Fréttablaðið - 15.09.2014, Side 10

Fréttablaðið - 15.09.2014, Side 10
15. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 17 23 Láttu Rekstrarland létta þér lífið þegar þú vilt gæði og góða þjónustu Við bjóðum upp á mikið úrval af hágæðarekstrarvörum fyrir fiskvinnslur og sjávarútveg, svo sem hreinsiefni, vinnufatnað, hreinlætisáhöld og hnífa sem standast ítrustu kröfur matvælavinnslu. Allt þetta og miklu meira í Rekstrarlandi. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúum Olís um land allt. NÁTTÚRA Umhverfis- og skipu- lagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Fugla verndar um að hefja friðlýsingarferli vegna Akureyjar í Kollafirði. Fuglavernd fór einnig fram á friðlýsingu Lundeyjar en mikið fuglalíf er á eyjunum. „Þar er lundavarpið mikilvægast en bæði Akurey og Lundey eru stór vörp á landsvísu og fer varp þar vax- andi,“ ritar Snorri Sigurðsson, líffræðingur og starfs maður Umhverfis- og skipulagssviðs, í umsögn um friðlýsinguna til Umhverfis- og skipulagsráðs. „Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar síð- ustu ár á Suður- og Vesturlandi. Lundavarpið á þessum eyjum er mikilvægt í þessum lands- hluta,“ segir Snorri en árið 2004 var talið að 19 þúsund lundavarpholur væru í Akurey og 8.500 lunda- varpholur í Lundey. „Það var reyndar smá uppsveifla í sumar vegna sandsílagöngu í Faxaflóa en það var bara eitt sumar,“ segir Snorri. Umhverfis- og skipulagsráð vísaði á ríkið varðandi friðlýs- ingu Lundeyjar þar sem ríkið á eyjuna. Þó er mælt með því að Reykjavíkurborg hvetji til frið- lýsingar Lundeyjar. Það væri að mörg leyti skynsamlegt að frið- lýsa báðar eyjurnar samtímis samkvæmt umsögn Snorra sem Umhverfis- og skipulagsráð sam- þykkti. Fuglavernd mun fara fram á friðlýsingu Lundeyjar við ríkið að sögn Hólmfríður Arnar- dóttir, framkvæmdastjóra Fugla- verndar. Æðadúntaka hefur verið stund- uð á Akurey og lundaveiði í Lund- ey. Ljóst er að lundaveiði verður bönnuð á eyjunum ef til friðlýs- ingar kemur. Æðadúntakan þarf hins vegar ekki endilega að leggj- ast af að sögn Hjálmars Sveins- sonar, formanns Umhverfis- og skipulagsráðs. „Friðlýsing þarf ekki að þýða að allar mannaferðir á eyjunni verði bannaðar,“ segir Hjálmar. Reykjavíkurborg mun á næstu dögum hefja samstarf við Umhverfisstofnun að því hvaða leið eigi að fara við friðlýsingu. „Það mun taka tíma. Það þarf að safna gögnum og meta friðlýs- ingakosti. Það þarf ekki að vera að öll eyjan verði friðlýst,“ segir Snorri. „Mér líst alveg ofboðslega vel á að friðlýsa Akurey. Við höfum talað fyrir þessu lengi,“ segir Magnús Kr. Guðmundsson, flota- foringi Sérferða sem hafa boðið upp á skoðunarferðir um hverfis Akurey frá árinu 1996. „Við höfum farið með tugi þúsunda ferðamanna að Akurey að skoða lunda og okkur líst rosalega vel á ef það á að vernda eyjuna fyrir ágangi.“ ingvar@frettabladid.is Friðlýsa á Akurey til að vernda fuglalífið Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja friðlýsingar- ferli vegna Akureyjar í Kollafirði. Friðlýsing myndi vernda lundavarp á eyjunni en lundastofninn í þessum landshluta hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. FUGLALÍF Mikið fuglalíf er í Akurey en nítján fuglategundir hafa fundist á eyjunni. MYND/JÓHANN ÓLI SNORRI SIGURÐSSON Mér líst alveg ofboðs- lega vel á að friðlýsa Akurey. Við höfum talað fyrir þessu lengi. Magnús Kr. Guðmundsson, flotaforingi Sérferða. BORGARMÁL Júlíus Vífill Ingvars- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir það óskiljanlegt að fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn skuli hafna því að funda með hagsmunaaðilum í Borgartúni áður en deiliskipulag Borgartúns 28 og 28A verður sam- þykkt. Tillaga þessa efnis var felld í borgarráði á fimmtudag. „Það er eiginlega óskiljanlegt að fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn skuli hafna því að eiga samtal við það fólk sem hefur mótmælt skipulagsbreytingum í Borgartúni. Það er engu líkara en þeir óttist að tala við borgar- búa. Athugasemdir íbúanna eru skýrar og vel rökstuddar en samt er ekkert tillit tekið til þeirra. Fyrir fjórum vikum lögðu full- trúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að haldinn yrði sam- ráðsfundur með íbúum og síðan hefur afgreiðsla skipulagsins verið í frestun. Af hverju var þá tíminn ekki notaður til að hlusta á íbúa og leitað sátta við þá? Það getur aldrei verið til annars en góðs að kynna sér öll sjónarmið og eiga samráð. Ég mun taka málið og þessi vinnu- brögð upp í borgarstjórn á þriðju- daginn,“ segir Júlíus Vífill í til- kynningu til fjölmiðla. Í bókun sem borgarráðsfull- trúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í borgarráði 11. septem- ber segja þeir að allt tal fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að taka upp meira samráð við borgarbúa sé ekki trúverðugt. - jhh Segir meirihluta borgarráðs óttast samtal við íbúa: Felldu tillögu um fund um Borgartún FUNDAÐ Í BORGAR- STJÓRN Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlegt að meirihlutinn vilji ekki ræða við fólkið sem mótmælir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ALÞINGI Níu þingmenn Samfylk- ingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að óháð mat fari fram á hags- munum Íslendinga vegna hval- veiða í íslenskri lögsögu. Meta eigi verðmæti útflutnings á hvalkjöti, kostnað við kynningu af hálfu stjórnvalda vegna hvalveiðistefn- unnar og álits fræðimanna, hags- munaaðila og viðeigandi félaga- samtaka um áhrif hvalveiðistefnu stjórnvalda á afkomu ferðaþjón- ustu og á stöðu Íslands á alþjóða- vettvangi. Hvalveiðar Íslendinga hafi lengi verið umdeildar og bakað okkur óvinsældir nokkurra erlendra ríkja, einna helst Banda- ríkjanna. - ba Kostir og gallar verði metnir: Vilja óháð mat vegna hvalveiða HVALVEIÐAR Stjórnarandstaðan vill óháð mat á hagsmunum Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR STJÓRNSÝSLA Sigurður Líndal, fráfarandi formaður stjórnar- skrárnefndar, telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórn- arskránni á þessu kjörtímabili, enda sé ekki þörf á að gera mikl- ar breytingar. Þó megi hugsan- lega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Hann hefur beðist lausn- ar undan störfum fyrir nefndina. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi forsætisráðherra, segir að það hafi boðið hættunni heim að setja stjórnarskrármálið í nefnd á lokadögum síðasta kjör- tímabils. „Nú þarf stjórnarand- staðan heldur betur að láta heyra í sér,“ segir hún í færslu á fés- bókar síðu sinni. - jhh Ólíklegt að breytingar verði: Formaðurinn hættir störfum FULLUR EFASEMDA Sigurður Líndal telur ólíklegt að miklar breytingar verði gerðar á stjórnarskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu veitti pari í bíl eftirför um fimmleytið aðfara- nótt sunnudags. Veittu lögreglumenn því síðan athygli þegar karlmaðurinn færði sig úr ökumannssætinu, meðan bifreiðin var á ferð, og skipti við konu sem var farþegi í framsæti og hún tók við akstrin- um en karlmaðurinn fór í aftur- sætið. Bíllinn var svo stöðvaður og reyndust bæði ölvuð þegar að var gáð. Konan sagðist hafa viljað forða karlmanninum frá vand- ræðum þar sem hann hafði áður verið sviptur ökurétti. - jhh Ölvað par á bíl handtekið: Skipti um sæti við bílstjórann VIÐSKIPTI Skrýtin deila hefur sprottið upp milli raftækjafram- leiðendanna Samsung og LG. Sá fyrrnefndi sakar LG um að hafa skemmt vörur sínar. Stjórnendur Samsung telja að til starfsmanna LG hafi sést þar sem þeir voru að skemma þvottavélar í verslunum í Þýskalandi. Samsung segir að skemmdar- verkin hafi átt sér stað rétt áður en mikil viðskiptaráðstefna með raftæki fór fram í Berlín. Tals- menn LG viðurkenna að starfs- menn hafi skemmt vélar Sam- sung en segja að það hafi verið óviljaverk. - jhh Óvenjuleg deila raftækjarisa: Starfsmenn LG eyðilögðu vörur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.