Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 40
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24 Módelin gjöful í Mílanó amfAR-galaveislan var haldin á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu um helgina. Rúm- lega 150 milljónir króna söfnuðust í veislunni til styrktar rannsóknum á eyðni og létu stjörnurnar sig ekki vanta. Mikið var um að frægustu konur heims klædd ust svörtu og hvítu en í veislunni voru allar helstu fyrirsætur heims saman komnar. VÍGALEG Í VERSACE Ofurfyrirsætan Heidi Klum var kynnir veisl- unnar og stal senunni í þess- um kjól frá Versace. STUTT SKAL ÞAÐ VERA Fyrirsætan Bar Refaeli mætti í stuttum kjól frá Stellu McCartney og í hælaskóm frá Christian Louboutin. KANN SITT FAG Ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio geislaði í kjól frá Versace og í hælaskóm frá Stuart Weitzman. NORDICPHOTOS/GETTY BLÓMARÓS Enska fyrirsætan Poppy Dele- vingne var mjög smart í rós óttum samfestingi. HVÍT COCO Kanadíska súpermódelið Coco Rocha var í einu orði sagt glæsileg í hvítum síðkjól. FER ÓTROÐN- AR SLÓÐIR Leikkonan Rosario Dawson mætti í afar óhefð- bundnum kjól. Leikkonan Polly Bergen lést á laugardaginn 84 ára að aldri. Bergen er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í hinum sígilda spennutrylli Cape Fear og sem fyrsti kvenkyns forsetinn í myndinni Kisses for My Presi- dent. Bergen stjórnaði einnig The Polly Bergen Show í banda- rísku sjónvarpi á sjötta áratugn- um. Bergen reykti mikið en lungnaþemba hafði hrjáð hana á níræðisaldri. Starfsferill Bergen spannaði meira en 60 ár en hún var líka með hlutverk í þáttum eins og The Sopranos og Desperate Housewives. Polly Bergen látin 84 ára LANGLÍF Polly Bergen átti langan feril. Læknir grínistans Joan Rivers, Dr. Gwen Korovin, hefur verið rekin frá heilsugæslustöðinni sem hún vann á en Rivers lést eftir að hafa hætt að anda í miðri háls- skurðaðgerð á stöðinni. Korovin á að hafa tekið óvænt vefjasýni í miðri aðgerð en samkvæmt heimildarmanni New York Daily News var það vefjasýnistakan sem varð til þess að Joan hætti að anda. „Að taka vefjasýni á þennan hátt ætti einungis að gera á spítala,“ sagði heimildarmaðurinn. Þá er Korovin sökuð um að hafa tekið sjálfsmynd af sér í miðri skurðaðgerðinni. „Dótt- ir Joan, Melissa, hefur verið að segja vinum sínum að Kor- ovin sé huglaust skrímsli,“ sagði annar heimildarmaður við fréttamiðilinn Radar. Læknirinn rekinn JOAN RIVERS Írski hjartaknúsarinn Colin Farrell hefur nú staðfest að hann muni leika í annarri seríu af spennuþátt- unum vinsælu True Detective. Þetta staðfesti hann í sam- tali við írska dagblaðið The Sunday World en enn sem komið er hefur HBO-sjón- varpsstöðin ekki gefið mikið upp um seríuna. Aðrir leikarar sem hafa verið orðaðir við þættina eru Brad Pitt, Vince Vaughn, Tay- lor Kitsch, Rachel McAdams og Elizabeth Moss. Leikaralið fyrstu seríunnar með Matthew McConaughey og Woody Harrel- son í fararbroddi verður ekki til staðar í þetta skiptið þannig að líklega verður um nýja sögu að ræða. Colin Farrell í True Detective COLIN FARRELL A WALK . . . THE TOMBSTONES KL. 5.30 - 8 - 10.30 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 - 10.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 VONARSTRÆTI KL. 5.20 - 8 - 10.40 THE MAZE RUNNER KL.5.30 - 8 - 10.30 THE MAZE RUNNER LÚXUS KL.5.30 - 8 - 10.30 THE NOVEMBER MAN KL. 8 - 10.25 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL 3D KL. 3.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 3.30 - 5.45 - 8 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.20 EXPENDABLES KL. 10.10 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! WALK AMONG TOMBSTONES 5:45, 8, 10:20 MAZE RUNNER 8, 10:20 PÓSTURINN PÁLL 2D 5:45 THE NOVEMBER MAN 10 PARÍS NORÐURSINS 5:50 LUCY 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK FRAMLEIÐENDURNIR STEVEN SPIELBERG OG OPRAH WINFREY BJÓÐA ÞÉR UPP Á SANNKALLAÐA VEISLU ARIZONA REPUBLIC NEW YORK OBSERVER FRÁBÆR TÓNLIST, MÖGNUÐ SAGA BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK SOUND ON SIGHT EYE FOR FILM Sveitaþrælasæla Þegar ég var lítil fór ég alltaf í sveitina til pabba á sumrin. Þar lærði ég að harka af mér. ÉG stóð varla út úr hnefa og stóð skjálf- andi á beinunum með það mikilvæga hlut- verk að láta þrjátíu hrossa stóð sem kom á fljúgandi ferð, skipta snarlega um stefnu og taka skarpa vinstri beygju inn í gerði. Þegar hrossin voru komin svo nálægt að ég fann þau fnæsa framan í mig, beygðu þau loksins. Sigur. ÉG stóð ein vaktina í sauðburði án þess að vita hvernig ég ætti að bregð- ast við vanda. „Þú finnur út úr því,“ sagði pabbi. Með dúndrandi hjart- slátt bjargaði ég lambi sem sat fast í fæðingarveginum með pínulitlu hendinni minni. Ég var sjö ára og fékk þar með mörgum spurningum svarað um náttúruna. Líka þegar lambið lenti á ruslabrennu fáeinum dögum síðar. Milli misskemmti- legra verkefna lét ég tímann líða án þess að nokkur væri að spá í hvort það væri nú ekki gaman hjá mér eða hvort mér leiddist nokkuð. MIKIÐ vildi ég að börnin mín gætu farið til hörku-afa í sveitina. Fengið óyfirstíg- anleg verkefni og orðið hrædd. Fundið brjóstið þenjast út af stolti þegar þau sigra óttann. Látið sér leiðast og verið ein með hugsunum sínum. Kynnst hringrás lífs- ins með sauðburði og sláturhúsaferðum. Grátið í koddann þegar þau sakna mömmu. Stækkað um tíu sentimetra á líkama og sál. ÞAÐ væri þó eftir þeim blessuðum að sveifla barnasáttmálum um hvíldartíma og réttinum til leiks ásamt óskrifuðum reglum um tveggja tíma tölvuleikjanotk- un á dag, þrjú hundruð gramma sælgæt- ispoka á laugardögum og umbunarkerfi með stjörnulímmiða fyrir hvert hand- tak. Ef síminn væri tekinn af þeim myndu þau líklega leggja fram kæru til Umboðs- manns barna. Já, já. Fínt að ný kynslóð vaxi upp á Íslandi sem er laus undan vinnu- fíkn og er meðvituð um réttindi sín. Og jú, jú, mögulega er ég haldin fortíðarþrá. En mikið hefðu þau gott af því að ofverndandi móðurhjúpurinn væri rofinn í þrjá mánuði á ári. ÉG óska eftir plássi fyrir þrjú börn í sveit. BAKÞANKAR Erlu Bjargar Gunnarsdóttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.