Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.09.2014, Qupperneq 10
15. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 17 23 Láttu Rekstrarland létta þér lífið þegar þú vilt gæði og góða þjónustu Við bjóðum upp á mikið úrval af hágæðarekstrarvörum fyrir fiskvinnslur og sjávarútveg, svo sem hreinsiefni, vinnufatnað, hreinlætisáhöld og hnífa sem standast ítrustu kröfur matvælavinnslu. Allt þetta og miklu meira í Rekstrarlandi. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúum Olís um land allt. NÁTTÚRA Umhverfis- og skipu- lagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Fugla verndar um að hefja friðlýsingarferli vegna Akureyjar í Kollafirði. Fuglavernd fór einnig fram á friðlýsingu Lundeyjar en mikið fuglalíf er á eyjunum. „Þar er lundavarpið mikilvægast en bæði Akurey og Lundey eru stór vörp á landsvísu og fer varp þar vax- andi,“ ritar Snorri Sigurðsson, líffræðingur og starfs maður Umhverfis- og skipulagssviðs, í umsögn um friðlýsinguna til Umhverfis- og skipulagsráðs. „Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar síð- ustu ár á Suður- og Vesturlandi. Lundavarpið á þessum eyjum er mikilvægt í þessum lands- hluta,“ segir Snorri en árið 2004 var talið að 19 þúsund lundavarpholur væru í Akurey og 8.500 lunda- varpholur í Lundey. „Það var reyndar smá uppsveifla í sumar vegna sandsílagöngu í Faxaflóa en það var bara eitt sumar,“ segir Snorri. Umhverfis- og skipulagsráð vísaði á ríkið varðandi friðlýs- ingu Lundeyjar þar sem ríkið á eyjuna. Þó er mælt með því að Reykjavíkurborg hvetji til frið- lýsingar Lundeyjar. Það væri að mörg leyti skynsamlegt að frið- lýsa báðar eyjurnar samtímis samkvæmt umsögn Snorra sem Umhverfis- og skipulagsráð sam- þykkti. Fuglavernd mun fara fram á friðlýsingu Lundeyjar við ríkið að sögn Hólmfríður Arnar- dóttir, framkvæmdastjóra Fugla- verndar. Æðadúntaka hefur verið stund- uð á Akurey og lundaveiði í Lund- ey. Ljóst er að lundaveiði verður bönnuð á eyjunum ef til friðlýs- ingar kemur. Æðadúntakan þarf hins vegar ekki endilega að leggj- ast af að sögn Hjálmars Sveins- sonar, formanns Umhverfis- og skipulagsráðs. „Friðlýsing þarf ekki að þýða að allar mannaferðir á eyjunni verði bannaðar,“ segir Hjálmar. Reykjavíkurborg mun á næstu dögum hefja samstarf við Umhverfisstofnun að því hvaða leið eigi að fara við friðlýsingu. „Það mun taka tíma. Það þarf að safna gögnum og meta friðlýs- ingakosti. Það þarf ekki að vera að öll eyjan verði friðlýst,“ segir Snorri. „Mér líst alveg ofboðslega vel á að friðlýsa Akurey. Við höfum talað fyrir þessu lengi,“ segir Magnús Kr. Guðmundsson, flota- foringi Sérferða sem hafa boðið upp á skoðunarferðir um hverfis Akurey frá árinu 1996. „Við höfum farið með tugi þúsunda ferðamanna að Akurey að skoða lunda og okkur líst rosalega vel á ef það á að vernda eyjuna fyrir ágangi.“ ingvar@frettabladid.is Friðlýsa á Akurey til að vernda fuglalífið Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja friðlýsingar- ferli vegna Akureyjar í Kollafirði. Friðlýsing myndi vernda lundavarp á eyjunni en lundastofninn í þessum landshluta hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. FUGLALÍF Mikið fuglalíf er í Akurey en nítján fuglategundir hafa fundist á eyjunni. MYND/JÓHANN ÓLI SNORRI SIGURÐSSON Mér líst alveg ofboðs- lega vel á að friðlýsa Akurey. Við höfum talað fyrir þessu lengi. Magnús Kr. Guðmundsson, flotaforingi Sérferða. BORGARMÁL Júlíus Vífill Ingvars- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir það óskiljanlegt að fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn skuli hafna því að funda með hagsmunaaðilum í Borgartúni áður en deiliskipulag Borgartúns 28 og 28A verður sam- þykkt. Tillaga þessa efnis var felld í borgarráði á fimmtudag. „Það er eiginlega óskiljanlegt að fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn skuli hafna því að eiga samtal við það fólk sem hefur mótmælt skipulagsbreytingum í Borgartúni. Það er engu líkara en þeir óttist að tala við borgar- búa. Athugasemdir íbúanna eru skýrar og vel rökstuddar en samt er ekkert tillit tekið til þeirra. Fyrir fjórum vikum lögðu full- trúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að haldinn yrði sam- ráðsfundur með íbúum og síðan hefur afgreiðsla skipulagsins verið í frestun. Af hverju var þá tíminn ekki notaður til að hlusta á íbúa og leitað sátta við þá? Það getur aldrei verið til annars en góðs að kynna sér öll sjónarmið og eiga samráð. Ég mun taka málið og þessi vinnu- brögð upp í borgarstjórn á þriðju- daginn,“ segir Júlíus Vífill í til- kynningu til fjölmiðla. Í bókun sem borgarráðsfull- trúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í borgarráði 11. septem- ber segja þeir að allt tal fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að taka upp meira samráð við borgarbúa sé ekki trúverðugt. - jhh Segir meirihluta borgarráðs óttast samtal við íbúa: Felldu tillögu um fund um Borgartún FUNDAÐ Í BORGAR- STJÓRN Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlegt að meirihlutinn vilji ekki ræða við fólkið sem mótmælir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ALÞINGI Níu þingmenn Samfylk- ingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að óháð mat fari fram á hags- munum Íslendinga vegna hval- veiða í íslenskri lögsögu. Meta eigi verðmæti útflutnings á hvalkjöti, kostnað við kynningu af hálfu stjórnvalda vegna hvalveiðistefn- unnar og álits fræðimanna, hags- munaaðila og viðeigandi félaga- samtaka um áhrif hvalveiðistefnu stjórnvalda á afkomu ferðaþjón- ustu og á stöðu Íslands á alþjóða- vettvangi. Hvalveiðar Íslendinga hafi lengi verið umdeildar og bakað okkur óvinsældir nokkurra erlendra ríkja, einna helst Banda- ríkjanna. - ba Kostir og gallar verði metnir: Vilja óháð mat vegna hvalveiða HVALVEIÐAR Stjórnarandstaðan vill óháð mat á hagsmunum Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR STJÓRNSÝSLA Sigurður Líndal, fráfarandi formaður stjórnar- skrárnefndar, telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórn- arskránni á þessu kjörtímabili, enda sé ekki þörf á að gera mikl- ar breytingar. Þó megi hugsan- lega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Hann hefur beðist lausn- ar undan störfum fyrir nefndina. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi forsætisráðherra, segir að það hafi boðið hættunni heim að setja stjórnarskrármálið í nefnd á lokadögum síðasta kjör- tímabils. „Nú þarf stjórnarand- staðan heldur betur að láta heyra í sér,“ segir hún í færslu á fés- bókar síðu sinni. - jhh Ólíklegt að breytingar verði: Formaðurinn hættir störfum FULLUR EFASEMDA Sigurður Líndal telur ólíklegt að miklar breytingar verði gerðar á stjórnarskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu veitti pari í bíl eftirför um fimmleytið aðfara- nótt sunnudags. Veittu lögreglumenn því síðan athygli þegar karlmaðurinn færði sig úr ökumannssætinu, meðan bifreiðin var á ferð, og skipti við konu sem var farþegi í framsæti og hún tók við akstrin- um en karlmaðurinn fór í aftur- sætið. Bíllinn var svo stöðvaður og reyndust bæði ölvuð þegar að var gáð. Konan sagðist hafa viljað forða karlmanninum frá vand- ræðum þar sem hann hafði áður verið sviptur ökurétti. - jhh Ölvað par á bíl handtekið: Skipti um sæti við bílstjórann VIÐSKIPTI Skrýtin deila hefur sprottið upp milli raftækjafram- leiðendanna Samsung og LG. Sá fyrrnefndi sakar LG um að hafa skemmt vörur sínar. Stjórnendur Samsung telja að til starfsmanna LG hafi sést þar sem þeir voru að skemma þvottavélar í verslunum í Þýskalandi. Samsung segir að skemmdar- verkin hafi átt sér stað rétt áður en mikil viðskiptaráðstefna með raftæki fór fram í Berlín. Tals- menn LG viðurkenna að starfs- menn hafi skemmt vélar Sam- sung en segja að það hafi verið óviljaverk. - jhh Óvenjuleg deila raftækjarisa: Starfsmenn LG eyðilögðu vörur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.