Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA Í könnun sem gerð var í Noregi kom í ljós að átta af hverjum tíu börnum hafa aðgang að spjaldtölvu heima hjá sér. Einnig hefur aukist að börn eigi sjálf spjaldtölvu, eftir því sem Gallup-könnun sem gerð var í Noregi leiðir í ljós. Eftir að sjóntækjafræðingur varaði við notkun á spjaldtölvum í leik- og grunnskólum hafa margir sérfræðingar komið fram og bent á að börn þurfi að hafa aðgang að tölvum. Þær koma í veg fyrir mismunun og örva nauðsynlegt tölvulæsi. „Nærsýni er að verða einhvers konar sófadýrssjúkdómur meðal barna,“ segir Erik Robertstad sjónglerjafræðingur við Aftenposten. Hann vill meina að sífellt fleiri ung börn séu með sjónvandamál vegna tölvunotkunar. „Það er allt gott um tölvur að segja en nauðsynlegt að setja reglur um notkunina.“ Annar sérfræðingur tekur undir þessi orð og segir að sterkt samband sé á milli nálægðar við vinnu og nærsýni. Börn sem lesa mikið verða frekar nærsýn en þau sem lesa lítið. Það má gera ráð fyrir að svipað sé þegar lesið er á spjaldtölvur. Börnin halda spjaldtölvum nálægt aug- unum, mun nær en bók. „Við munum líkega eiga eftir að sjá fleiri sjónvandamál í framtíðinni. Nútíma börn þyrftu að vera meira úti í fersku lofti en birtan er góð fyrir sjónina.“ EKKI Á ÍSLANDI Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir segist ekki hafa orðið var við þessa auknu nærsýni hér á landi. „Ég hef ekki heyrt talað um spjaldtölvur í þessu sambandi. Það getur verið flókið að rannsaka nær- sýni en margar kannanir benda mjög sterkt til þess að samband sé á milli mikils bóklesturs og nærsýni. Háskólanemendur sem lesa mikið geta til dæmis fundið fyrir aukinni nærsýni. Ég er hins vegar ekki sammála því að spjaldtölvur geti fram- kallað nærsýni og finnst ekki rétt að tak- marka notkunina á þeim. Við höfum ekki takmarkað bóklestur þótt vitað hafi verið í áratugi að hann getur valdið nærsýni. Ég gæti frekar trúað að betra sé fyrir augun að lesa á spjaldtölvu en í bók. Bókin er einhæf í útliti, svart blek á hvítum grunni. Það hamlar vexti augnanna og veldur nær- sýni. Tölvan er fjölbreytt og hefur þess vegna miklu meiri örvun á augun. Fólk spyr mig stundum hvort börn eigi að nota tölvuna minna en ég hef svarað því neit- andi,“ segir hann. ÞYRFTI AÐ RANNSAKA BETUR Trine Langaas, lektor við háskólann í Buskerud og Vestfold í Noregi sagði í samtali við netmiðil VG að þróun nær- sýni væri margþætt og flókin. Það þyrfti að gera viðamiklar rannsóknir og kann- anir á börnum til að fullyrða um aukna þróun nærsýni. „Ef sjóntækjafræðingar eru að fá fleiri og sífellt yngri viðskipta- vina er kannski ástæða til að skoða þetta frekar,“ segir hún. „Mjög mikil notkun á spjaldtölvu nálægt augunum getur valdið streitu. Þess vegna er ágætt að hafa reglu á notkuninni, sérstaklega á barnaheim- ilum,“ segir hún. Samkvæmt Gallup-könnun sem gerð var í Noregi í mars á þessu ári hefur gleraugna- notkun aukist mikið. Árið 2005 notuðu 67% Norðmanna gleraugu eða linsur en í ár 79% svo aukningin er talsverð. Margir telja aukna farsíma- og spjaldtölvunotkun orsökina. Könnunin náði þó ekki til barna. EYKUR TÖLVAN HÆTTU Á NÆRSÝNI? SJÓNIN Nokkur umræða hefur skapast um spjaldtölvunotkun í Noregi eftir að sjóntækjafræðingur varaði við sjónvandamálum hjá börnum. Þriðjungur leikskóla í landinu eru með spjaldtölvur fyrir börnin. AUGUN Jóhannes Kári Kristinsson hefur ekki áhyggj- ur af því að tölvunotkunin geti kallað fram nærsýni og segist ekki hafa heyrt um slíkt hér á landi. ÁHUGASAMAR Börn notfæra sér spjaldtölvur til leikja og lestrar. Margt skemmtilegt er hægt að gera í spjald- tölvunni. Líkamsstarfsemin er mögnuð og á hverjum degi er líkaminn sífellt að stilla sig af. Þegar mann- eskja borð- ar óhollan mat eða verður fyrir óæskilegum áhrifum úr um- hverfinu keppist líkaminn við að brjóta óhollu efnin niður. Til þess þarf hann meðal annars ýmis konar vítamín og steinefni sem fást fyrst og fremst úr matnum. Þetta er gott að hafa í huga frá degi til dags og reyna að styðja við líkam- ann í þessu ferli eins og kostur er. Ef þú ákveður til dæmis að borða eitt- hvað óhollt er ráð að borða eitthvað hollt á móti og færa líkamanum þannig orku og efni til að brjóta óholl- ustuna niður. Eftirtalið er hvað frek- ast á næringarefnin í líkamanum: kaffi, hvítur sykur, sætmeti, áfengi, tóbaksreykur, streita og lyf. Hér eru nokkur dæmi um vítamín og steinefni sem vinna gegn skaðlegum áhrifum tiltekinna neysluvara og efna. Áfengi– B-vítamín Hvítur sykur– B- og C-vítamín, króm og sink Kaffi– A-vítamín og kalíum Streita– B- og C- vítam- ín, kalk, sink og selen Súkkulaði– kalk Tóbak– C-vítamín Heimild: Léttara og betra líf. Vaka- Helgafell HOLLT Á MÓTI ÓHOLLU Veljirðu að borða óhollt er ráð að borða hollt á móti til að hjálpa líkamanum að vinna á móti óæskilegum áhrifum óhollustunnar. Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík 20% afsláttur í september ibuxin rapid Fæst hjá okkur án lyfseðils Fluconazol ratiopharm Naso-ratiopharm 400 mg hraðvirkt ibuprofen 10 töflur og 30 töflur 150 mg fluconazol 1 hylki til inntöku Xylometazolin hýdróklóríð 0,5 mg/ml og 1 mg/ml 10 ml nefúði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.