Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGMorgunstund gefur gull í mund ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 20144 Ég finn mikinn mun á mér,“ segir Díana Íris Þórðardótt-ir sem tekið hefur inn Efa- mol Active Memory í tvo mánuði. „Einbeitingin er miklu betri og ég er jákvæðari og hressari.“ Efamol Active Memory er glæný blanda sem sameinar Omega 3-fiskiolíu með lykilnæringarefn- um sem eru stór þáttur í að halda heilanum heilbrigðum og efla lík- amsvirkni og getu til að eiga gott líf. Unnið hefur verið að þróun og samsetningu Efamol í meira en aldarfjórðung með það að mark- miði að bætiefnið nýtist manns- líkamanum sem best við upptöku á Omega 3-fitusýrum. „Formúlan er blanda af DHA- fitusýrum, phosphatidylserine, fólínsýru, B-12 og E-vítamín- um ásamt þykkni úr jurtinni gingko biloba sem er þekkt fyrir að viðhalda góðu minni. Heilinn stjórnar líðan okkar, tilfinning- um og hreyfanleika líkamans og því mikilvægt að fá öll nauðsyn- leg næringarefni, ekki síst þegar við byrjum að eldast,“ segir Hafdís Björk Guðmunds- dóttir hjá Heilsu. Efamol Active Mem ory inniheld- ur Omega 3 sem er lykilf itusýra í viðhaldi eðlilegr- ar heilastarfsemi ásamt B-12 og fól- ínsýru sem stuðla að eðlilegri líkam- legri virkni. „Efamol Active Mem or y get u r hjálpað við að viðhalda og bæta vinnsluminni og verndar heila- starfsemina gegn aldurstengdri hrörnun. Flestum er kunnugt um mikilvægi Omega 3 fyrir líkamann og ekki síst til þess að viðhalda heilbrigðri heilastarfsemi, góðri sjón, varna náttblindu, styrkja taugakerfið, bæta svefn og stuðla að heilbrigðri virkni líkam- a n s . Fæ s t i r fá viðunandi magn þessara bæt ief na ú r fæðu og þess vegna er Efa- mol frábært til að stuðla að al- mennu hei l- brigði og góðri l íðan,“ seg ir Hafdís. Einnig er til Efamol Vision sem er undraefni fyrir sjónina og vinn- ur vel á öllum minnstu sjóngöll- um, eins og náttblindu, versn- andi fókus og hrörnun augnbotna. Efamol Vision er ríkt af Omega 3, DHA og lykilefnunum lútein, aðal- bláberjum og zeaxanthin. Efamol Mother and Baby er sérþróuð Omega-blanda til að taka fyrir, eftir og á meðgöngu. Það inniheldur nauðsynlegar Omega 3 fitusýrur sem getur skort í nægj- anlegu magni í fæðu mæðra á meðgöngu og eru að sama skapi mikilvægar fyrir þroska augna, heila og taugakerfis fósturs. Efa- mol Mother and Baby hjálpa mæðrum einnig að komast í gott andlegt form eftir fæðingu. Efamol Active Memory fæst í apótekum, heilsuvörubúð- um og stórmörkuðum. Efamol bætir minnið Efamol Active Memory er glæný blanda sem sameinar Omega 3 með lykilnæringar- efnum sem eru stór þáttur í líkamsvirkni, heilaheilbrigði og getu til að eiga gott líf. Díana Íris Þórðardóttir hefur tekið Efamol Active Memory í tvo mánuði og finnur á sér mikinn mun. Þeir sem reka fyrirtæki eða hafa mikið að gera í vinnu vildu ef- laust flestir hafa fleiri klukkutíma í sólarhringnum til að kom- ast yfir allt sem gera þarf. Lykillinn að því að afkasta meiru gæti verið í mörgum tilfellum sá að nýta morgnana betur. Í bók sinni What the Most Successful People Do before Breakfast bendir Laura Vanderkam á hvernig hægt sé að nota morgnana. ● Minni líkur eru á truflun á morgnana. Dagurinn er fljótur að fyllast af alls kyns verkefnum hjá önnum köfnu fólki og því líklegt að ekki gefist tími til að gera eitthvað fyrir sjálfan sig ef beðið er með það fram yfir hádegi. „Það eru minni líkur á að eitthvað komi í veg fyrir að þú komist til dæmis á æfingu klukk- an sex um morgun en klukkan fjögur um daginn.“ ● Viljastyrkurinn er meiri á morgnana. „Viljastyrkurinn er eins og vöðvi sem þreytist þegar hann er ofnotaður,“ segir Vanderkam. Yfir dag- inn þarf til dæmis að fást við erfiðar ákvarð- anir, erfitt fólk og keyra í mikilli umferð sem eyðir upp viljastyrk fólks þannig að í lok dags er forðinn búinn. ● Á morgnana gefst færi á að setja tóninn fyrir daginn. Þeir sem hafa sofið yfir sig eða gleymt nesti barnanna á borðinu heima vita að þegar dagurinn byrjar illa getur það haft áhrif á skapið og minnkað afköst dagsins. Vanderkam segir að þegar fólk vaknar snemma gefi það færi á að byrja daginn skipulega og á litlum sigrum sem setja tón- inn fyrir hamingjurík- ari og afkastameiri dag. Afkastamiklir morgnar Í morg u n f lý t i nu m re y n ist sumum erfitt að næra sig og börnin sem skyldi. Margir enda á morgunkorni. „Það er svo sem allt í lagi á meðan morgunkornið er ekki sykrað en að mínum dómi er hafragrauturinn bestur,“ segir næringarfræðingurinn, kennar- inn og ofurmamman Erna Héð- insdóttir sem á fjögur börn á aldr- inum 7 til 18 ára. Hún féllst á að gefa nokkur ráð um það hvernig best er að næra börnin á morgn- ana. Hafragrauturinn hollur og ódýr Hafragrautur er hollur og góður og mun ódýrari en pakkamaturinn. „Heima hjá mér setjum við rúsín- ur og chia-fræ út í grautinn en það er auðvelt að leika sér með hann.“ Erna segir suma reyndar kvarta yfir því að þeir verði svangir fljót- lega eftir að hafa borðað hafragraut. „Þá er ráð að fá sér smá prótein eða fitu með og þar kemur lýsið sterkt inn. Það hægir aðeins á melting- unni. Eins er D-vítamínið okkur Ís- lendingum ofboðslega mikilvægt og í raun eina fæðubótarefnið sem við þurfum.“ Sum börn vilja þó alls ekki hafra- graut. „Þá er að velja sykurlaust morgunkorn og sykursnauðar mjólkurvörur. Eins gróft brauð og lítið unnar kjötvörur.“ Nóg af vatni Erna segir líka gott að huga að morgun- verðarmenningunni. „Hví ekki að vakna tíu mínútum fyrr, setja grautarpottinn á borð- ið og sitja saman og borða í stað þess að allir séu að grípa eitthvað á hlaupum. Eins vil ég minna á það að gefa börnum vel að drekka. Setja glös og vatnskönnu á borð- ið eða skenkja öllum vatn í glas. Það þarf að passa að þau séu vel vökvuð. Við finnum það sjálf að þó við séum ekki með bein ofþorn- unareinkenni þá fáum við fljótt hausverk og verðum pirruð ef við drekkum ekki nóg af vatni.“ Grænmeti og ávexti í nesti Eitt af morgunverkunum er að útbúa nesti. Erna er ekki lengi að svara því hvað á að setja í nestis- boxið. Það er grænmeti og ávext- ir. „Ég hef unnið í skólum og mín reynsla er sú að grænmetið sem boðið er upp á með hádegismatn- um í skólanum rýkur ekki endi- lega út. Það eru helst þeir krakk- ar sem eru vanir að borða græn- meti og ávexti heima sem fá sér. Hin komast upp með að láta það vera. Það er því kjörið að tryggja grænmetis- og ávaxtaneyslu með því að hafa nestinu.“ Þarf að vera aðgengilegt Erna mælir með því að hollust- an sé skorin niður og gerð eins lystug og aðgengileg og kostur er. „Við köllum þetta gafflaperur heima hjá mér en það eru perur sem búið er að skera í bita. Eins er gott að hafa grænmeti og ávexti sjáanlegt uppi á borðum. Þá eru meiri líkur á því að það sé borð- að. Erna hefur líka vanið sig á að gefa börnum sínum niðurskorið grænmeti á meðan þau bíða eftir kvöldmatnum. „Mín reynsla er sú að það hefur ekki áhrif á matar- lystina. Sýnum gott fordæmi Erna segir jafnframt afar mikil- vægt að vera börnum góð fyr- irmynd í fæðuvali og -venjum. Koma þeim hægt og bítandi í skilning um hvaða næring gerir þeim gott og hvernig á að mat- búa hina ýmsu rétti. „Það er gaman að sjá hvernig það skilar sér en elstu börnin mín tvö eru til dæmis þegar farin að elda.“ Ernu er íþróttanæringarfræð- in hugleikin en hún og börn- in hennar fjögur æfa öll taek- wondo hjá Ármanni. „Best er að borða eitthvað létt klukkutíma fyrir æfingu og drekka jafnframt vel af vatni. Eftir æfingu er mik- ilvægt að börnin fái f ljótlega eitthvað orkuríkt í svanginn. Ef það er ekki komið að kvöldmat mæli ég með hnetum og fræjum fyrir þau sem þola það en ann- ars banana og hollum mjólkur- vörum. Hafragrauturinn bestur Morgunmaturinn vefst fyrir mörgum og sumum reynist sérstaklega snúið að koma einhverju hollu og staðgóðu ofan í börnin í upphafi dags. Næringarfræðingurinn og kennarinn Erna Héðinsdóttir gefur nokkur gagnleg ráð. Hjá Ernu er hafragrauturinn þessa dagana með rúsínum og chia-fræjum. Það er sniðugt að nýta morgn- ana í að fara út að hlaupa. Erna með börnum sínum Höskuldi Mána 7 ára, Hólm- fríði Ástu 9 ára, Brynjari Loga 12 ára og Álfheiði Kristínu 18 ára á taekwondo-æfingu. Erna byrjaði fyrir þremur árum og er ríkjandi Íslands- meistari í sínum flokki. Hún er jafnframt Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.