Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 8
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 TYRKLAND, AP Um 130 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi höfðu í gær streymt til Tyrklands á aðeins fjórum dögum á flótta undan öfga- samtökunum Íslamska ríkinu. Þetta sagði Numan Kurtulmus, varaforsætisráðherra Tyrklands, í gær. Hann varaði við því að fjöld- inn gæti aukist en kvað Tyrkland viðbúið hinu versta. „Vonandi kemur ekki stærri bylgja flóttamanna hingað en ef það gerist þá höfum við gripið til varúðarráðstafana,“ sagði Kurt- ulmus. „Hundruð þúsunda flótta- manna eru möguleiki.“ Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir Tyrki þurfa hjálp til að geta tekið á móti öllu þessu fólki. Þetta sé mesti innflutning- ur flóttamanna í eitt land á svo skömmum tíma síðan átökin í Sýr- landi hófust 2011. Flóttamennirnir hafa streymt til Tyrklands síðan á fimmtu- dag vegna framrásar Íslamska ríkisins. Samanlagt hafa átökin í Sýrlandi knúið meira en milljón manns til að flýja yfir landamær- in. Íslamska ríkið, sem var áður hluti af al-Kaída-hreyfingunni, hefur undanfarna daga aukið völd sín yfir svæðum Kúrda í Sýrlandi sem eiga landamæri að Tyrklandi. Flóttamenn hafa sagt frá alls kyns voðaverkum liðsmanna Íslamska ríkisins, þar á meðal grýtingum og afhöfðunum, auk þess sem kveikt hefur verið í heimilum. „Þetta eru ekki náttúruhamfar- ir. Það sem við erum að eiga við eru hamfarir af manna völdum,“ sagði Kurtulmus. „Við vitum ekki hvað er búið að ráðast inn í mörg þorp, eða hversu margir hafa þurft að flýja. Við vitum það ekki.“ Tyrkir lokuðu á sunnudag landa- mærum við þorpið Kucuk Kend- irciler fyrir tyrkneskum Kúrd- um til að koma í veg fyrir að þeir taki þátt í bardögunum í Sýrlandi. Degi fyrr fóru hundruð Kúrda yfir landamærin til Sýrlands í gegnum þorpið til að taka þátt í bardögun- um, samkvæmt upplýsingum frá Sýrlensku mannréttindastofnun- inni sem er með aðsetur í Bret- landi. freyr@frettabladid.is 130 þúsund til Tyrklands Um 130 þúsund flúðu undan herliði Íslamska ríkisins frá Sýrlandi til Tyrklands á aðeins fjórum dögum. VIÐ LANDAMÆRIN Tyrkneskur hermaður stendur vörð við landamærin að Sýrlandi. Handan við gaddavírsgirðinguna bíða flóttamenn frá Sýrlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP WASHINGTON, AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vonast til að Tyrkir veiti Bandaríkjamönnum aukna aðstoð í baráttunni gegn Íslamska ríkinu eftir að 49 gíslum samtakanna var sleppt úr haldi eftir samninga við Tyrki. Í hópi gíslanna voru 46 Tyrkir og þrír Írakar. Þeir voru fluttir aftur til Tyrklands á laugardag eftir að hafa verið í haldi Íslamska ríkisins í yfir þrjá mánuði. Kerry segir NATO-ríkið Tyrkland þurfa að veita enn meiri aðstoð í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. BANDARÍKIN VILJA AÐSTOÐ FRÁ TYRKJUM Það sem við erum að eiga við eru hamfarir af manna völdum. Numan Kurtulmus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands. Er danska leiðin sú rétta? Opin ráðstefna í Hörpu um íslenskan íbúðalánamarkað. Staða húsnæðismála og hugmyndir um breytingar. Silfurberg, fimmtudaginn 25. september kl. 8.30 - 11.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.15. Skráning fer fram á landsbankinn.is. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is Fundur settur Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Viðhorf fólks á aldrinum 20-40 ára Gísli S. Ingólfsson, ráðgjafi hjá Capacent. Kallar staðan á fasteignamarkaði á grundvallarbreytingar? Ari Skúlason, Hagfræðideild Landsbankans. Er danska kerfið lausn fyrir Ísland? Jens Lunde, prófessor við Copenhagen Business School. Danska leiðin er sú rétta! Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Lausnir hæfi litlum markaði Stefán Halldórsson, starfsmaður sérfræðingahóps Landssamtaka lífeyrissjóða. Nýjar tillögur um framtíðar- skipan húsnæðismála Soffía E. Björgvinsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Dagskrá #danskaleidin Höfum opnað stofu að Jónsgeisla 93 í Grafarholti Tímapantanir í síma 588 0340 eða sjgh@simnet.is Gunnar R. Sverrisson FR U M - w w w .f ru m .i s

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.