Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 23. september 2014 | MENNING | 21
Leikarinn Jake Gyllenhaal er
búinn að setja heimili sitt í Los
Angeles á sölu en hann hefur átt
húsið í næstum því tíu ár. Húsið
er búið þremur svefnherbergjum
og tveimur baðherbergjum og er
ásett verð 3,5 milljónir dollara,
rúmlega 420 milljónir króna.
Húsið var byggt árið 1948 en
Jake keypti það árið 2005 á 2,5
milljónir dollara, rétt rúmlega
þrjú hundruð milljónir.
Leikarinn hefur sést mikið í
New York upp á síðkastið og segja
sögur að hann hafi augastað á
íbúð á Manhattan. - lkg
Selur húsið
Tískukóngurinn Giorgio Arm-
ani upplýsti gesti tískuvikunn-
ar í Mílanó um að stórleikarinn
George Clooney ætlaði að ganga
í það heilaga í jakkafötum frá
merkinu. Þetta sagði Giorgio
sjálfur eftir tískusýningu merkis-
ins á fimmtudaginn.
„George er búinn að velja og er
búinn að fara í mátun fyrir Arm-
ani-jakkaföt fyrir brúðkaupið
sitt,“ sagði Giorgio og jakkaföt-
in eru að sjálfsögðu sérsaumuð.
George er oftar en ekki í jakka-
fötum frá Armani á rauða dregl-
inum og er afar hrifinn af hand-
bragði Giorgio.
George gengur að eiga sína
heittelskuðu, lögfræðinginn Amal
Alamuddin, í Feneyjum á Ítalíu
þann 27. september næstkomandi.
- lkg
Brúðgumi
í Armani
GANGA Í ÞAÐ HEILAGA George og
Amal. NORDICPHOTOS/GETTY
Á FARALDSFÆTI Jake ætlar að hreiðra
um sig í New York. NORDICPHOTOS/GETTY
www.heilsuborg.is
• Morgunþrek
• Kvennaleikfimi
• Karlaleikfimi
• 60 ára og eldri
• Jóga
• Zumba
• Í formi fyrir golfið
• HL klúbburinn
„Konur eiga ekki að þurfa að heyja
þessa baráttu einar. Það er lykilat-
riði fyrir samfélagið að karlar og
konur taki á þessu mikilvæga mál-
efni saman,“ sagði Harry Potter-
leikkonan Emma Watson, en hún
vakti aðdáun og athygli á fundi UN
Women í New York á laugardag.
Ástæðan var stórbrotin ræða leik-
konunnar í tilefni stofnunar samtak-
anna HeForShe, en tilgangur þeirra
er að virkja hundrað þúsund karl-
menn um allan heim til þess að taka
þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna.
Sjálf segist Emma hafa upplifað
kynjamisrétti frá því hún var átta
ára en hún fékk að heyra að hún
væri stjórnsöm þegar hún sýndi
áhuga á því að leikstýra skólaleik-
riti. Fjórtán ára hafi fjölmiðlar stillt
henni upp sem kyntákni, burtséð frá
öðrum hæfileikum hennar. Fimm-
tán ára horfði hún upp á vinkonur
sínar hætta í íþróttum því þær vildu
ekki verða of stæltar. Átján ára hafi
strákavinir hennar verið ófærir um
að tala um tilfinningar sínar.
„Ef við hættum að skilgreina
hvert annað út frá því sem við
erum ekki og byrjum að skilgreina
okkur út frá því sem við erum, þá
verðum við frjálsari og það er það
sem HeForShe snýst um“, sagði
leikkonan. -asi
Virkja karlmenn til jafnréttisbaráttu
Á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York fl utti leikkonan Emma Watson tímamótaræðu um jafnrétti kynjanna.
ÝMSAR UPPLÝSINGAR
● UN Women eru samtök sem heyra
undir Sameinuðu þjóðirnar. Þeirra
hlutverk er að berjast fyrir jafnrétti
kynjanna um heim allan.
● Emma Watson var útnefnd sendiherra
fyrir UN Women í júlí á þessu ári og
hennar hlutverk er að kynna starf-
semina fyrir ungu fólki og virkja það.
● Á heimasíðu HeForShe,
www.heforshe.org, er hægt að
fylgjast með fjölda karlmanna sem
hafa skráð sig til þátttöku í hverju
landi.
● Þegar Fréttablaðið fór í prentun í
gær höfðu um 120 íslenskir karl-
menn skráð sig á síðunni.
TÍMAMÓTARÆÐA Leikkonan Emma
Watson fór á kostum á fundi UN
Women í New York á laugardag.
NORDICPHOTOS/GETTY