Fréttablaðið - 15.09.2014, Page 4

Fréttablaðið - 15.09.2014, Page 4
15. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ATVINNUMÁL Heildarlaun félaga í Starfsmannafélagi Ríkisins í fullu starfi hafa hækkað um rúm- lega 26 þúsund krónur frá því í janúar í fyrra, samkvæmt nýrri launakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagið. Þetta er rúm- lega 7 prósenta hækkun. Meðal- tal heildar launa í könnuninni nú voru 398 þúsund en voru 372 þús- und fyrir ári og 352 þúsund fyrir tveimur árum fyrir fullt starf. Árni Stefán Jónsson, for- maður SF R, hefur áhyggjur af hinum launa- lægstu. „Þetta eru lág laun sem við erum að horfa upp á. Fimm lægstu prósentin eru með ansi lág laun, um 245-250 þúsund. Það er vandamál hvað lægsti hópurinn hefur það alltaf skítt. Þótt menn reyni að hífa hann upp þá tekst það í ákveðinn tíma og svo eru aðrir farnir fram úr honum og hann situr einhvern veginn alltaf eftir. Ég á ekki skýringar eða ráð um það hvernig í ósköpunum á að tak- ast á við þetta,“ segir Árni Stefán en bætir því við að hann vonist til að þeir sem eru í lægsta hópnum séu menn sem ekki hafi verið með mjög mikla fjölskylduábyrgð. Laun starfsmanna innan SFR hafa að meðaltali hækkað um um það bil 7 prósent síðastliðin þrjú ár, eða alls um 20 prósent. „Síðustu þrjú ár hefur okkur tekist betur upp prósentulega en oft áður. Þrátt fyrir allt hafa kjarasamn ingar síðustu ár lagt áherslu á lægstu launin sem skilar okkur eitthvað hærri prósentu.“ Árni Stefán segir þó að opinberir starfsmenn eigi langt í land með að ná starfs- mönnum á almenna markaðnum. „Þarna er allt upp undir 17 pró- senta munur sem almenni mark- aðurinn er hærri um og við höfum reynt að halda aðeins betur í við þá síðustu árin,“ segir hann. Heildarlaun félaga hjá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar hafa hækkað um 5 prósent frá því í könnuninni fyrir ári. Á þremur árum hafa þau hækkað um átján prósent. „Áhyggjuefnið er að það kemur fram mikil óánægja með laun- in og það er meiri starfsmanna- velta,“ segir Garðar. „Það er þetta sem sló mig mest,“ segir hann. Í könnuninni kemur fram að rúmlega sjö af hverjum tíu séu óánægðir með launakjör sín. Þetta hlutfall er heldur hærra en í síðustu könnunum. Meiri óánægja mælist á meðal kvenna en karla. Um 60 prósent félagsmanna í SFR eru óánægðir með launin, en ánægja með laun hefur verið svipuð síðustu fjögur ár. Karlar eru örlítið ánægðari með sín laun en konur. jonhakon@frettabladid.is Tuttugu prósenta hækkun launa á þriggja ára tímabili Heildarlaun félaga í Starfsmannafélagi ríkisins hafa hækkað að meðaltali um tuttugu prósent á þriggja ára tímabili. Formaður félagsins hefur áhyggjur af þeim launalægstu, þótt mikil áhersla hafi verið lögð á að hækka laun þeirra. Á þremur árum hafa laun starfsmanna í Starfsmannafélagi ríkisins hækkað um átján prósent. FÓLK Heildar- laun félaga í Starfsmanna- félagi ríkisins í fullu starfi hafa hækkað um rúm- lega 26 þúsund. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÁRNI STEFÁN JÓNSSON Könnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar var gerð þannig að úrtak var 3.500 manns, en 1.700 félagar sendu inn lista og voru notuð rúmlega 1.300 svör við úrvinnsluna. Svarhlutfall var 47 prósent. Af þeim sem svöruðu voru konur 67 prósent og karlar 33 prósent. Langflestir svöruðu á netinu. Könnunin var unnin af Capacent Gallup í febrúar og mars 2014 og var spurt um laun 1. febrúar 2014. Könnun Starfsmannafélags ríkisins var gerð á sama tíma og könnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Svarhlutfall var 59 prósent og af þeim sem svöruðu voru 74 prósent konur og 26 prósent karlar. Hlutfall kvenna í félaginu er um 70 prósent. Aðferðafræði könnunarinnar 5.826 manns störfuðu í 5.099 stöðugildum á leikskólum í desember 2013. Starfsfólk í leikskólum á Íslandi hefur aldrei verið fleira en í desember 2013. Á sama tíma sóttu 19.713 börn leikskóla á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Heimild: Hagstofa Íslands. STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristjáns- dóttir sagði að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja end- astöð og gæti alveg eins séð sjálfa sig á öðrum starfsvettvangi í sjón- varpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær. Hanna Birna er einnig ósátt við tölvupósta sem blaðamaður DV sendi aðstoðarmanni hennar, Þór- eyju Vilhjálmsdóttur. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana að játa glæpinn, annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ sagði Hanna Birna. -ih Hanna Birna ósátt við DV: Segir stjórnmál ekki endastöð HANNA BIRNA Innanríkisráðherra seg- ist sjá sig á öðrum vettvangi en í stjórn- málum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson hefur lagt fram lagafrumvarp um að virðisaukaskattur verði endur- greiddur af vinnu manna við við- hald kirkna og annarra samkomu- húsa trú- eða lífskoðunarfélaga. Í greinargerð með frumvarp- inu segir að hægt hafi verið að fá virðisaukaskatt endurgreiddan vegna vinnu við íbúðarhúsnæði og sumarbústaði í nokkur ár. Því væri ekki úr vegi að sambærileg ákvæði giltu um trú- og lífskoðunarfélög enda hafi viðhald kirkna víða setið á hakanum í efnahagsþrengingum síðustu ára. -ih Endurgreiðslur til trúfélaga: Vilja að kirkjur fái skattaafslátt AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ BRETLAND, AP „Þeir eru engir mús- limar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. Haines er þriðji Vesturlanda- búinn sem samtökin taka af lífi í Sýrlandi með þessari aðferð, og birta myndband því til staðfest- ingar. Cameron hefur ekki kynnt neinar hernaðaraðgerðir gegn Ísl- amska ríkinu, en Bandaríkin hafa undanfarið verið að safna liði á meðal vestrænna og arabískra stjórnvalda. Bandaríkin hafa sjálf gert fjölmargar loftárásir á víga- sveitirnar síðustu vikurnar. Araba- bandalagið hefur einnig samþykkt að hefja hernað gegn Íslamska rík- inu. Tyrkland hyggst hins vegar standa hjá, enda sjá tyrknesk stjórnvöld sér engan hag í að styðja við Kúrda í norðurhluta Íraks. Kúrdar í Írak og Tyrklandi hafa lengi viljað stofna sjálfstætt ríki, en Tyrkir mega ekki til slíks hugsa. Vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hafa á sínu valdi stór svæði bæði í Sýrlandi og Írak, hafa eflst mjög á síðustu vikum og mánuðum. Bandarískir leyniþjónustumenn fullyrða að samtökin þurfi ekki lengur að treysta á fjárframlög frá auðkýfingum við Persaflóann held- ur séu þau farin að þéna meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala á dag með olíusmygli, mansali, þjófn- aði og fjárkúgunum. - gb Öfgasamtökin Íslamskt ríki afla sér fjár með smygli á olíu, ránum, mansali og fjárkúgunum: Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi TEKINN AF LÍFI Úr myndbandinu sem sagt er sýna aftöku Davids Haines í Sýr- landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LÆGIR og sést víða til sólar á morgun en búast má við rigningu víðast hvar á landinu á miðvikudag. Kólnar heldur í vikunni, hiti að 20 stigum í dag en verður á bilinu 8-13 stig næstu daga. 9° 10 m/s 10° 10 m/s 9° 7 m/s 11° 5 m/s víða 3-8 m/s Víða hægviðri. Gildistími korta er um hádegi 22° 32° 20° 24° 21° 17° 21° 19° 19° 29° 21° 34° 30° 28° 24° 23° 20° 21° 11° 5 m/s 11° 8 m/s 16° 8 m/s 15° 6 m/s 15° 8 m/s 11° 8 m/s 6° 9 m/s 10° 11° 9° 8° 11° 9° 11° 9° 11° 11° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.