Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGBaðherbergi MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 20144
„Þetta fer svolítið eftir því hvar
niðurfallið er staðsett og hvort
um er að ræða salerni á neðstu
hæð húss eða á efri hæðum. Ef
niðurfallið er nálægt veggn-
um getur verið nóg að fjarlægja
gamla salernið, smíða kassa utan
um niður fallið og tengja nýja sal-
ernið í sama niðurfall,“ segir Guð-
mundur.
„Sé það langt frá vegg getur
kassinn hins vegar orðið óþarf-
lega fyrirferðamikill. Þá getur
reynst nauðsynlegt að brjóta
upp gólfið og færa niðurfallið
nær veggnum. Það er lítið mál á
neðstu hæð en meira fyrirtæki á
efri hæðum.“
Guðmundur mælir með því að
skipt sé við viðurkenndar lagna-
verslanir en hann segir hægt að
kaupa vandaða pakka sem inni-
halda salernisskál, hnapp og lögn
frá um 50-60 þúsund krónum.
Með vinnu pípulagningamanns
og f l ísalagningarmann gæti
verkið í heild kostað frá 150.000
krónum, en það fer auðvitað allt
eftir aðstæðum á hverjum stað
fyrir sig og hversu mikið fólk vill
leggja í framkvæmdina. Margir
nota jú tækifærið og skipta um
annað í leiðinni.
Guðmundur segir nauðsynlegt
að fá pípara til að tengja salernið.
„Ég hef komið að frágangi ann-
arra en fagmanna og það er ekki
fögur sjón. Óvandaður frá gangur
býður líka hættunni heim og
getur kallað á leka og ýmis önnur
vandamál.“
Ef niðurfallið er
nálægt veggnum
getur verið nóg að
fjarlægja gamla salernið,
smíða kassa utan um
niðurfallið og tengja
nýja salernið í sama
niðurfall.
Minna mál en
margur heldur
Upphengd salerni hafa marga kosti fram yfir gólfföst. Þau eru fyrirferðarminni og
það er auðveldara að þrífa í kringum þau. Þau þykja jafnframt smart. Að sögn
Guðmundar Páls Ólafssonar, formanns Félags pípulagningameistara, er ekki
endilega nauðsynlegt að taka allt baðherbergið í gegn þótt vilji sé til að skipta úr
gólfföstu í upphengt salerni og er það oft minna mál en margur heldur.
Fyrirtækið S. Helgason hefur um langt skeið selt fallegar handlaugar, flísar og borðplötur úr steini inn á baðher-bergi landsmanna. Fyrirtækið sérsmíðar meðal annars
fallegar baðherbergishandlaugar úr náttúrusteini og kvarsi
sem hafa slegið í gegn enda sameinast þar bæði falleg hönn-
un og mikið notagildi að sögn Ægis Ólafssonar, rekstrarstjóra
S. Helgasonar. „Þetta eru gullfallegir vaskar sem við sérsmíð-
um fyrir viðskiptavini okkar. Þeir hafa þá kosti umfram hefð-
bundna vaska og borðplötur að raki og bleyta vinna ekki á
þeim og því þarf ekki að skipta þeim út síðar meir. Auk þess
er miklu þægilegra að þrífa þá og svo eru þessir vaskar auð-
vitað miklu fallegri en hefðbundnir vaskar.“
Steinvaskarnir nýta plássið betur að sögn Ægis og því ein-
staklega hentugir í minni baðherbergi þar sem huga þarf
vel að nýtingu plássins en starfsmenn S. Helgasonar veita
ráðgjöf varðandi bestu nýtingu rýmisins í baðherbergjum.
Steinvaskana er hægt að fá í fjölmörgum litum þótt þeir hvítu
og svörtu séu vinsælastir.
Skemmtilegar lausnir
Fyrirtækið býður auk þess upp á úrval skemmtilegra lausna
fyrir baðherbergið. „Við seljum úrval af flísum á gólf og veggi
auk flísa í sturtuklefann. Einnig bjóðum við upp á skemmti-
legar lausnir þegar kemur að því að klæða klósett kassann.
Hægt er að flísaleggja hann en einnig nota heilar plötur til
dæmis frá Stone Italiana en þeir bjóða upp á efni sem er ein-
ungis 13 mm þykkt og hentar því vel á fleti sem þessa. Það
hefur einnig færst í vöxt að fólk rammi inn baðkarið með
steini og steinn ofan á baðkar setur punktinn yfir i-ið á
fallegu baðherberginu.“
Innfluttu steinarnir sem S. Helgason vinnur með eru úr
graníti, marmara og kvarsi og koma þeir víðs vegar að úr
heiminum, til dæmis frá Ítalíu, Noregi og Indlandi, auk þess
sem fyrirtækið framleiðir einnig flísar, borðplötur og vaska
úr íslenskum steini.
Sýningarsalur S. Helgasonar við Skemmuveg 48 í Kópavogi
er rúmgóður og bjartur og þar geta viðskiptavinir kynnt sér
úrvalið og lausnirnar. Þar má meðal annars finna sýnishorn
af sérsmíðuðum handlaugum í ýmsum litum og fá ráðgjöf frá
reynslumiklum starfsmönnum fyrirtækisins.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.shelgason.is.
Steinninn fegrar baðherbergið
Fyrirtækið S. Helgason selur ýmsar vörur á baðherbergið sem framleiddar eru úr steini. Baðherbergishandlaugar úr steini hafa slegið í gegn
og aðrar útfærslur hafa vakið mikla lukku. Í björtum sýningarsal fyrirtækisins í Kópavogi geta viðskiptavinir kynnt sér úrvalið og lausnirnar.
Handlaugar úr náttúrusteini og kvarsi hafa slegið í gegn. MYND/ÚR EINKASAFNI
„Þetta eru
gullfallegir
vaskar sem
við sér-
smíðum fyrir
viðskiptavini
okkar,“ segir
Ægir Ólafsson,
rekstrarstjóri
S. Helgasonar.
MYND/ANTON
Guðmundur segir kostnaðinn við að
skipta úr gólfföstu í upphengt salerni ekki
þurfa að vera mikinn. Hægt er að kaupa
vandaða pakka sem innihalda klósett-
skál, hnapp og lögn á um 50-60 þúsund
en til viðbótar þarf að reikna með vinnu
iðnaðarmanna.
Upphengd salerni eru fyrirferðarminni en gólfföst. Það er jafnframt auðveldara að þrífa í
kringum þau.
Hér sameinast bæði falleg hönnun og
mikið notagildi.