Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|HEILSA Lykillinn að árangri Forever er við-horf fyrirtækisins gagnvart gæðum og hreinleika,“ segir Halldóra Magn- úsdóttir hjá Forever Living Products á Íslandi en Forever er 36 ára gamalt fyrirtæki sem stofnað var í Scottsdale í Arizona árið 1978. „Allt frá gróðursetn- ingu til uppskeru eru aloe vera-plönt- urnar ræktaðar af sömu natni og eftir sömu stöðlum og fyrirtækið notar við hverja einustu framleiðsluvöru sína. Blöðin eru handskorin og þeim er komið í vinnslu innan fárra stunda til að tryggja hreinasta og ferskasta aloe vera-gelið og viðhalda þannig þeim eiginleikum sem plantan býr yfir,“ lýsir hún. UNDRAVERÐ PLANTA Aloe vera-plantan hefur verið nýtt frá fornu fari við hinum ýmsu vandamálum. „Aloe vera virkar vel á meltingu, ónæmis- kerfið, magavandamál, húðvandamál, eykur upptöku næringarefna og hefur þar af leiðandi áhrif á orkuna. Aloe hefur einnig bólgueyðandi eiginleika og er mjög græðandi,“ segir Halldóra en hið þétta gel plöntunnar er skilið varlega frá laufkvoð- unni og hreinsað með sérstakri einkaleyf- isaðferð sem Forever hefur yfir að ráða. „Allt aloe vera frá Forever er kaldunnið en kaldvinnslan viðheldur virkum innihalds- efnum,“ bendir Halldóra á. EIGIN PLANTEKRUR Til að tryggja hámarksgæði ræktar For- ever aloe vera á sínum eigin plantekrum og notar ekki illgresis- og skordýraeitur. „Forever ræktar yfir 50 milljón aloe vera plöntur og má því segja að plantekrur For- ever losi jörðina við tvær milljónir tonna af koltvísýringi á ári hverju,“ segir Hall- dóra. Hún segir aloe vera-vörur Forever vera með þeim hreinustu á markaðnum. „Með nákvæmri meðhöndlun og með því að forðast gerilsneyðingu, frostþurrkun og upphitun nær aloe vera að halda sínum gagnlegu eiginleikum,“ bendir Halldóra á en Forever er með ítarlegt eftirlit sem hefst á ræktunarstigi og heldur áfram í gegnum uppskeru, framleiðslu og alla leið í dreifingu. „Grunnurinn að vörum Forever er 100% hreint gel innan úr blöðum aloe vera- plöntunnar. Síðan er bætt varlega við hæfi- lega miklu af öðrum innihaldsefnum til að úr verði framúrskarandi vörur. Fjölhæfni þessara vara er slík að hægt er að nýta þær sem drykki eða bera þær á húðina,“ segir Halldóra. Hún tekur fram að Forever- vörurnar séu aldrei prófaðar á dýrum. MEST SELDA VARAN Fyrsta framleiðsluvara Forever var Aloe Vera Gel-drykkurinn sem enn í dag er mest selda vara fyrirtækisins. „Aloe Vera Gel-drykkurinn er sá hreinasti á mark- aðnum. 97 prósent af innihaldi brúsans eru hreint aloe vera-gel innan úr laufi plöntunnar, og í safann eru sett þrjú pró- sent náttúrulegra varðveisluefna, til að hægt sé að setja þetta á brúsa.“ Á ÍSLANDI Í 15 ÁR Forever hefur starfað á Íslandi síðan 1999. „Forever er með vöruhús og þjón- ustumiðstöð í Hlíðasmára 17 í Kópavogi en sala vörunnar fer eingöngu fram í beinsölu, það er í gegnum tengslanet sjálfstæðra dreifingaraðila,“ útskýrir Hall- dóra og bendir á að þannig skaffi Forever tekjutækifæri fyrir til að mynda húsmæð- ur sem vilji auka tekjur sínar. Halldóra bendir á heimasíðuna www. foreverisland.is og Facebook-síðu fyrir- tækisins www.facebook.com/foreverisl- and fyrir nánari upplýsingar en einnig aðalheimasíðu Forever; www.discover- forever.com. „Þar er hægt að skoða nánar allt framleiðsluferlið í máli og myndum. Í raun frá plöntu til vöru til viðskipta- vinarins.“ HEILBRIGT LÍF MEÐ FOREVER LIVING FOREVER Á ÍSLANDI KYNNIR Forever Living Products er heimsins stærsti ræktandi og framleiðandi hreins, náttúrulegs aloe vera og býflugnaafurða. Forever dreifir aloe vera-vörum um allan heim. Aloe vera-plantan er mjög fjölhæf og hennar má neyta og einnig nota útvortis til að bæta heilsu og líðan. Allt aloe vera frá Forever er kaldunnið sem viðheldur virkum innihaldsefnum. 15 ÁR Á ÍSLANDI Forever er með vöruhús og þjónustumiðstöð í Hlíðar - smára 17 í Kópavogi. Nokkrar staðreyndir um rekstur Forever Living ● Markaðshlutdeild Forever er um 65 prósent. Það er 65 prósent af alheimsfram- leiðslu aloe er hjá Forever Living. ● Forever er með árangursrík viðskipti í yfir 150 löndum ● Fyrirtækið er skuldlaust. Það á nægt lausafé og eignir sem eru metnar á 1,5 milljarða Bandaríkjadala. ● Ársvelta fyrirtækisins á heimsvísu er yfir 2,6 millj- arðar Bandaríkjadala. ● Forever Living Products skaffar tekjutækifæri fyrir meira en 9,5 milljón dreifing- araðila í yfir 150 löndum. Endurgreiðsla tryggð að fullu Forever hefur mikla trú á gæðum vara sinna og býður 60 daga endurgreiðslu- tryggingu ef við- skiptavinir eru ekki fullkomlega ánægðir. Aloe vera vörur For- ever urðu fyrstar til að hljóta Seal of Appro- val viðurkenninguna frá Alþjóðlega Aloe-vís- indaráðinu (IASC). Á AKRINUM Forever ræktar allt sitt aloe vera á eigin plantekrum. FRÁ VINNSLU Með nákvæmri meðhöndlun og með því að forðast gerilsneyðingu, frostþurrkun og upphitun, nær aloe vera að halda sínum gagnlegu eiginleikum. HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.