Fréttablaðið - 15.09.2014, Síða 49

Fréttablaðið - 15.09.2014, Síða 49
KYNNING − AUGLÝSING Baðherbergi15. SEPTEMBER 2014 MÁNUDAGUR 9 Við kunnum að lifa hvert með öðru, en það er svip-að og með hunda og ketti, þeir geta lært að búa saman en það er aldrei alveg friður,“ segir Alex- ander Kárason, sölustjóri Papco, hlæjandi. Alexander og fjölskylda hans keyptu hið rótgróna fyrir- tæki Papco fyrir tíu árum en þá hafði það starfað við góðan orð- stír í tuttugu ár. „Við áttum áður prentsmiðju á Akureyri, mamma var framkvæmdastjóri og pabbi prentari. Nú situr mamma í stjórn Papco, þannig að við erum oft með foreldra okkar í kringum okkur,“ segir Alexander, sem ávallt er kall- aður Lexi. Vöruflóran aukin Þegar þeir bræður tóku við fyrir tíu árum störfuðu um 15 manns við fyrirtækið. „Í dag eru starfs- menn yfir fjörutíu í heildina, þar af sex í útibúi okkar á Akureyri og einn á Egilsstöðum,“ upplýsir Lexi. Fyrsta verk fjölskyldunnar var að auka vöruflóru fyrirtækisins. „Það voru ekki miklir vaxtarmöguleikar í pappírnum og því þurftum við að fjölga eggjunum í körfunni,“ segir Lexi og því var ákveðið að flytja inn og bjóða upp á alhliða hrein- lætisvörur. „Við ætlum að vera sér- fræðingar í hreinlætisefnum fyrir eldhús og salerni bæði fyrir heim- ili og fyrirtæki,“ segir Lexi. Papco er þegar komið með samninga við ríkisspítalana og býður upp á hátt þjónustustig. „Við höfum líka opnað litla verslun hér á Stórhöfða 42 þar sem við seljum alhliða hreinlætisvörur, frá gólfsápum og plastpokum upp í latexhanska og hárnet.“ Framleiða fyrir flestar verslanir Klósettpappírinn og eldhúsrúll- urnar eru þó enn aðalsmerki Papco líkt og undanfarin þrjátíu ár. „Við flytjum inn hráefnið í pappírinn og framleiðum síðan rúllurnar hér heima. Með þessu getum við hámarkað þyngdina í gám unum og margfaldað síðan magnið. Þar verður til mikill virðis auki,“ segir Lexi en þeir bræður eru nokk- uð sáttir við reksturinn í dag. „Við lentum í miklum vandamálum í kringum hrun líkt og svo mörg fyrirtæki. Það tekur tíma að ná því til baka en við erum ánægðir með hvernig okkur hefur gengið undan- farið.“ Papco framleiðir pappír fyrir f lestar verslanir á Íslandi. „Við notum mismunandi upp skriftir eftir því sem verslanirnar óska eftir,“ segir Lexi. Hann telur að Papco sé að öllum líkindum minnsti sérframleiðandi salernis- pappírs í heimi. „Til dæmis er enginn framleiðandi á við Papco í Danmörku sem er þó marg- falt stærra markaðssvæði. Lík- lega er þetta því blanda af sjálfs- bjargarviðleitni og íslensku mikil- mennskubrjálæði,“ segir hann glettinn. Fífa og Fjóla Ein af nýjungunum í framleiðslu Papco er að búa til lúxus pappír. „Við erum að færa okkur meira inn á þetta svið og gerum það með vörumerkjunum Fjóla og Fífa. Það er lúxus þriggja laga pappír. Svo fer að detta á markað frá okkur þriggja laga eldhúspappír líka,“ segir Lexi og bendir á að með þessu sé Papco að koma til móts við óskir neytenda. Þeir sem kaupa pappírinn frá Papco ættu einnig að hafa góða samvisku þar sem þeir styðja við innlenda framleiðslu. Heildarlausn í fjáröflun Það er rammíslensk hefð að íþróttafélög, kórar og aðrir hópar selji klósettpappír til fjáröfl unar og þar kemur Papco sterkt inn. „Við höfum reynt að hjálpa hópum að ná markmiðum sínum,“ segir Lexi en Papco býður upp á margt annað en pappír fyrir slíkar fjár- aflanir. „Við látum til dæmis fram- leiða fyrir okkur lakkrísblöndur og erum með harðfisk, hreinlætis- vörur, poka, jólapappír, kaffi og sælgæti. Þannig bjóðum við upp á heildarlausn til fjáröflunar enda finnst fólki oft þægilegt að fá þetta allt á einum stað.“ Fjölskylda með húmor Papco-fjölskyldan tekur lífinu ekki of alvarlega. „Við höfum húmorinn í forgrunni því klósettpappír er ekkert alvarlegt mál. Við segjum til dæmis stundum að við séum með þróunardeild undir stiganum en það er auðvitað bara klósettið,“ segir Lexi og hlær. „Við erum líka með slagorð í íþróttunum sem er „Bestir á bossann“ og þegar maður er spurður hvernig bransinn gangi svarar maður að bragði: „Það eru bara allir að skeina sér.“ Lúxuspappír og hreinlætisvörur framtíðin hjá bræðrunum í Papco Mikil þróun hefur orðið hjá Papco síðan bræðurnir Þórður, Ólafur og Alexander Kárasynir keyptu það fyrir tíu árum. Starfsmönnum hefur fjölgað úr tuttugu í sextíu, Papco er nú orðið sterkt á markaðnum fyrir hreinsivörur og útibú Papco er að finna bæði á Akureyri og Egilsstöðum. Bræðurnir hafa húmor fyrir framleiðslu sinni og hika ekki við að slá um sig með smá klósettgríni. Papco hefur í meiri mæli fært sig yfir á hreinlætisvörumarkaðinn. Það þjónustar bæði fyrirtæki og heimili. Á Stórhöfða 42 hefur verið opnuð verslun þar sem fást alhliða hrein- lætisvörur, frá gólfsápum og plastpokum upp í latexhanska og hárnet. Fífa og Fjóla eru nýjungar hjá Papco en um er að ræða þriggja laga lúxus salernispappír. Þeir Kárasynir, Alexander sölustjóri, Þórður framkvæmdastjóri og Ólafur framleiðslustjóri, fyrir framan fyrirtæki þeirra Papco á Stórhöfða 42. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.