Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 10
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 STJÓRNSÝSLA Sjávarútvegsráðuneyt- ið tjáði Akureyrarkaupstað í óform- legum viðræðum að Akraneskaup- staður hefði tekið fjárhagslegan þátt í kostnaði við flutning Landmælinga Íslands á sínum tíma. Ráðuneytið hefur ekki enn óskað formlega eftir að Akureyri taki fjár- hagslega þátt í flutningi Fiskistofu. Flutningur stofnunarinnar er nú í undirbúningi og er stefnt á að meg- inþungi flutningsins eigi sér stað á árinu 2015. Á Akureyri gætir nokkurrar undrunar með styrk sem ráðherra ætlar að veita starfsmönnum Fiski- stofu, flytjist þeir með stofnuninni norður á Akureyri. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj- arstjóri á Akureyri, segir að í við- ræðum við vinnuhópinn sem sér um flutning Fiskistofu hafi verið bent á að bæjaryfirvöld á Akranesi hafi tekið fjárhagslega þátt með ein- hverjum hætti í flutningi Landmæl- inga til Akraness á sínum tíma. „Á fundi mínum með fulltrúum ráðgjafahóps um færslu Fiskistofu til Akureyrar var bent á að bæjar- yfirvöld á Akranesi hefðu komið með fjárstuðning til starfsmanna vegna flutnings Landmælinga Íslands til Akraness. Með því var bent á fordæmi þess að sveitarfélag hefði stutt fjárhagslega við flutn- ing stofnana ríkisins. Akureyrar- bær hefur ekki tekið neina afstöðu til slíks stuðnings. Eins og ég hef áður greint frá þá sjáum við aðkomu sveitarfélagsins í þessum flutning- um helst snúa að því að veita fólki upplýsingar og ráðgjöf um það sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða,“ segir Eiríkur Björn sem kveður bæinn munu aðstoða starfs- fólk Fiskistofu sem kjósi að flytja. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sem flestir starfsmenn Fiskistofu sjái tækifæri í því að flytja norður til Akureyrar,“ segir Eiríkur Björn. Kristján Skarphéðinsson, ráðu- neytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis- ins, staðfestir að þessi umræða hafi átt sér stað. „Við skoðuðum hvernig þessu var háttað á Akranesi á sínum tíma. Í gögnum sáum við að bæjaryfirvöld þar tóku þátt í flutningsstyrkjum og veittu ívilnanir sem snúa að leik- skólamálum,“ segir Kristján sem kveður það nú í höndum Akureyr- arbæjar að velta málinu fyrir sér. sveinn@frettabladid.is Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sem flestir starfs- menn Fiski- stofu sjái tækifæri í því að flytja norður til Akureyrar. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri MAVEN Á þessari teikningu frá NASA sést geimfarið Maven nálgast Mars þar sem það mun rannsaka lofthjúpinn. Geim- farið komst á braut um Mars seint á sunnudagskvöld eftir tæplega árslangt ferðalag frá jörðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MAVEN Á SPORBAUG UM MARS 771 MILLJÓN KÍLÓMETRA Ferðalag Maven frá jörðu til Mars var 771 milljónar kíló- metra langt og tók tæpt ár. 80 MILLJARÐAR KRÓNA Kostnaðurinn við Maven-verk- efnið nemur um 80 milljörðum króna. Maven er tíunda geimfarið sem NASA sendir á braut um Mars. Þremur síðustu geimförunum mis- tókst ætlunarverk sitt. Maven verður eitt ár að safna gögnum á Mars, en eitt ár á jörðinni jafngildir hálfu ári á Mars. 16.000 ÞÚSUND KM/KLST. Geimfarið var á yfir 16 þúsund kílómetra hraða þegar það bremsaði til að komast á braut um Mars en það ferli tók aðeins hálfa klukku- stund. Starfsfólk NASA á jörðu niðri þurfti að bíða í 12 mínútur eftir að fá að vita hvernig aðgerðin tókst vegna þess tíma sem tekur að senda merki frá geimfarinu til jarðar. Vegalengdin á milli jarðar og Mars er 222 milljónir kílómetra. Mikilvægar vísbendingar Vísindamenn vonast til að lofthjúpur Mars gefi vísbendingar um það hvernig þessi nágranni jarðar fór úr því að vera hlýr og blautur fyrir milljörðum ára í það að vera kaldur og þurr eins og hann er nú. Hugsanlegt er að örverur hafi lifað á Mars fyrir milljörðum ára. Save the Children á Íslandi Vilja aðkomu Akureyrar Fordæmi eru fyrir því að bæjarfélög hjálpi til fjár- hagslega þegar stofnanir eru fluttar. „Engin formleg beiðni komin inn á borð bæjarins,“ segir bæjastjóri. FISKISTOFA Akranes- kaupstaður aðstoðaði fjárhagslega við flutning Landmælinga og hefur ráðu- neytið bent Akureyrarkaup- stað á þá leið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Niðurföll og rennur í baðherbergi Mikið úrval – margar stærðir COMPACT 30cm . 90,- AQUA 35cm 1 .990, - Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Reykjanesbæ PROLINE NOVA 60 cm 2 .990,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.