Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 6
15. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til fundar. Tilefni fundarins er; Stofnun hollvinasamtaka HSSR. Allir þeir sem eru félagar í HSSR eða hafa einhvern tíma verið það eru velkomnir á fundinn. Fundurinn verður haldinn í húsnæði HSSR að Malarhöfða 6. Miðvikudaginn, 17. september 2014, kl. 20:00. Sjá nánar á www.hssr.is BJÖRGUN Leki í bát Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær- kvöldi vegna báts sem lak um þrettán sjómílur norðaustur af Siglufirði. Báturinn var rafmagnslaus og því var ekki hægt að nota rafmagnsdælur sem voru um borð. Skipverjinn hafði ekki undan að dæla vatni með handdælu úr bátnum. Dælur sem björgunar- sveitamenn höfðu meðferðis nægðu til að dæla vatninu út. VIÐSKIPTI Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofn- unar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núll- ið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofn- unar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um ára- mót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggða- stofnunar standa betur,“ segir Þór- oddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættu- grunni en stofnunin sé með í kring- um 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlut- verki sínu að lána það sem bank- arnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofn- un að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bank- arnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlut- unum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalönd- unum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæð- una fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðn- ingur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengis- munar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn. freyr@frettabladid.is Byggðastofnun verði réttum megin við núll Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að hún verði rekin með afgangi það sem eftir er ársins. Eigið fé sé langt umfram lágmark og stofnunin muni áfram geta lánað í verkefni sem bankarnir eru tregir til að lána. BYGGÐASTOFNUN Færslur á afskriftareikningi eru færri nú en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það er ástæða fyrir því að bank- arnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar. 1. Hvað var mörgum sagt upp hjá Landsbankanum í vikunni? 2. Hvaða barnaleiksýningar voru frum- sýndar um helgina? 3. Hverjir skoruðu gegn Tyrkjum? SVÖR 1. Átján manns. 2. Lína Langsokkur og Ævin- týri í Latabæ. 3. Gylfi Þór Sigurðsson, Kol- beinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson. STJÓRNMÁL „Við höfum áhyggjur af stöðu kvenna og margt sem bendir til þess að atvinnuleysi kvenna sé tregleysanlegra,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar- innar. Hann kynnti stefnu flokksins fyrir þingveturinn á fundi í gær. Í stefnunni segir að konur yfir fimmtugu séu stór hópur þeirra sem glíma við langtímaatvinnu- leysi og konur vinni hlutastörf í meira mæli en karlar. Atvinnuleysi kvenna sé meira en karla hvort sem litið er til höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggð arinnar. Ástæða sé til að spyrja hvort ákveðnir aldurs hópar standi verr en aðrir eða ákveð- in landsvæði, hvaða áhrif hærra menntunarstig kvenna hafi á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvort þær fá atvinnu og laun við hæfi. Sam- fylkingin leggur til að félags- og húsnæðismálaráðherra verði falið að flytja skýrslu um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá segir Árni Páll að áherslur Samfylkingarinnar sýni að atvinnu- mál séu stóra málið og það séu ákveðin áhyggjuefni. „Það er ekki nægur vöxtur þekkingarstarfa þar,“ segir hann. Samfylkingin vill að aukið verði á nýfjárfestingu í tækni- og hugverkageiranum, heim- ildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum félögum verði auknar og að sértækar ívilnanir verði veittar vegna nýfjárfestinga í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfunar starfsfólks. - jhh Árni Páll Árnason kynnti í gær stefnu Samfylkingarinnar fyrir þingveturinn: Hafa áhyggjur af stöðu kvenna FORMAÐURINN Árni Páll Árnason kynnti stefnu Samfylkingarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KRÍMSKAGI, AP Íbúar á Krímskaga, sem innlimaður var í Rússland í mars síðastliðnum, kusu sér hundrað manna héraðsþing í gær. Volodmír Poljoví, talsmaður öryggisráðs Úkraínu, segir að stjórnvöld í Úkraínu líti svo á að kosningarnar séu ólöglegar. Sækja eigi þá til saka sem efnt hafa til kosninganna, en refsingin við því að taka völd ríkisins í eigin hendur getur numið allt að tíu ára fangelsi. Flest benti til þess að flokkurinn Sameinað Rússland, sem er flokk- ur Vladimírs Pútín, forseta í Rúss- landi, fengi langflest atkvæði. - gb Kosið í innlimuðu héraði: Krímskagabúar kjósa sér þing Á KJÖRSTAÐ Rússneskur hermaður í Sevastopol speglast þar sem hann sting- ur kjörseðli í kassa framan við stóran spegil. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Stjórnmálaflokk- urinn Valkostur fyrir Þýskaland, sem er andvígur evrunni, vann stóran sigur í kosningum til fylkis- þings í þýsku sambandslöngunum Brandenborg og Thüringen, sem haldnar voru í gær. Í Brandenborg fékk flokkurinn 12 prósent atkvæða en í Thüringen 10 prósent. Flokkurinn náði ekki manni inn á þjóðþing Þýskalands þegar kosið var á síðasta ári en komst þó býsna nærri fimm pró- senta lágmarkinu. Í Thüringen gerðu leiðtogar Vinstriflokksins, sem á að hluta rætur að rekja til gamla austur- þýska Kommúnistaflokksins, sér auk þess vonir um að flokkur þeirra kæmist til valda í fyrsta sinn. - gb Kosningar í Þýskalandi: Andstæðingar evru vinna á BJÖRN HÖCKE Leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland hrósaði sigri í Thüringen. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GASA Skólahald hófst á ný á Gasa í gær eftir stríðsátökin sem stóðu í sumar. Athygli var sérstaklega beint að andlegu ástandi barnanna og var nemendum boðin sál- fræðiaðstoð áður en hefðbundnar kennslustundir hófust. Upphaf skólaársins dróst um nokkrar vikur vegna skemmda sem urðu á yfir 250 skólum á Gasa. Margar aðrar skólabyggingar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa verið nýttar fyrir flóttamenn. - ih Börnum veitt sálfræðiaðstoð: Skólahald hefst aftur á Gasa HEILBRIGÐISMÁL Formaður nefnd- ar um greiðsluþátttökukerfi sjúk- linga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þús- und krónur á ári fyrir læknismeð- ferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, fer fyrir nefnd- inni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breyt- ingar á núverandi greiðsluþátt- tökukerfi sem sé allt of flókið. Pétur segir að þegar ekkert hámark er í kerfi þá geti sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar og fleiri verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðun- andi. Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér til- lögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneyt- inu sem verið er að taka saman. „Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað, sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sér- fræðingar, myndatökur eða rann- sóknir; að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“ Pétur segist geta hugs- að sér að hámarkið yrði um 120 þúsund krónur á ári, eða 10 þús- und krónur á mánuði. - hh Pétur Blöndal segir lengi hafa legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á greiðsluþátttökukerfi sjúklinga: Hámarksgreiðslan verði 120 þúsund á ári FORMAÐUR NEFNDAR Pétur segir að lengi hafi legið fyrir að það þyrfti að einfalda kerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.