Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 17
BAÐHERBERGI MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Kynningarblað Álfaborg, S. Helgason, BYKO og Papco. Álfaborg þekkja nú flestir,“ segir Ragnar Már Valsson, ráðgjafi hjá Álfaborg sem býður heildarlausnir fyrir bað- herbergið. Fyrirtækið var stofnað 1986 af núverandi eigendum sem hafa alla tíð boðið vöruúrval frá traustum og vönduðum framleið- endum. „Álfaborg er þekktust fyrir sitt mikla f lísaúrval en fyrirtækið verslar með ýmsar aðrar gerðir af gólfefnum, eins og parket, dúka og teppi,“ útskýrir Ragnar. Fyrir fáeinum árum rann fyrir- tækið Baðheimar inn í Álfaborg og jókst þar með vöruúrval af hrein- lætistækjum. „Eins og í öðrum vöruflokkum einbeitir Álfaborg sér að fáum og traustum framleiðendum,“ segir Ragnar. „Má þar helst nefna Vill- eroy & Boch, Tece, Bossini og Pal- lazani sem allt eru áreiðanlegir framleiðendur sem viðskipta vinir okkar þekkja að góðum gæðum og sanngjörnum verðum.“ Með eldri útgáfur á lager Álfaborg býður upp á afar breitt úrval af flísum en þær helstu eru frá Porcelanosa og Venis frá Spáni, Imola, Marazzi og Piemme frá Ítalíu og Nordceram frá Þýskalandi. „Undanfarin ár hefur mikil vinna farið í að bregðast við breyttum markaði og einn liður í því var að skoða birgja okkar og kanna hversu áreiðanlegir þeir eru til næstu tíu til tuttugu ára. Mikill árangur hefur náðst í þeirri vinnu og skilar sér í betri vörum til við- skiptavina okkar,“ segir Ragnar, sem fær reglulega til sín viðskipta- vini sem eru að bæta eða breyta og vantar viðbót á flísum. „Þá er mjög líklegt að við eigum til viðkomandi f lísar og upp- skerum vitaskuld mikið þakklæti fyrir.“ Spennandi nýjungar á leiðinni Ragnar segir Álfaborg fylgjast vel með hvers kyns straumum og stefnum í flísatískunni. „Starfsfólk Álfaborgar fer að minnsta kosti tvisvar á ári á sýn- ingar erlendis og í næstu viku förum við á stóra f lísasýningu í Bologna á Ítalíu. Viðskipta- vinir Álfaborgar geta því átt von á spennandi nýjungum næstu mán- uði.“ Eins og áður hefur komið fram býður Álfaborg heildarlausnir fyrir baðherbergi. „Viðskiptavinir geta komið til okkar í verslunina og meðal ann- ars fengið ráðgjöf um hvernig f lísar henta rýminu, hvort betra sé að velja innfelld sturtutæki eða hefðbundin og hvort velja skuli sturtugler, sturtuhorn eða jafn- vel heilan sturtuklefa. Álfaborg býður upp á vandaða sturtuklefa frá danska framleiðandanum Dansani og hafa lausnir frá þeim reynst afar vel á íslenskum heim- ilum og sumarhúsum.“ Vegg- og gólfdúkar í tísku Flísar eru gjarnan valdar til að prýða gólf eða veggi baðherbergja en Ragnar segir nú færast í aukana að nota dúka á gólf og veggi. „Sú lausn er reyndar mest notuð í sérhæfð verkefni eins og hjúkr- unar- og gistiheimili þó svo að æ f leiri viðskiptavinir Álfaborgar hafi áttað sig á möguleikum dúka til notkunar á baðherbergjum,“ upplýsir Ragnar í Álfaborg sem er sérstaklega sterkt í gegnheilum ör- yggisdúkum frá sænska framleið- andanum Tarkett. Allar nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Álfaborgar má finna á www.alfaborg.is. Heildarlausnir fyrir baðherbergið Í Álfaborg fæst allt sem prýða má fallegt baðherbergi. Verslunin er þekkt fyrir glæsilegt flísaúrval en býður einnig upp á traust, falleg og vönduð hreinlætistæki, sturtuklefa, parket, teppi og dúka sem nú njóta æ meiri vinsælda á gólf og veggi baðherbergja. Ragnar Már Valsson er söluráðgjafi hjá Álfaborg sem býður glæsilegar heildarlausnir fyrir baðherbergi. MYND/GVA flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.