Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 8
15. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Göran
Hägglund
Kristilegir
Annie Lööf
Mið-
flokkurinn
Jan
Björklund
Frjálslyndir
Jonas
Sjöstedt
Vinstri-
flokkur-
inn
Åsa
Romson
Græn-
ingjar
Fredrik
Reinfeldt
Hægrifl.
Stefan
Löfven
Jafnaðar-
menn
Gudrun
Schyman
Femín-
istar
Jimmie
Åkesson
Svíþjóð-
ardemó-
kratar
Úrslit sænsku þingkosninganna
Kosningaúrslit (Breyting frá 2010)
Hægri flokkarnir Hlutfall Þingsæti
Hægriflokkurinn (Moderata samlingspartiet) 23,2 (-6,8) 85 (-22)
Frjálslyndir (Folkpartiet liberalerna) 5,4 (-1,7) 19 (-5)
Miðflokkurinn (Centerpartiet) 6,2 (-0,4) 21 (-2)
Kristilegir demókratar (Kristdemokraterna) 4,6 (-1,0) 16 (-3)
Samtals 39,4 (-8,9) 141 (-32)
Vinstri flokkarnir
Jafnaðarmenn (Socialdemokraterna) 31,1 (+0,4) 114 (+2)
Vinstriflokkurinn (Vänsterpartiet) 5,7 (+0,1) 20 (+1)
Græningjar (Miljöpartiet) 6,8 (-0,4) 24 (-1)
Samtals 43,6 (+0,1) 158 (+2)
Femínistafrumkvæðið (Feministiskt initiativ) 3,1 (+2,7) 0 (0)
Svíþjóðardemókratarnir 13 (+7,2) 50 (+30)
SVÍÞJÓÐ Stærsta sigurinn í þing-
kosningunum í Svíþjóð í gær unnu
hægri þjóðernissinnarnir í flokki
Svíþjóðardemókrata. Þeir eru
komnir upp í rúmlega 10 prósent
atkvæða og þar með orðnir þriðji
stærsti stjórnmálaflokkur lands-
ins.
Svíþjóðardemókratarnir hafa
því náð að bæta við sig nærri
fimm prósentum með því að höfða
til ótta almennings við útlendinga.
Enginn hinna flokkanna hefur
samt minnsta áhuga á að fá þá
í stjórnarsamstarf með sér,
þannig að þessi sigur hefur fyrst
og fremst þau áhrif að torvelda
öðrum flokkum að mynda meiri-
hlutastjórn.
Kosningavaka flokksins í Malmö
var haldin í húsnæði KFUM í gær-
kvöld, en formaður KFUM frétti
ekki af því fyrr en um kvöldið
og brást við með því að taka raf-
magnið af húsinu og kveikja á
brunabjöllum.
Félagar flokksins héldu engu að
síður áfram með fundinn, í myrkri
og hávaða, en hleyptu ekki blaða-
mönnum inn.
Hægri stjórn Fredriks Rein-
felds beið afhroð í kosningunum,
Reinfeldt sagði í gærkvöld af sér,
bæði sem forsætisráðherra og leið-
togi hægri flokksins. Samtals eru
hægri flokkarnir fjórir með innan
við 40 prósent atkvæða, og hafa
þá tapað nærri tíu prósentum frá
kosningunum árið 2010. Munar þar
mestu um nærri 8 prósenta fylgis-
tap Moderaterna, flokks Reinfeldts
forsætisráðherra.
Vinstri flokkarnir þrír vinna
hins vegar engan afgerandi sigur,
því þótt þeir séu komnir með
nærri 45 prósent atkvæða þá eru
þeir ekki að bæta við sig nema um
einu prósenti samanlagt.
Útgönguspár bentu til þess að
flokkur femínista, Femínista-
frumkvæðið, myndi í fyrsta sinn
skríða yfir 4 prósenta lágmarkið
og ná manni inn á þing. Það gekk
þó ekki eftir.
Reinfeldt hefur verið forsætis-
ráðherra í tvö kjörtímabil, heil átta
ár, og þykir hafa staðið sig býsna
vel í efnahagsmálum. Ekki er því
að sjá að kjósendur hafi verið að
refsa honum fyrir neitt sérstakt,
heldur skýrist niður staðan frek-
ar skýrast af því að kjósendur séu
hreinlega orðnir leiðir á honum.
Annars vekur athygli hve fylgis-
tölurnar hafa í raun lítið breyst frá
kosningunum fyrir fjórum árum.
Breytingar á fylgi flokkanna eru
innan við tvö prósent, að undan-
skildum Moderaterna sem tapar
nærri sjö prósentum og Svíþjóðar-
demókrötum sem vinna rúmlega
sjö prósent.
Niðurstaðan úr sænsku kosning-
um hlýtur meðal annars að vera
harla leiðinleg fyrir David Came-
ron, forsætisráðherra Bretlands,
en Reinfeldt hefur verið helsti
bandamaður Camerons innan
Evrópu sambandsins.
Löfven er á hinn bóginn í góðum
tengslum við Ed Miliband, leiðtoga
bresku stjórnarandstöð unnar,
enda báðir sósíaldemókratar.
gudsteinn@frettabladid.is
Heldur dapurlegur sigur Löfvens
Leiðtogi sænskra sósíaldemókrata getur ekki myndað meirihlutastjórn vinstri flokkanna, þrátt fyrir kosningasigur þeirra í gær. Svíþjóðar-
demókratar eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn, en enginn vill stjórna með honum og rafmagnið var tekið af kosningavöku flokksins í gær.
STEFAN LÖFVEN Það kemur í hlut leiðtoga jafnaðarmanna að
reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SEGIR AF SÉR Fredrik Reinfeldt sagði af sér í gærkvöld, bæði
sem forsætisráðherra og leiðtogi flokks sins. NORDICPHOTOS/AFP