Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 6
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 SKIPULAGSMÁL „Viðræður síðustu mánaða og ára hafa ekki borið árangur og því óhjákvæmilegt að undirbúa nauðsynlegar aðgerðir til að rýma lóð- ina,“ segir í samþykkt stjórnar Faxaflóahafna sem ákvað í gær að segja upp lóðarleigusamningi fyrir- tækisins Björgunar við Sævarhöfða. Í samþykkt hafnarstjórnarinnar segir að við- ræður um flutning á starfsemi Björgunar af lóð- inni ásamt könnun á möguleikum þess að koma starfseminni fyrir á öðrum stað hafi staðið allt frá árinu 2004. Lóðarleigusamningur Björgunar frá 1969 hafi runnið út árið 2009 og Faxaflóahafnir hafi ítrekað sagt að ekki yrði um að ræða áfram- haldandi útleigu á lóðinni. Fram kemur að Björgun telji sig eiga bæði for- leigurétt og byggingarrétt á svæðinu. Um sé að ræða tvær lóðir, 3.161 fermetra lóð sem innheimt hefur verið leiga fyrir frá upphafi og 73.503 fer- metra lóð sem ekki hefur verið innheimt leiga af frá því lóðarleigusamningurinn rann út 1. septem- ber 2009. - gar Faxaflóahafnir gefast upp á áralöngum viðræðum og segja upp lóðasamningi: Björgun fær tvö ár til að rýma ATHAFNASVÆÐIÐ Björgun sérhæfir sig í efnisöflun á hafs- botni. Faxaflóahafnir segja að fyrirtækið verði að hreinsa eftir sig fjöruna við Sævarhöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. HONG KONG, AP Þúsundir mennta- og háskólanema lögðu í gær frá sér námsbæk- ur sínar og hófu vikulangt verkfall til að mótmæla kínverskum stjórnvöldum. Þau hafa ákveðið að leyfa ekki að fram- bjóðendur verði tilnefndir fyrir opnum tjöldum til æðsta embættis í Hong Kong. Það verður sett á laggirnar eftir tvö ár og felur í sér framkvæmdastjórn yfir borginni. Kínverjar vilja að frambjóðendurnir verði valdir af dómnefnd en sautján ár eru liðin síðan Kínverjar tóku við stjórninni í Hong Kong, sem áður var bresk nýlenda. Nemendurnir fóru í verkfall á sama tíma og tugir viðskiptajöfra frá Hong Kong heim- sóttu stjórnvöld í Peking til viðræðna við kommúnistaleiðtoga Kína. „Þetta nemendaverkfall mun koma af stað lýðræðislegri vakningu,“ sagði Alex Chof, formaður nemendafélags stúdenta í Hong Kong, við um þrettán þúsund nemendur frá 24 skólum fyrir utan Kínverska háskólann í borginni. „Við viljum engar sjónhverfingar frá stjórnvöldum lengur heldur ætlum við að trúa á okkur sjálf. Við erum tilbúin til að gjalda fyrir lýðræðið.“ - fb Mennta- og háskólanemar í Hong Kong mótmæltu ákvörðun stjórnvalda um tilnefnda frambjóðendur: Þúsundir nema í verkfalli fyrir lýðræðið Í VERKFALLI Um þrettán þúsund nemendur lögðu frá sér bækur sínar til að mótmæla ákvörðun kínverskra stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Hve margir læknar fl ytja af landi brott árlega? 2. Hve margir mættu í Loftslagsgöngu Reykjavíkur á sunnudaginn? 3. Hvaða ástsæli söngvari fagnaði átt- ræðisafmæli í gær? SVÖR: 1. Sextíu og sex 2. Um 300 3. Ragnar Bjarnason LÖGREGLUMÁL Jónas Þór Guð- mundsson, formaður Lögmanna- félags Íslands, fagnar fréttum af því að Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, forsætis- og dómsmála- ráðherra, ætli að láta skoða hvort rétt sé staðið að símhlerunum við rannsókn sakamála „Og þá ekki síst hvort regluverkið sem um þetta fjallar er í lagi og svo auðvitað framkvæmd- in líka. Og þar skiptir máli að mínu mati að Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkis- saksóknara, til þess að ræða fram- kvæmd símahlustunar og eftir atvikum hvernig farið er með upp- lýsingar sem þannig fást, frá því í apríl á síðasta ári en án árangurs þrátt fyrir ítrekanir,“ segir Jónas Þór. Formaður lögmannafélagsins segir því mjög brýnt að þessi mál verði skoðuð nánar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari mun mæta fyrir fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. Tilefni fundarins er umræða sem hefur farið af stað um hleranir. „Þetta er á málefnasviði alls- herjar- og menntamálanefndar og þar sem friðhelgi einkalífsins er varin í stjórnarskránni þá ber að passa sig þegar við setjum reglur um það líkt og við gerum þegar við heimilum þessar rannsóknir,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, for- maður nefndarinnar. Nefndin vilji því fullvissa sig um að farið sé að reglum. Auk ríkissaksóknara mun Reim- ar Pétursson mæta fyrir hönd Lög- mannafélags Íslands. Þá mun Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðu- neytinu, mæta með skrifstofustjór- unum Bryndísi Helgadóttur og Þór- unni J. Hafstein. „Við höfum litið svo á að reglu- verkið eins og það er sé nægilega traust. Og þess vegna hefur okkur komið á óvart að það séu einhverjar efasemdir um það hvað megi gera í þessu, hvað sé heimilt að gera í þessum efnum og svo það að fram- kvæmdin virðist vera ótraust. En fyrst þetta er staðan þá auðvitað bara fögnum við því að það sé skoð- að hvort það sé ástæða til að treysta regluverkinu,“ segir Jónas Þór. Að sögn Jónasar Þórs lítur félagið svo á að þetta mál snúist um trúnaðarsambandið sem er á milli lögmanns og umbjóðanda hans. „Það nýtur verndar samkvæmt lögum og ef það er brotið gegn þessu trúnaðarsambandi þá felur það í sér brot á rétti skjólstæðings lögmanns. En það kann svo að vera að það sé athugunarefni líka hvort að það hafi verið með einhverj- um hætti gengið á rétt lögmanna sjálfra eftir atvikum til friðhelgi eða í öðru efni,“ segir Jónas Þór. fanney@frettabladid.is / jonhakon@frettabladid.is Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. Hann segir að félagið hafi óskað eftir beiðni um fund vegna hlerana frá því í apríl. Þingnefnd fundar um málið í dag. RÍKISSAKSÓKNARI Sigríður Friðjónsdóttir mun mæta á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lög- mannafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkissaksókn- ara til þess að ræða framkvæmd símahlustunar. Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.