Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 27
Húsið er eitt kunnasta verk hans og hefur umfjöllun um húsið birst bæði í
innlendum og erlendum fagtímaritum. Mikið er um stóra gluggafleti og
skil milli inni og útirýma eru lítil, - flæði inni og úti rennur saman enda
gólfefni víða þau sömu inni og á útisvæðum. Eignin er skráð 247,4 fm
skv. fasteignaskrá en 46,6 fm stækkun á hjónasvítu og baðherbergi
sem var gerð 1985 er ekki inní þeirri fermetratölu.
Húsið skiptist í dag í 4 svefnherbergi, stofu með arni, eldhús með
glæsilegri Poggenpohl innréttingu, 3 baðherbergi, þvottahús, víngeymslu,
stóra borðstofu og auk þess er innréttuð stúdíóíbúð í bílskúr
með sérinngangi. Grillpallur með glerþaki, lýsingu og hljóðkerfi. Lóðin
er stór 1300 fm eignarlóð með óskertu sjávarútsýni yfir Arnarnesvoginn
og verður ekki byggt fyrir framan. Stutt er í skóla (4 grunnskóla,
alþjóðaskóla og fjölbrautaskóla) og íþróttahús/sundlaugar.
Stórglæsilegt einbýlishús á einni hæð með
óskertu sjávarútsýni yfir Arnarnesvoginn.
Húsið er teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni,
staðsett við enda botnlanga við opið grænt
svæði.
Herbergi: 5 | Stærð: 294 m2 | Verð: Tilboð
Sigríður Rut
Fasteignasali
699 4610HRINGIÐ OG FÁIÐ FREKARI UPPLÝSINGAR Í GSM. 699 4610
Mávanes 4
210 Garðabær