigur á Ísrael í undankeppni HM 2015 á laugardaginn. Hún vonast til að halda sæti sínu í landsliðinu. LEIKIN Sigrún fór oft illa með varnarmenn Ísraels á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ KÖRFUBOLTI Bandaríkin urðu í gærkvöld heimsmeistarar í körfubolta eftir 129-92 sigur á Serbíu í úrslitaleik. Bandaríkin, sem komust í úrslitaleikinn með því að vinna Litháen í undanúrslitum, voru með undirtökin allt frá byrjun. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 35-12 og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn orðinn 26 stig, 67-41. Bandaríkjamenn slökuðu ekk- ert á í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan 37 stiga sigur, 129-92. Kyrie Irving, leikmaður Cleveland Cavaliers, var stiga- hæstur í liði Bandaríkjanna með 26 stig, en fyrirliðinn James Harden kom næstur með 23 stig. Nikola Kalinic og Nemanja Bje- lica skoruðu 18 stig hvor fyrir Serbíu. Þetta eru önnur gullverðlaun- in sem Bandaríkin vinna á HM undir stjórn Mike Krzyzewski sem tók við þjálfun landsliðs- ins árið 2006. Krzyzewski, sem hefur þjálfað körfuboltalið Duke- háskólans frá 1980, hefur einnig stýrt Bandaríkjunum til tveggja gullverðlauna á Ólympíu leikum. - iþs Bandaríkin heimsmeistarar SVALUR Irving skoraði 26 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.