Fréttablaðið - 23.09.2014, Side 42

Fréttablaðið - 23.09.2014, Side 42
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 PEPSI KVENNA 2014 STAÐAN Stjarnan 17 15 1 1 56-9 46 Breiðablik 17 13 1 3 52-16 40 Þór/KA 17 9 3 5 20-23 30 Selfoss 17 9 2 6 38-25 29 Fylkir 17 9 2 6 18-18 29 ÍBV 17 9 0 8 43-26 27 Valur 17 6 4 7 28-27 22 FH 17 3 3 11 17-59 12 Afturelding 17 3 1 13 15-48 10 ÍA 17 0 1 16 9-45 1 SPORT FÓTBOLTI „Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og klár- uðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deild- ar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörn- unni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sann- arlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með marka- skorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörn- unnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki held- ur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þess- ar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa sög- una og nú er komið að strákun- um. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. henry@frettabladid.is Stjörnustúlkur bestar Stjarnan varði Íslandsmeistaratitil sinn í kvennafl okki í gær og er því tvöfaldur meistari í ár. Stjörnuliðið hefur verið í sérfl okki undanfarin tvö ár og fátt sem bendir til annars en að liðið geti haldið yfi rburðum sínum á komandi árum. LANGBESTAR Stjörnustúlkur hefja bikarinn á loft. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Fjölnir og Stjarnan mæt- ast í mikilvægum leik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag klukkan 16.30 á Fjölnisvelli. Fjölnismenn berjast fyrir sæti sínu í deildinni en Stjarnan er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn við FH. Liðin áttu að mætast á sunnu- daginn en Garðar Örn Hinriks- son, dómari leiksins, lét fresta honum hálftíma áður en leikurinn átti að hefjast vegna veðurs. Mörg- um kom á óvart hversu seint Garð- ar tók ákvörðunina, en hann var í fullum rétti þó stutt væri í leik. „Það má fresta leik alveg fram að fyrsta sparki. Eftir að liðin eru komin á leikstað er þetta alfarið í höndum dómarans,“ segir Birk- ir Sveinsson, mótastjóri Knatt- spyrnusambands Íslands, í sam- tali við Fréttablaðið. Bæði lið þurfa á sigri að halda, en hann hefur mikil áhrif bæði á toppbaráttuna í deildinni sem og botnbaráttuna. Því munar um þessa auka tveggja daga hvíld sem bæði lið fengu vegna frestun- ar leiksins. Á sama tíma var spil- að bæði á Hlíðarenda í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnarfirði. „Ég var ekki á staðnum en dóm- arinn mat aðstæður svona. Þær geta verið misjafnar og þær eru ekkert eins á öllum völlum. Við verðum bara að treysta dómaran- um fyrir þessu,“ segir Birkir. Fjölnismenn eru með 19 stig í níunda sæti Pepsi-deildarinnar og geta endanlega kvatt falldrauginn takist þeim að leggja Stjörnuna að velli í kvöld. Fari svo eru FH-ing- ar heldur betur komnir í bílstjóra- sætið í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn, en þeir eru með þriggja stiga forskot á Garðbæinga eftir sigur á Fram á sunnudag- inn. Stjörnumenn verða að vinna í kvöld til að jafna við FH-inga í baráttunni á toppnum. - tom Treystum dómaranum fyrir þessu Fjölnir og Stjarnan mætast í dag eft ir leik þeirra á sunnudaginn var frestað. MIKILVÆGUR Leikurinn í kvöld hefur mikil áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR HÆGINDASTÓLAR DORMA Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík 558 1100 MIKIÐ ÚRVAL EASY hægindastóll með skemli STÓLA TILBOÐ 99.990 FULLT VERÐ 119. 990 Jazz - hæginda stóll. Fæst í koníaks brúnu, svörtu,dökk brúnu og kremuðu leðri. JAZZ hægindastóll Easy - hæginda stóll. Fæst í svörtu,dökk brúnu og kremuðu leðri og ein- nig í svörtu áklæði. TUCSON hægindastóll 4 litir. STÓLA TILBOÐ 69.900 FULLT VERÐ 89.9 00 STÓLA TILBOÐ 79.900 FULLT VERÐ 99.9 00 FÓTBOLTI Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar unnu 1-2 útisigur á Amkar Perm í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Krasnodar situr í 7. sæti deildarinn- ar með 14 stig eftir átta umferðir. Ragnar hefur verið fastamaður í vörn Krasnodar á tímabilinu, en hann og Svíinn Andreas Granqvist hafa myndað sterkt miðvarðapar hjá rússneska liðinu. Krasnodar hefur fengið á sig sex mörk í deildinni, en aðeins fjögur lið hafa fengið á sig færri mörk. Ragnar var keyptur til Krasnodar frá danska liðinu FCK í janúar, en hann lék sex deildarleiki á síðustu leiktíð. - iþs Ragnar stendur sína plikt hjá Krasnodar HANDBOLTI Íslandsmeistarar ÍBV eru aðeins með eitt stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamenn töpuðu í gær fyrir ÍR á heimavelli, 24-29, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 12-16. Bjarni Fritzson og Björgvin Hólmgeirsson skor- uðu átta mörk hvor fyrir Breið- hyltinga, en Einar Sverrisson var markahæstur í liði ÍBV með fimm mörk. FH vann fjögurra marka sigur, 24-28, á Fram á útivelli. Benedikt Reynir Kristinsson, Andri Hrafn Hallsson, Ásbjörn Friðriksson og Ragnar Jóhannsson skoruðu allir fimm mörk fyrir FH, en Garðar B. Sigurjónsson var markahæst- ur Framara með sjö mörk. Þá vann Stjarnan eins marks sigur á HK, 27-26, í Mýrinni. Þetta var fyrsti sigur Garðar- bæjarliðsins í deildinni, en HK er enn án stiga. Andri Hjartar Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna, en Egill Magnússon kom næstur með fimm mörk. Þorgrímur Smári Ólafsson var atkvæðamestur í liði HK með níu mörk. - iþs Íslandsmeistararnir byrja illa ÖFLUGUR Andri Hrafn lék vel með fh gegn fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.