Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 23.09.2014, Qupperneq 22
KYNNING − AUGLÝSINGMorgunstund gefur gull í mund ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is s.512-5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Arnór gerði sér grein fyrir að hann yrði að gera eitt-hvað sér til heilsubótar; ellegar myndi hann eyða of miklum tíma á bekknum í stað þess að vera með í leikjum. „Ég hef mikinn áhuga á öllu sem eykur almennt heil- brigði og líkamlegan árangur hjá íþróttafólki,“ segir Arnór sem hefur nú um skeið tekið inn burnirót í jurta- hylkjum frá Arctic Root. „Ég trúi hvorki á galdralausnir né pillur sem eiga allt að lækna en ég las mér til um burnirótina og komst að því að hún passar mjög vel inn í það sem ég er að gera. Þetta er náttúrulegt bætiefni sem er unnið úr rót rhod iola rosea-plöntunnar.“ Arnór tekur tvær töflur á dag, eina að morgni og aðra fyrir æfingar síðdegis. „Fyrstu áhrif af burnirótinni voru áberandi. Ég upp- lifði strax aukna einbeitingu og gat haldið mér lengur við efnið án þess að yfir mig færðist slen. Góð einbeiting er gríðarlega mikilvæg í íþróttum og því þykir mér gott að taka burnirót fyrir æfingar og leiki. Það hjálpar mér að halda mér við efnið og viðhalda einbeitingu sem annars getur verið erfitt þegar þreyta fer að færast yfir á löngum æfingum eða í leikjum.“ Arnór er í háskólanámi og segir burnirótina hjálpa sér við að beina athygli að námsefninu á löngum skóladögum. „Ég mæli eindregið með burnirótinni frá Heilsu. Prófið að sleppa orkudrykkjum eða öðrum örvandi efnum og farið aftur til nátt- úrunnar. Hún mun gefa ykkur langvarandi orku og einbeitingu án þess að brenna kerti ykkar í báða enda.“ Arctic Root frá Heilsu fæst í apótekum, heilsuvöruverslunum og stórmörkuðum. Meira úthald og skerpa Arnór Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, breytti um lífsstíl árið 2012 vegna þreytu og orkuleysis. Hann þakkar náttúrulegri burnirót aukið úthald, orku og einbeitingu. Góð leið til að byrja daginn er að taka frá nokkrar mínútur til að hugleiða. Fyrir hugleiðsluna mætti einnig gera nokkrar vel valdar teygjur til að hita upp líkamann. Þannig má fara inn í dag- inn í jafnvægi og tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni. Í ró og næði Þegar byrjað er að hugleiða er mælt með að gera það tvisvar á dag, að morgni og kvöldi í tíu til tuttugu mínútur. Þetta vex kannski barnafólki í augum enda eru morgnar iðulega erilsamir. Þá gildir annaðhvort að semja við makann eða vakna fyrr. Til að hugleiðslan hafi til- ætluð áhrif er nauðsynlegt að hafa ró og næði. Gott er að setj- ast niður á rólegum stað og gæta þess að verða ekki fyrir trufl- un, til dæmis frá síma og tölvu. Einnig er gott að minnka birt- una í herberginu. Hægt er að finna ýmsar leið- beiningar um hugleiðingu á net- inu en hér er ein leið til að ná ró í hugann: Lokið augunum og takið nokkra djúpa andardrætti þar sem andað er alveg niður í kviðinn í rólegum takti. Athygl- inni skal beint að andardrættinum en ef hugsunin fer á flakk skal beina henni hægt og rólega aftur að önduninni. Smám saman á fólk að líða inn í núverundina og það losnar um spennu og streitu í líkamanum, það hægist á hjartslætti, vöðvar slakna og hugur- inn skýrist. Hægt að teygja hvar sem er Teygjur geta dregið úr vöðvaeymslum og fyrirbyggt meiðsli. Teygjur eru nauðsynlegar í tengslum við heilsurækt en þær eru einnig góðar á morgnana. Þá þarf að passa að teygja vöðvana ró- lega en ekki með rykkjum en gott er að halda teygjunni í 20-30 sekúndur. Einnig ætti að teygja sama vöðvann þrisvar sinnum. Þegar teygt er skal anda rólega inn og út til að ná góðri slökun. Þar er einnig góð leið inn í hugleiðsluna. Hugleitt og teygt að morgni Það gefur mér orkuskot út í daginn að hreyfa mig áður en börnin vakna. Mér finnst gott að vera komin heim úr rækt- inni klukkan 6.45 til að eiga með þeim stresslausa morgunstund og eiga svo seinni part dagsins laus- an fyrir fjölskylduna. Það leng- ir daginn þótt það kosti að ég fari fyrr í rúmið á kvöldin,“ segir Ebba Særún sem vaknar ýmist klukkan fjögur til að fara í flug eða fimm á morgnana til að rækta heilsuna. Ebba er þriggja barna móðir, hárgreiðslukona, flugfreyja og lík- amsræktarþjálfari sem hefur und- anfarinn áratug vaknað mjög árla dags til að rækta líkama og sál. „Ég er mjög mikil A-manneskja og hef verið fyrst á fætur síðan ég man eftir mér. Yfirleitt veit- ist mér auðvelt að vakna en þegar ég hef átt þrjú morgunflug í röð er ég stundum orðin svefnvana. Þá hvetur mig áfram hvað starfið og samstarfsfólkið er skemmtilegt og ef það læðist að mér að sofna aftur aðra daga segi ég við sjálfa mig: „Nei, Ebba! Drífðu þig fram úr því þú verður svo hrikalega fersk á eftir“.“ Margir undrast seiglu Ebbu að vakna svo snemma til líkamlegra átaka en hún segir það henta sér vel. „Líkamsrækt að morgni er mitt orkuskot, rétt eins og aðrir þurfa kaffibollann sinn. Þetta á vel við mig og þegar ég verð orðin gömul verð ég örugglega fremst í röð- inni fyrir utan sundlaugina þegar opnað er klukkan sex á morgn- ana,“ segir hún hlæjandi. Háttatími Ebbu er oftast klukk- an tíu á kvöldin enda þarf hún sjö til átta tíma svefn eins og aðrir. „Ég legg mig vanalega ekki á daginn en get þó sofnað hvar og hvenær sem er og þykir stundum gott að taka korters kríu í orku- blund. Þá get ég vel vakað til rúm- lega tíu,“ segir hún í gríni. Ebba hefur frá árinu 2004 kennt líkamsrækt hjá Hress í Hafnarfirði og er nú með tabata- og foam flex- tíma klukkan sex á morgnana. „Þessi tími hentar mörgum vel til líkamsræktar og vanalega er tíminn hjá mér fullur af hressum konum sem hafa tileinkað sér að rækta líkamann í bítið,“ segir Ebba sem er ótrúlega orkumikil. „Ég fæ kraft úr hollu og góðu mataræði en held að lykillinn sé að vera glaður með það sem maður hefur, njóta hverrar stund- ar og þess að vera til.“ Auk líkamsræktar að morgni hleypur Ebba maraþon, æfir þrí- þraut og mætir til stífra sund- æfinga í þríþrautinni þrjá morgna í viku. „Eftir kvöldmat förum við fjölskyldan líka í Suðurbæjar- laugina fjórum til fimm sinn- um í viku og þá syndi ég ekk- ert heldur slaka á í pottinum. Þá tökum við með okkur nátt- föt í útiklefana sem er yndislega afslappandi og notalegt og allir sofna vært á eftir.“ Það á svo ekki við Ebbu að sofa fram eftir þegar frí gefst. „Ég sef ákaflega sjaldan út og finnst dagurinn búinn ef ég sef til tíu. Ég hreinlega tími því ekki og mæli hiklaust með að byrja daginn fyrr því þá verður svo mikið úr honum.“ Í morgunmat fær Ebba sér graut úr chia-fræjum sem hún leggur í bleyti kvöldið áður en fullgerir svo að morgni. Graut- inn segir hún ljúffengan, hollan og töfrabragð að setja út í hann klípu af möndlusmjöri. Chia-morgungrautur Ebbu 1 msk. chia-fræ, lögð í bleyti kvöldið áður smávegis haframjöl kókosmjólk 1 msk. möndlusmjör hampfræ bláber, jarðarber og kíví Öllu hrært rólega saman með skeið og borðað með bestu lyst með skvettu af lífrænni AB-mjólk út á grautinn Tímir ekki að missa af deginum Hársnyrtirinn, flugfreyjan og íþróttakonan Ebba Særún Brynjarsdóttir vaknar eldsnemma á hverjum morgni og hugnast ekki að sofa út því þá er illa farið með daginn. Fyrir vikið á hún stresslausa tilveru með börnum sínum sem fara í náttfötin eftir kvöldsund. Ebba Særún Brynjarsdóttir vaknar klukkan fjögur og fimm á hverjum morgni. Hún er þriggja barna móðir, hársnyrtir á Skipt í miðju í Hafnarfirði, flugfreyja hjá WOW og líkamsræktarþjálfari hjá Hress. MYND/VALLI Arnór Aðalsteinsson er knattspyrnumaður hjá Breiðabliki. Hann fann strax fyrir aukinni einbeitingu þegar að hann byrjaði að taka inn burnirót.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.