Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 46
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Ólafur Darri Ólafsson er uppáhalds- leikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarps- seríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnand- inn sem hefur fallið fyrir frammi- stöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post- Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfald- lega heillandi í mikilvægu aukahlut- verki,“ skrifar hann. Ólafur leik- ur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræð- ast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkon- una og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. - lkg Hamingjan góða, hann er góður Erlendir gagnrýnendur heillaðir af Ólafi Darra í A Walk Among the Tombstones. ÓHUGNANLEGUR Ólafur Darri leikur á móti Liam Neeson í myndinni. Ólafur Darri Ólafs- son er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki. Mark McCarver „Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja karlinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðar- innar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheeh- an. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spil- að með þekktum nöfnum í tónlist- arheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitar- innar Mr. Big. Þá hefur hann einn- ig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassa- leikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrú- lega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorf- endur,“ bætir Guðni við. Sheeh- an er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bass- ann líkt og hann sé að spila á gítar. Sheehan, sem hefur fimm sinn- um verið valinn besti rokkbassa- leikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrir- lestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norður- löndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóð- færahúsinu/Tónabúðinni á föstu- dagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn. - glp Goðsögn miðlar visku Bassaleikarinn Billy Sheehan, sem hefur leikið með nokkrum af vinsælustu listamönnum heims, ætlar að miðla af visku sinni hér á landi. ➜ Billy Sheehan er bassaleikari hljóm- sveitarinnar Mr. Big sem hefur sent frá sér slagara á borð við To Be with You og Green- Tinted Sixties Mind. ➜ Hann hefur mikið leikið með gítarhetjunni Steve Vai. Þá hefur hann einnig spilað með gullbarkanum David Lee Roth. ➜ Hann er líka með- limur í ofurhljóm- sveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heims klassa hljóðfæra- leikurum. Billy Sheehan hefur komið víða við TÆKNITRÖLL Bassa- leikarinn Billy Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í sinni spila- mennsku. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY „Hún er svo vær og góð að þetta er ekkert mál. Hún kemur bara með mér á sýningarnar og horfir meira að segja á myndirnar,“ segir kvikmyndagerðarkon- an Vera Sölvadóttir sem nú er stödd á kvikmyndahá- tíðinni Nordisk Panorama í Malmö. Þar keppir stutt- myndin hennar, In Search of Livingstone, til úrslita í aðalkeppni hátíðarinnar. Með henni í för er Saga, sem er tveggja mánaða gömul dóttir hennar. Þrátt fyrir ungan aldur er Saga orðin ansi sjóuð í kvikmyndahá- tíðum enda er þetta önnur hátíðin sem hún fer á og eru foreldrarnir farnir að kalla hana í gríni SagaClass. „Hún kom með mér til Toronto en þá var pabbi hennar með líka. Þá vorum við í tíu daga. Svo sá ég hvað það var lítið mál að vera með hana með mér úti þannig að ég fór bara með hana ein núna,“ segir Vera. Þær mæðgur flakka því á milli kvikmyndasýninga og annarra viðburða á hátíðinni. „Þetta væri náttúru- lega ekki hægt nema af því að hún er svo frábær og góð,“ segir Vera og bætir við: „Hún er eiginlega bara besta auglýsingin fyrir myndina því að það muna allir eftir konunni með barnið,“ segir Vera hlæjandi og viður kennir að það hafi vakið athygli margra að sjá svo ungt barn á kvikmynda hátíðum. Myndin sem sýnd er í Malmö, In Search of Living- stone, fjallar um tvo vini sem ferðast um landið í leit að tóbaki vegna tóbaksskorts. Eiginmaður Veru, leik- arinn Damon Younger, leikur annað aðalhlutverkið í myndinni en hitt er í höndum Sveins Þóris Geirsson- ar. Damon hefur leikið í nánast öllum myndum Veru. „Við vorum reyndar bara vinir þegar þessi mynd var tekin upp. Hann hefur verið í nánast öllum myndunum mínum. Við kynntumst þannig að ég fékk hann til að fljúga frá London til Parísar til þess að leika í útskrift- armyndinni minni. Mér fannst hann hafa svo sérstakt andlit,“ segir hún en þau urðu svo par síðar. Vera er líka búin að gera aðra mynd sem ber nafnið Gone og verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Helsinki í vikunni. „Við Helena Jónsdóttir, dansari og kóreógrafer, gerum hana saman og Ingvar E. Sig- urðsson leikur aðalhlutverkið. Myndin er tekin upp á Gljúfrasteini og það er ekkert talað í henni, bara dans- að. Við erum svolítið skotnar í Ingvari því hann er svo físískur þegar hann hreyfir sig og ákváðum þess vegna að fá hann til þess að leika í myndinni,“ segir Vera. „Helena er með ákveðna kenningu um að allir geti dansað og hún hefur gaman af því að fá fólk sem er ekki dansarar til þess að dansa,“ segir hún. Myndin verður heimsfrumsýnd í Helsinki en verður sýnd í framhaldinu á Íslandi. Vera kemur þó ekki til með að vera á kvikmyndahátíðinni í Helsinki en báðar myndirnar hennar verða sýndar þar. „Nei, því miður þá kemst ég ekki þangað, ég held að þetta sé orðið ágætt í bili þó ég væri mikið til í að vera við- stödd.“ viktoriah@365.is Tveggja mánaða á kvikmyndahátíðum Vera kynnir myndir sínar á hátíðum um allan heim. Dóttirin með í för. MÆÐGURNAR Þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga nú þegar farið á tvær kvikmyndahátíðir. MYND/ÍSAK EYMUNDSSON IN SEARCH OF LIVINGSTONE In Search of Livingstone fjallar um ferðalag tveggja vina, Denna og Thor, um landið þar sem þeir leita að tóbaki. Tóbaksskortur er í landinu og keyra þeir landshluta á milli í leit sinni að sígarettum. Myndin var heimsfrumsýnd á Clermont-Ferrand-stuttmynda- hátíðinni í Frakklandi í byrjun ársins. Með aðalhlut- verk fara Damon Younger og Sveinn Þórir Geirsson. DRYKKURINN „Ég verð að viðurkenna að ég á svo- lítið erfitt með að gera upp á milli vatns og kaffis. Kaffið er nefnilega í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem ég byrja alla morgna á góðum bolla og svo eigum við yfirleitt samleið svona í gegnum daginn.“ Kolbrún Pálína Helgadóttir, markaðs- og upp- lýsingafulltrúi Sporthússins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.